Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn Hinrik Wöhler skrifar 15. janúar 2023 22:15 Eyþór Lárusson var svekktur með frammistöðu síns liðs. Vísir/Pawel Cieslikewicz Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. „Ég er bara gríðarlega vonsvikinn ef ég segi eins og er. Leikurinn var í fínu jafnvægi og við klikkuðum eftir 25 mínútur þegar leikurinn er 9-8 fyrir þeim. Mér fannst við eiga inni sóknarlega á þeim tímapunkti. Hafdís var búin að verja þrjú dauðafæri og Cornelia sömuleiðis búin að verja nokkra bolta hjá okkur. Síðan verður bara röð mistaka í lok fyrri hálfleiks sem þær nýta sér og komast fimm mörkum yfir og við komum ekki nægilega sterkt inn í seinni hálfleikinn.“ sagði Eyþór að leik loknum. Jafnræði var með liðunum þangað til að fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá hrundi sóknarleikur Selfyssinga og Framkonur gengu á lagið með hraðaupphlaupum og vel útfærðum sóknarleik. Stefnan var sett á að byrja seinni hálfleikinn betur en það reyndist ekki raunin „Við ætluðum að koma sterkar inn í seinni hálfleikinn og reyna að komast aftur inn í leikinn. Við fundum engan takt eftir að þær að breyttu í fimm-einn vörn“ bætir Eyþór við. Selfyssingar skoruðu aðeins nítján mörk í kvöld en Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir voru þær einu með lífsmarki í sóknarleik Selfyssinga í kvöld. „Í þessum leik var sóknarleikurinn í heild sinni áhyggjuefni eftir að þær breyta um vörn og mér fannst við mjög ragar. Við skorum bara engin mörk ef sóknarleikurinn er þetta hægur og ómarkviss. Þannig ég held að við ættum ekki að miða við þennan leik varðandi þetta.“ sagði Eyþór þegar hann var spurður hvort að hann hefði áhyggjur af sóknarleiknum. Selfyssingar fá erfitt verkefni á laugardag þegar þær mæta sterku liði ÍBV sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er bara næsta verkefni og næsta æfingarvika. Ég er alltaf spenntur og það verður bara frábært verkefni. Við fáum bara að svara fyrir leikinn og mæta heitasta liði deildarinnar, þær hafa unnið níu leiki í röð og eru á flottum stað. Við bara förum bara inn í krafti inn í vikuna og mætum tilbúnar á laugardaginn.“ Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega vonsvikinn ef ég segi eins og er. Leikurinn var í fínu jafnvægi og við klikkuðum eftir 25 mínútur þegar leikurinn er 9-8 fyrir þeim. Mér fannst við eiga inni sóknarlega á þeim tímapunkti. Hafdís var búin að verja þrjú dauðafæri og Cornelia sömuleiðis búin að verja nokkra bolta hjá okkur. Síðan verður bara röð mistaka í lok fyrri hálfleiks sem þær nýta sér og komast fimm mörkum yfir og við komum ekki nægilega sterkt inn í seinni hálfleikinn.“ sagði Eyþór að leik loknum. Jafnræði var með liðunum þangað til að fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá hrundi sóknarleikur Selfyssinga og Framkonur gengu á lagið með hraðaupphlaupum og vel útfærðum sóknarleik. Stefnan var sett á að byrja seinni hálfleikinn betur en það reyndist ekki raunin „Við ætluðum að koma sterkar inn í seinni hálfleikinn og reyna að komast aftur inn í leikinn. Við fundum engan takt eftir að þær að breyttu í fimm-einn vörn“ bætir Eyþór við. Selfyssingar skoruðu aðeins nítján mörk í kvöld en Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir voru þær einu með lífsmarki í sóknarleik Selfyssinga í kvöld. „Í þessum leik var sóknarleikurinn í heild sinni áhyggjuefni eftir að þær breyta um vörn og mér fannst við mjög ragar. Við skorum bara engin mörk ef sóknarleikurinn er þetta hægur og ómarkviss. Þannig ég held að við ættum ekki að miða við þennan leik varðandi þetta.“ sagði Eyþór þegar hann var spurður hvort að hann hefði áhyggjur af sóknarleiknum. Selfyssingar fá erfitt verkefni á laugardag þegar þær mæta sterku liði ÍBV sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er bara næsta verkefni og næsta æfingarvika. Ég er alltaf spenntur og það verður bara frábært verkefni. Við fáum bara að svara fyrir leikinn og mæta heitasta liði deildarinnar, þær hafa unnið níu leiki í röð og eru á flottum stað. Við bara förum bara inn í krafti inn í vikuna og mætum tilbúnar á laugardaginn.“
Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira