Sport

Buffa­lo Bills á­fram í næstu um­ferð eftir nauman sigur á Miami Dolp­hins

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jeff Wilson reynir að komast í gegnum varnarmenn Buffalo Bills í leiknum í kvöld.
Jeff Wilson reynir að komast í gegnum varnarmenn Buffalo Bills í leiknum í kvöld. Vísir/Getty

Buffalo Bills eru komnir áfram í næstu umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir 34-31 sigur á Miami Dolphins í kvöld. Bills tapaði aðeins þremur leikjum í deildarkeppninni og eru líklegir til afreka.

Buffalo Bills eru komnir í næstu umferð AFC-deildarinnar í NFL-deildinni eftir sigur á Miami í kvöld. Leikstjórnandi Bills, hinn magnaði Josh Allen, kastaði boltanum 352 jarda í leiknum sem er það mesta á hans ferli í úrslitakeppninni. Mistök hans komu þó Miami inn í leikinn eftir að Bills hafði náð góðri forystu.

Bills komust í 17-0 snemma í öðrum leikhluta en Dolphins liðið skoraði í fjórum næstu sóknum liðsins. Allen kastaði boltanum meðal annars tvisvar frá sér og Miami komst síðan yfir í þriðja leikhlutanum þegar Allen var felldur, Zach Sieler náði boltanum og kom boltanum yfir línuna til að skora snertimark. 

Staðan þá 24-20. Þetta var í eina skiptið sem Miami var í forystu í leiknum.

Allen svaraði með því að kasta fyrir tveimur snertimörkum í kjölfarið og Bills þá komið í 34-24. Þá forystu náði Miami ekki að brúa þrátt fyrir að hafa minnkað muninn en vörn Bills hélt undir lokin.

Bills þurfa að bíða eftir úrslitum í öðrum leikjum til að komast að því hverjir andstæðingar þeirra verða í næstu umferð.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×