Steinninn fannst árið 2021 í gröf nálægt Tyrifirði rétt hjá höfuðborginni Osló. Rúnirnar voru síðan aldursgreindar og samkvæmt grein The Guardian voru þær ritaðar einhvern tímann á tímabili frá fæðingu Krists til árið 250.
Bæði lengd og breidd steinsins eru rúmlega þrjátíu sentimetrar en á honum má finna átta rúnir sem stafa orðið „idiberug“. Ekki er vitað hvað það þýðir en líklega er það nafn á manneskju eða fjölskyldu.
„Án nokkurs vafa munum við öðlast verðmæta þekkingu um upphaf rúnaskriftar,“ hefur The Guardian eftir Kristel Zilmer, prófessor hjá Háskólanum í Osló. Steinninn verður til sýnis á safni í eigu skólans, Þjóðminjasafni Osló.
Eldri rúnir hafa fundist á öðrum hlutum en aldrei á steini. Elsta rúnaskrift sem fundist hefur var á beinagreiðu í Danmörku.