Viðskipti erlent

Stofnandi Netflix hættir sem forstjóri

Bjarki Sigurðsson skrifar
Reed Hastings er hættur sem forstjóri Netflix.
Reed Hastings er hættur sem forstjóri Netflix. Getty/Michael M. Santiago

Stofnandi Netflix hefur ákveðið að hætta sem einn af forstjórum fyrirtækisins. Hann hefur síðustu ár smátt og smátt komið verkefnum sínum yfir á aðra og er nú formlega hættur. 

Reed Hastings stofnaði Netflix árið 1997 en þá sendi fyrirtækið fólki DVD-diska í pósti. Hastings hefur því verið forstjóri í yfir 25 ár og fylgt fyrirtækinu í gegnum margar stórar breytingar, eins og þegar streymisveitan sem við þekkjum öll var sett á laggirnar árið 2007.

Hastings var forstjóri fyrirtækisins ásamt Ted Sarandos og Greg Peters en þeir tveir munu halda áfram hjá fyrirtækinu. Sarandos var gerður að forstjóra í júlí árið 2020 þegar Hastings byrjaði á vinnu sinni við að hætta sem forstjóri. Þessi rúm tvö ár hefur hann notað til að deila sínum verkefnum yfir á aðra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×