Erlent

Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Íbúar í Pokhara virða fyrir sér flakið.
Íbúar í Pokhara virða fyrir sér flakið. ap

Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 

Myndbönd eru nú í dreifingu sem sýna flugvélina fljúga í lítilli hæð yfir íbúabyggð áður en skyndilegur snúningur kemur á vélina með fyrrgreindum afleiðingum. Flugvél flugfélagsins Yeti Airlines, sem er nepalskt flugfélag, hafði 68 farþega innanborðs, þar af 15 erlenda ríkisborgara, auk fjögurra áhafnarmeðlima. 

Flugslys eru nokkuð tíð í Nepal en slysið er það versta í landinu í þrjá áratugi. Veðurskilyrði og flugvélaeftirlit 

Hundruð nepalskra hermanna hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum á brotlendingarstað sem er hálfum kílómetra frá flugvellinum. Búist er við því að tala látinna hækki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×