Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2023 08:01 Sakborningar huldu andlit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Efnunum var komið fyrir í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Fram kom í fréttum í sumar að götuvirði efnanna væri um tveir milljarðar króna. Uppfært klukka 9:45 Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 9:15. Dómari í málinu tilkynnti að fjölmiðlum væri óheimilt að greina frá framgangi mála í dómsal fyrr en skýrslutöku í málinu væri lokið. Mennirnir á aldrinum 27 til 68 ára Mennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir eru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir, sem eru á aldrinum 27 til 68 ára, heita: Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Jóhannes Páll Durr er 28 ára. Hann er best þekktur sem liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður. Hann er einnig ákærður fyrir kanabisræktun og vörslu maríjúana. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður. Rolex úr og lexus bifreið gerð upptæk Saksóknari krefst þess að ýmislegt verði gert upptækt sem talið er að keypt hafi verið fyrir illa fengið fé. Þar á meðal er Rolex úr og Lexus bifreið í eigu Jóhannesar. Þá er þess krafist að á níunda tug timburdrumba verði gerðir upptækir sem og Volkswagen jepplingur sem sagt er að hafi staðið til að nýta til að flytja fíkniefni. Einnig fjöldinn allur af símum og fleira. Verjendur í málinu og sakborningar þar fyrir aftan.Vísir Mennirnir hafa setið í gæsluvarðandi síðan þeir voru handteknir. Páll í fangelsinu á Hólmsheiði en Jóhannes Páll, Daði og Birgir á Litla Hrauni. Enginn þeirra á að baki sakaferil að ráði. Þeir ýmist neituðu, játuðu að hluta eða neituðu að taka afstöðu til ákæru þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Milljónir fyrir að opna drumba Páll, timburinnflytjandinn, byrjaði á því að játa að hluta á sig sök varðandi innflutning kókaíns. Unnsteinn Elvarson, verjandi hans greip þá fram í og áréttaði að Páll neitaði sök. Páll neitaði einnig sök í þeim hluta ákærunnar sem snýr að peningaþvætti. Honum er gefið af sök að hafa með ólögmætum hætti hagnast um rúmlega sextán milljónir króna án þess að nokkrar skýringar væru að finna á hagnaðinum. Sakborningar í málinu sæta gæsluvarðhaldi. Þeir komu inn í dómsal að aftan í morgun.Vísir Í gærsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að Páll hafi viðurkennt í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. Daði sagðist vilja játa sök í þeim þætti ákærunnar sem sneri að fíkniefnainnflutningnum. Hann sagði hinsvegar orðalag í ákærunni ekki gefa honum kost á því og neitaði því sök. Í skýrslutökum kvaðst Daði hafa átt að fá tíu milljónir fyrir að opna drumba sem innihéldu einhver ólögleg efni og koma þeim áleiðis. Aðspurður segist hann hafa vitað að um kókaín væri að ræða en ekki hversu mikið. Í seinni skýrslu sagðist hann hafa átt að fá fimm milljónir fyrir ómakið en ekki tíu. Daða er sömuleiðis gefið að sök peningaþvætti með því að hafa hagnast um rúmlega sextán milljónir eftir óútskýrðum leiðum. Hann neitaði sök í þeim þætti ákærunnar. Daði var ákærður í þriðja lið fyrir að hafa við handtöku haft í vörslum sínum maríjúana, tæplega kíló af kannabislaufum og á þriðja tug kannabisplantna. Hann játaði þessi brot sín og sömuleiðis að hafa staðið að kannabisræktun. Neitaði fyrst en játaði svo Jóhannes Páll Durr neitaði upphaflega sök varðandi innflutningi á kókaíninu. Þá neitaði hann sömuleiðis að hafa stundað peningaþvætti með því að eiga sautján milljónir á bankabók án þess að uppruni fjármunanna væri ljós. Viku síðar var tekin skýrsla af honum aftur þar sem hann játaði aðild sína að málinu. Hún hafi falist í því að afhenda peninga og koma skilaboðum á milli manna. Þá hafi það verið í hans verkahring að útvega Birgi farsíma og setja upp samskiptaforrit í símum þeirra beggja, sem notuð voru við skipulagningu brotsins. Anna Barbara Andradóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara.Vísir Jóhannes játaði að hafa haft lítið magn af maríjúana á sér og tæplega fjörutíu grömm af MDMA, þegar hann var handtekinn þann 4. ágúst. Birgir er ákærður fyrir aðild að innflutningnum og peningaþvætti upp á þrettán milljónir króna. Við þingfestinguna sagðist hann ekki tilbúinn að taka afstöðu til ákærunnar. Fordæmi fyrir þungum dómum Verði mennirnir fundnir sekir má búast við að þeirra bíði löng fangelsisvist. Hámarksrefsing fyrir fíkniefnainnflutning er 12 ára fangelsi, en ofan á það gætu bæst dómar fyrir peningaþvætti. Fordæmi eru fyrir þungum dómum í umfangsmiklum fíkniefnamálum og ber þar helst að nefna 12 ára dóm sem tveir karlmenn hlutu í október á síðasta ári, í svokölluðu Saltdreifaramáli. Það eru þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi. Aðalmeðferð málsins hefst í dag klukkan 9:15, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir verður á staðnum og fylgist grant með því sem fram fer. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Smygl Dómsmál Tengdar fréttir Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum. 16. nóvember 2022 10:26 Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52 Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23 Fjórir ákærðir í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra menn í langstærsta kókaínmáli sem upp hefur komið á Íslandi. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum í dag. 28. október 2022 12:45 Stóra kókaínmálið komið til saksóknara Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. 18. október 2022 19:51 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Efnunum var komið fyrir í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Fram kom í fréttum í sumar að götuvirði efnanna væri um tveir milljarðar króna. Uppfært klukka 9:45 Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 9:15. Dómari í málinu tilkynnti að fjölmiðlum væri óheimilt að greina frá framgangi mála í dómsal fyrr en skýrslutöku í málinu væri lokið. Mennirnir á aldrinum 27 til 68 ára Mennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir eru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir, sem eru á aldrinum 27 til 68 ára, heita: Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Jóhannes Páll Durr er 28 ára. Hann er best þekktur sem liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður. Hann er einnig ákærður fyrir kanabisræktun og vörslu maríjúana. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður. Rolex úr og lexus bifreið gerð upptæk Saksóknari krefst þess að ýmislegt verði gert upptækt sem talið er að keypt hafi verið fyrir illa fengið fé. Þar á meðal er Rolex úr og Lexus bifreið í eigu Jóhannesar. Þá er þess krafist að á níunda tug timburdrumba verði gerðir upptækir sem og Volkswagen jepplingur sem sagt er að hafi staðið til að nýta til að flytja fíkniefni. Einnig fjöldinn allur af símum og fleira. Verjendur í málinu og sakborningar þar fyrir aftan.Vísir Mennirnir hafa setið í gæsluvarðandi síðan þeir voru handteknir. Páll í fangelsinu á Hólmsheiði en Jóhannes Páll, Daði og Birgir á Litla Hrauni. Enginn þeirra á að baki sakaferil að ráði. Þeir ýmist neituðu, játuðu að hluta eða neituðu að taka afstöðu til ákæru þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Milljónir fyrir að opna drumba Páll, timburinnflytjandinn, byrjaði á því að játa að hluta á sig sök varðandi innflutning kókaíns. Unnsteinn Elvarson, verjandi hans greip þá fram í og áréttaði að Páll neitaði sök. Páll neitaði einnig sök í þeim hluta ákærunnar sem snýr að peningaþvætti. Honum er gefið af sök að hafa með ólögmætum hætti hagnast um rúmlega sextán milljónir króna án þess að nokkrar skýringar væru að finna á hagnaðinum. Sakborningar í málinu sæta gæsluvarðhaldi. Þeir komu inn í dómsal að aftan í morgun.Vísir Í gærsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að Páll hafi viðurkennt í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. Daði sagðist vilja játa sök í þeim þætti ákærunnar sem sneri að fíkniefnainnflutningnum. Hann sagði hinsvegar orðalag í ákærunni ekki gefa honum kost á því og neitaði því sök. Í skýrslutökum kvaðst Daði hafa átt að fá tíu milljónir fyrir að opna drumba sem innihéldu einhver ólögleg efni og koma þeim áleiðis. Aðspurður segist hann hafa vitað að um kókaín væri að ræða en ekki hversu mikið. Í seinni skýrslu sagðist hann hafa átt að fá fimm milljónir fyrir ómakið en ekki tíu. Daða er sömuleiðis gefið að sök peningaþvætti með því að hafa hagnast um rúmlega sextán milljónir eftir óútskýrðum leiðum. Hann neitaði sök í þeim þætti ákærunnar. Daði var ákærður í þriðja lið fyrir að hafa við handtöku haft í vörslum sínum maríjúana, tæplega kíló af kannabislaufum og á þriðja tug kannabisplantna. Hann játaði þessi brot sín og sömuleiðis að hafa staðið að kannabisræktun. Neitaði fyrst en játaði svo Jóhannes Páll Durr neitaði upphaflega sök varðandi innflutningi á kókaíninu. Þá neitaði hann sömuleiðis að hafa stundað peningaþvætti með því að eiga sautján milljónir á bankabók án þess að uppruni fjármunanna væri ljós. Viku síðar var tekin skýrsla af honum aftur þar sem hann játaði aðild sína að málinu. Hún hafi falist í því að afhenda peninga og koma skilaboðum á milli manna. Þá hafi það verið í hans verkahring að útvega Birgi farsíma og setja upp samskiptaforrit í símum þeirra beggja, sem notuð voru við skipulagningu brotsins. Anna Barbara Andradóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara.Vísir Jóhannes játaði að hafa haft lítið magn af maríjúana á sér og tæplega fjörutíu grömm af MDMA, þegar hann var handtekinn þann 4. ágúst. Birgir er ákærður fyrir aðild að innflutningnum og peningaþvætti upp á þrettán milljónir króna. Við þingfestinguna sagðist hann ekki tilbúinn að taka afstöðu til ákærunnar. Fordæmi fyrir þungum dómum Verði mennirnir fundnir sekir má búast við að þeirra bíði löng fangelsisvist. Hámarksrefsing fyrir fíkniefnainnflutning er 12 ára fangelsi, en ofan á það gætu bæst dómar fyrir peningaþvætti. Fordæmi eru fyrir þungum dómum í umfangsmiklum fíkniefnamálum og ber þar helst að nefna 12 ára dóm sem tveir karlmenn hlutu í október á síðasta ári, í svokölluðu Saltdreifaramáli. Það eru þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi. Aðalmeðferð málsins hefst í dag klukkan 9:15, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir verður á staðnum og fylgist grant með því sem fram fer.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Smygl Dómsmál Tengdar fréttir Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum. 16. nóvember 2022 10:26 Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52 Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23 Fjórir ákærðir í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra menn í langstærsta kókaínmáli sem upp hefur komið á Íslandi. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum í dag. 28. október 2022 12:45 Stóra kókaínmálið komið til saksóknara Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. 18. október 2022 19:51 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum. 16. nóvember 2022 10:26
Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52
Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23
Fjórir ákærðir í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra menn í langstærsta kókaínmáli sem upp hefur komið á Íslandi. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum í dag. 28. október 2022 12:45
Stóra kókaínmálið komið til saksóknara Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. 18. október 2022 19:51