Vialli kvaddur, Napoli best í Evrópu og þjálfari rekinn í tvo daga Björn Már Ólafsson skrifar 20. janúar 2023 14:10 Gianluca Vialli átti glæstan feril og var að sjálfsögðu sérstaklega minnst í Tórínó á heimavelli Juventus. Getty Mínútuþagnirnar fyrir leiki hafa verið svo margar í ítölsku deildinni eftir að nýtt ár gekk í garð að það liggur við að þær nái saman heilum fótboltaleik að lengd. Tilefnið hefur enda verið fráfall eins dáðasta sonar – og föður – ítalska boltans, Gianluca Vialli. Mannsins sem komist hefur næst því að tengja saman knattspyrnuheimana England og Ítalíu. Gianluca Vialli þarf vart að kynna fyrir nokkrum knattspyrnuáhugamanni. Ferill hans er uppfullur af mögnuðum augnablikum, eftirminnilegum titlum en mikilvægast af öllu þá spannaði ferill hans svo eftirminnilega tíma að það má segja að hann hafi fleytt rjómann af því skemmtilegasta sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hápunkti ferils síns eyddi hann á Ítalíu í deild hinna bestu. Á þeim tíma þegar þokufylltir vellir landsins voru sýndir í beinni útsendingu um allan heim og óumdeilt var að um væri að ræða sterkustu deild heims. Fyrstu árin lék hann í heimahögunum í litla og litlausa liðinu Cremonese frá Cremona – bæ sem frægur er fyrir það eitt að vera heimabær Stradivarius fiðlunnar. Ferðamannaráð borgarinnar hefur því ekki því ekki úr miklu að moða þegar á að reyna að toga ferðamannastrauminn til sín. Ólíkt mörgum þeim knattspyrnumönnum sem Vialli lék með á sinni ævi, fæddist hann inn í efnaða fjölskyldu. Á meðan knattspyrna er íþrótt verkamannastéttarinnar á Bretlandseyjum, er knattspyrnan íþrótt allra stétta á Ítalíu líkt og Vialli sjálfur gerir að umtalsefni í bók sinni The Italian Job sem hann gaf út árið 2006 ásamt blaðamanninum Gabriele Marcotti. Bókin fjallar um muninn á knattspyrnunni í þessum tveimur löndum. Umfjöllunin er ítarleg og hann nálgast viðfangsefnið úr mörgum áttum, meðal annars út frá félagslegum, efnahagslegum, menningarlegum og veðurfarslegum (!) þáttum. Að því leytinu til ristir bókin dýpra en aðrar bækur sem fyrrum knattspyrnumenn hafa skrifað. Kom Cremonese á kortið Vialli var aðeins 16 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Cremonese og á næstu árum átti hann þátt í öskubuskuævintýri með því að fara með liðinu upp úr C-deildinni í B-deildina og þaðan upp í A-deildina með stórkostlegu tímabili í B-deild 1983-1984 þar sem hann skoraði 10 mörk. Hann var því tvítugur að aldri keyptur til Sampdoria þar sem hann myndaði frægan sóknardúett með Roberto Mancini. Saman gengu þeir undir nafninu i Gemelli del Gol – Markatvíburarnir. Hjá Sampdoria kemur nafn hans fyrir í öllum sögubókum, því dvöl hans hjá félaginu samanfellur með mesta (og eina) gullaldarskeiði Sampdoria frá stofnun félagsins. Hann vann þar fyrsta deildartitil í sögu félagsins, Evrópukeppni bikarhafa, þrjá bikartitla og ef ekki væri fyrir Ronald Koeman og hans bölvaða aukaspyrnufót þá eru flestir sammála um að hann ætti einnig stærsta titilinn af þeim öllum, Evrópukeppni félagsliða. Á Stamford Bridge minntust Chelsea-menn Gianluca Vialli.Getty Eftir að hafa unnið titla í öllum regnbogans litum í hafnarborginni Genoa var hann keyptur á metfé til Juventus. Þar lék hann í fjögur ár, þróaði leik sinn undir þjálfurum á borð við Giovanni Trapattoni og Marcello Lippi og endaði á að lyfta Meistaradeildarbikarnum með stóru eyrun árið 1996 sem fyrirliði liðsins. Leiðtogahæfileikar hans voru óumdeildir og fyrirliðabandið sjálft var formsatriði hjá þessum mikla karakter. Það eru líklegast mörk hans hjá Juventus sem lifa helst í minni fólks. Hann var óhræddur við að reyna erfiða hluti á borð við viðstöðulaus skot eða hjólhestaspyrnur. Sjálfur sagði hann hjólhestaspyrnuna vera nauðsynlegt vopn í vopnabúri framherja á þessum tíma þegar knattspyrnan einkenndist af hörðum og þéttum varnarleik. Á þessum tíma var stolt lagt í varnarleik og rennitæklingar en menn voru minna að æfa flókin uppspilsmynstur úr markspyrnum eins og tíðkast í dag. Óvænt skref til Englands Eftir Meistardeildarsigurinn tók Vialli hið athyglisverða skref úr ítölsku deildinni í ensku deildina þar sem hann gekk til liðs við Chelsea. Þetta var fjórum árum eftir stofnun ensku úrvalsdeildarinnar og uppgangurinn var mikill og peningarnir voru farnir að flæða. Hann var fljótur að tileinka sér menninguna og lærði tungumálið, eitthvað sem hefur oft vafist fyrir löndum hans sem hafa flutt sömu leið. Það gerði það að verkum að hann varð gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna og tveimur árum eftir komu sína til Chelsea var hann gerður að spilandi þjálfara liðsins. Sem spilandi þjálfari vann hann Evrópukeppni bikarhafa og deildarbikarinn. Frægur er síðan sigur Chelsea á Real Madrid í Evrópska ofurbikarnum áirð 1998. Hann fór með Chelsea í Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 1999 áður en hann var að lokum látinn taka poka sinn í upphafi 2000/2001 tímabilsins eftir slaka byrjun á tímabilinu. Gianluca Vialli átti sinn þátt í Evrópumeistaratitli Ítala sumarið 2021. Vegna hjátrúar var hann alltaf of seinn út í liðsrútuna á leið í leiki.Getty Ferill hans sem aðalþjálfari var ekki langlífur en hann tók við Watford árið 2001 en entist aðeins eitt tímabil í starfi. Eftir það tók hann aðallega að sér störf í fjölmiðlum og var vinsæll álitsgjafi, bæði í Englandi og á Ítalíu. Það var svo árið 2019 sem Roberto Mancini landsliðsþjálfari Ítalíu hafði samband við þennan fyrrum liðsfélaga sinn hjá Sampdoria og vildi fá hann inn í þjálfarateymið. Vialli lét til leiðast og átti stóran þátt í því að Ítalía vann EM 2020. Skilinn eftir af rútunni Mikilvægi hans í þjálfarateyminu sést glögglega í Netflix heimildarmyndinni sem gerð var um sigur Ítalíu á mótinu. Hlutverk hans var að halda mönnum á jörðinni og setja hlutina í stærra samhengi. Fáir voru betur til þess fallnir en Vialli með alla sína reynslu þegar kom að því að vinna titla en líka vegna persónulegrar reynslu hans af erfiðri baráttu. Hann hafði þá háð erfiða baráttu við krabbamein og haft betur. Með einföldum skilaboðum og jákvæðri sálfræði sá hann til þess að leikmenn ítalska landsliðsins gengu hræðslulausir inn á völlinn á EM alls staðar árið 2020. Þegar á að ná árangri á stórmóti er mikilvægt að hafa æðri máttarvöld með sér í liði. Þetta vissi Vialli manna best enda var hann hjátrúarfullur með eindæmum. Fyrir fyrsta leik Ítalíu á Evrópumótinu ók liðsrútan af stað án Viallis og þurfti að snúa við til þess að sækja hann. Leikurinn vannst auðveldlega og þar með voru starfslið og leikmenn orðnir lafandi hræddir við að breyta út af venjunni. Þetta varð til þess að í hvert sinni þegar liðið lagði af stað í leik, ók rútan af stað án Viallis en sneri síðan við og sótti aðstoðarþjálfarann sem tók skælbrosandi þátt í þessu hjátrúarfulla leikriti. Fyrir úrslitaleikinn fór Vialli með brot úr ræðu fyrrum Bandaríkjaforsetans Theodore Roosevelts frá árinu 1910, ræðu sem oft er nefnd „Man In The Arena“ og fjallar um skilgreininguna á hugrekki. Ræðan blés liðinu von í brjóst og lauk úrslitaleiknum með sigri Ítala í vítaspyrnukeppni, þar sem áttust við þjóðirnar tvær sem stóðu hjarta Viallis næst, Ítalía og England. Örlögin sáu að lokum til þess að Vialli og Roosevelt fengu sama dánardag. Krabbameinið tók sig aftur upp skömmu fyrir jólin 2022 og féll hann að lokum frá þann 6. janúar 2023. Napoli rúllaði yfir Juventus Um síðustu helgi lauk 18. umferð ítölsku deildarinnar sem innihélt hreinræktaðan toppslag á föstudagskvöldið, Juventus og Napoli. Besta sóknarlið deildarinnar gegn besta varnarliði deildarinnar. Stóra liðið úr norðrinu, eimreið ítalskrar knattspyrnu undanfarin 100 ár gegn ólíkindatólunum frá Napolí, litla klúbbnum með stóra hjartað. Victor Osimhen hefur farið á kostum fyrir Napoli í vetur.Getty Leikurinn varð aldrei spennandi því Napoli liðið lék á als oddi og vann sannfærandi 5:1 sigur þar sem liðið sýndi leiftrandi sóknarbolta. Varnarlínan sem hefur reynst Juventus svo vel undanfarið var sundurspiluð svo eftir því verður munað. Er þetta í fyrsta skiptið í um 30 ár sem Juventus fær á sig 5 mörk í deildarleik. Svo kaldhæðnislega vill til að það gerðist síðast í leik gegn Pescara þegar Max Allegri þjálfari Juventus var leikmaður Pescara og gerði hann tvö mörk í þeim sögulega leik. Með sigrinum tryggir Napoli stöðu sína á toppi deildarinnar. Enn fremur sýnir leikurinn að lykilmenn á borð við Kvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen eru í fantastuði. Erfitt verður að stöðva liðið í deildinni úr því sem komið er, en það sem verður ennþá meira spennandi er að sjá liðið í Meistaradeildinni. Ef liðið leikur eins og það gerir þessa dagana getur ekkert lið í Evrópu stöðvað það. José Mourinho og lærisveinar hans í Roma eru einnig á góðu skriði eftir 2:0 sigur á Fiorentina á heimavelli. Sigurinn varð auðveldari eftir að brasilíski bakvörðurinn með dónalega nafnið Dodo fékk rautt spjald fyrir Fiorentina í fyrri hálfleik. Er þetta þriðji leikurinn í röð á milli þessara liða þar sem Fiorentina fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Paulo Dybala er í banastuði og munurinn á Roma liðinu með hann og án hans er eins og svart og hvítt. Stóra dimma skýið sem hangir yfir Rómarborg er þó staða Nicolo Zaniolo. Hann hefur engan veginn náð sér á strik á yfirstandandi tímabili og er nú orðaður við lið í ensku deildinni. Það væri sorgleg þróun á ferli þessa efnilega leikmanns en sjálfstraust hans virðist algjörlega farið eftir tvenn krossbandaslit snemma á ferlinum. Krísa hjá AC Milan Klaufagangur AC Milan heldur áfram. Eftir niðurlægjandi tap í bikarnum í miðri viku lenti liðið 0:2 undir í fyrri hálfleik gegn nýliðum Lecce. Með herkjum tókst liðinu að jafna í 2:2 áður en lokaflautið gall en ekki er hægt að segja annað en að liðið sé í krísu. Þórir Jóhann er aftur kominn í leikmannahóp Lecce eftir meiðsli og sat á bekknum allan leikinn. Breytingar hafa verið á leikmannahópi Lecce í janúarglugganum. Nokkrir miðjumenn eru farnir en Þórir Jóhann verður áfram leikmaður liðsins og er samkvæmt Pantaleo Corvino, yfirmanns íþróttamála hjá Lecce, ætlað hlutverk hjá liðinu það sem eftir lifir tímabils. MIkael Egill Ellertsson virðist vera á förum frá Spezia.Getty/Alessandro Sabattini Mikael Egill Ellertsson og félagar í Spezia eru einnig á góðu róli í deildinni og sóttu sterkan sigur á útivöll gegn Torino. Heiðursgestur á leiknum var enginn annar en leikarinn Kevin Spacey og vakti það réttilega mikla undran fjölmiðla enda berst Spacey við ásakanir og ákærur um kynferðisbrot. Mikael Egill var ekki í leikmannahópi liðsins og verður líklegast lánaður út í ítölsku B deildina til að fá fleiri mínútur. Helst hefur Venezia verið nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður en hann ætti að geta hjálpað liðinu að vinna sig upp úr þeim vandræðum sem liðið er komið í. Rekinn en samt ekki Heitasta lið deildarinnar er án efa Atalanta sem vann ótrúlegan 8:2 sigur á Salernitana um liðna helgi. Þetta stóra tap varð til þess að stjórnendur Salernitana sá engan annan möguleika í stöðunni en að reka þjálfara liðsins, Davide Nicola. En eftir að ekki tókst að finna neinn góðan kost til að fylla skarð hans var hann endurráðinn þjálfari liðsins tveimur dögum seinna. Það sem maður hefði verið til í að vera fluga á vegg á endurráðningarfundinum. Gömlu félög Gianluca Viallis, Cremonese og Sampdoria heyja bæði erfiða glímu við falldrauginn. Cremonese situr á botni deildarinnar með aðeins 7 stig úr 18 leikjum. 2:3 tap gegn nýliðum Monza reyndust þjálfaranum örlagarík úrslit því hann fékk stígvélið og inn er kominn Davide Ballardini. Sá þjálfari er með meistarpróf í að bjarga liðum frá falli en spurningin er hvort þetta sé ekki fullseint í rassinn gripið. Ekki er útlitið mikið betra hjá Samdoria sem situr í næstsíðasta sæti. Dejan Stankovic hefur ekki tekist að trekkja liðið í gang eftir erfitt haust og spurningin er hversu lengi hann fær að sitja í þjálfarasætinu. Um helgina bíður heimaleikur gegn ísköldu liði Udinese sem verður að vinnast. Ítalski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Gianluca Vialli þarf vart að kynna fyrir nokkrum knattspyrnuáhugamanni. Ferill hans er uppfullur af mögnuðum augnablikum, eftirminnilegum titlum en mikilvægast af öllu þá spannaði ferill hans svo eftirminnilega tíma að það má segja að hann hafi fleytt rjómann af því skemmtilegasta sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hápunkti ferils síns eyddi hann á Ítalíu í deild hinna bestu. Á þeim tíma þegar þokufylltir vellir landsins voru sýndir í beinni útsendingu um allan heim og óumdeilt var að um væri að ræða sterkustu deild heims. Fyrstu árin lék hann í heimahögunum í litla og litlausa liðinu Cremonese frá Cremona – bæ sem frægur er fyrir það eitt að vera heimabær Stradivarius fiðlunnar. Ferðamannaráð borgarinnar hefur því ekki því ekki úr miklu að moða þegar á að reyna að toga ferðamannastrauminn til sín. Ólíkt mörgum þeim knattspyrnumönnum sem Vialli lék með á sinni ævi, fæddist hann inn í efnaða fjölskyldu. Á meðan knattspyrna er íþrótt verkamannastéttarinnar á Bretlandseyjum, er knattspyrnan íþrótt allra stétta á Ítalíu líkt og Vialli sjálfur gerir að umtalsefni í bók sinni The Italian Job sem hann gaf út árið 2006 ásamt blaðamanninum Gabriele Marcotti. Bókin fjallar um muninn á knattspyrnunni í þessum tveimur löndum. Umfjöllunin er ítarleg og hann nálgast viðfangsefnið úr mörgum áttum, meðal annars út frá félagslegum, efnahagslegum, menningarlegum og veðurfarslegum (!) þáttum. Að því leytinu til ristir bókin dýpra en aðrar bækur sem fyrrum knattspyrnumenn hafa skrifað. Kom Cremonese á kortið Vialli var aðeins 16 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Cremonese og á næstu árum átti hann þátt í öskubuskuævintýri með því að fara með liðinu upp úr C-deildinni í B-deildina og þaðan upp í A-deildina með stórkostlegu tímabili í B-deild 1983-1984 þar sem hann skoraði 10 mörk. Hann var því tvítugur að aldri keyptur til Sampdoria þar sem hann myndaði frægan sóknardúett með Roberto Mancini. Saman gengu þeir undir nafninu i Gemelli del Gol – Markatvíburarnir. Hjá Sampdoria kemur nafn hans fyrir í öllum sögubókum, því dvöl hans hjá félaginu samanfellur með mesta (og eina) gullaldarskeiði Sampdoria frá stofnun félagsins. Hann vann þar fyrsta deildartitil í sögu félagsins, Evrópukeppni bikarhafa, þrjá bikartitla og ef ekki væri fyrir Ronald Koeman og hans bölvaða aukaspyrnufót þá eru flestir sammála um að hann ætti einnig stærsta titilinn af þeim öllum, Evrópukeppni félagsliða. Á Stamford Bridge minntust Chelsea-menn Gianluca Vialli.Getty Eftir að hafa unnið titla í öllum regnbogans litum í hafnarborginni Genoa var hann keyptur á metfé til Juventus. Þar lék hann í fjögur ár, þróaði leik sinn undir þjálfurum á borð við Giovanni Trapattoni og Marcello Lippi og endaði á að lyfta Meistaradeildarbikarnum með stóru eyrun árið 1996 sem fyrirliði liðsins. Leiðtogahæfileikar hans voru óumdeildir og fyrirliðabandið sjálft var formsatriði hjá þessum mikla karakter. Það eru líklegast mörk hans hjá Juventus sem lifa helst í minni fólks. Hann var óhræddur við að reyna erfiða hluti á borð við viðstöðulaus skot eða hjólhestaspyrnur. Sjálfur sagði hann hjólhestaspyrnuna vera nauðsynlegt vopn í vopnabúri framherja á þessum tíma þegar knattspyrnan einkenndist af hörðum og þéttum varnarleik. Á þessum tíma var stolt lagt í varnarleik og rennitæklingar en menn voru minna að æfa flókin uppspilsmynstur úr markspyrnum eins og tíðkast í dag. Óvænt skref til Englands Eftir Meistardeildarsigurinn tók Vialli hið athyglisverða skref úr ítölsku deildinni í ensku deildina þar sem hann gekk til liðs við Chelsea. Þetta var fjórum árum eftir stofnun ensku úrvalsdeildarinnar og uppgangurinn var mikill og peningarnir voru farnir að flæða. Hann var fljótur að tileinka sér menninguna og lærði tungumálið, eitthvað sem hefur oft vafist fyrir löndum hans sem hafa flutt sömu leið. Það gerði það að verkum að hann varð gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna og tveimur árum eftir komu sína til Chelsea var hann gerður að spilandi þjálfara liðsins. Sem spilandi þjálfari vann hann Evrópukeppni bikarhafa og deildarbikarinn. Frægur er síðan sigur Chelsea á Real Madrid í Evrópska ofurbikarnum áirð 1998. Hann fór með Chelsea í Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 1999 áður en hann var að lokum látinn taka poka sinn í upphafi 2000/2001 tímabilsins eftir slaka byrjun á tímabilinu. Gianluca Vialli átti sinn þátt í Evrópumeistaratitli Ítala sumarið 2021. Vegna hjátrúar var hann alltaf of seinn út í liðsrútuna á leið í leiki.Getty Ferill hans sem aðalþjálfari var ekki langlífur en hann tók við Watford árið 2001 en entist aðeins eitt tímabil í starfi. Eftir það tók hann aðallega að sér störf í fjölmiðlum og var vinsæll álitsgjafi, bæði í Englandi og á Ítalíu. Það var svo árið 2019 sem Roberto Mancini landsliðsþjálfari Ítalíu hafði samband við þennan fyrrum liðsfélaga sinn hjá Sampdoria og vildi fá hann inn í þjálfarateymið. Vialli lét til leiðast og átti stóran þátt í því að Ítalía vann EM 2020. Skilinn eftir af rútunni Mikilvægi hans í þjálfarateyminu sést glögglega í Netflix heimildarmyndinni sem gerð var um sigur Ítalíu á mótinu. Hlutverk hans var að halda mönnum á jörðinni og setja hlutina í stærra samhengi. Fáir voru betur til þess fallnir en Vialli með alla sína reynslu þegar kom að því að vinna titla en líka vegna persónulegrar reynslu hans af erfiðri baráttu. Hann hafði þá háð erfiða baráttu við krabbamein og haft betur. Með einföldum skilaboðum og jákvæðri sálfræði sá hann til þess að leikmenn ítalska landsliðsins gengu hræðslulausir inn á völlinn á EM alls staðar árið 2020. Þegar á að ná árangri á stórmóti er mikilvægt að hafa æðri máttarvöld með sér í liði. Þetta vissi Vialli manna best enda var hann hjátrúarfullur með eindæmum. Fyrir fyrsta leik Ítalíu á Evrópumótinu ók liðsrútan af stað án Viallis og þurfti að snúa við til þess að sækja hann. Leikurinn vannst auðveldlega og þar með voru starfslið og leikmenn orðnir lafandi hræddir við að breyta út af venjunni. Þetta varð til þess að í hvert sinni þegar liðið lagði af stað í leik, ók rútan af stað án Viallis en sneri síðan við og sótti aðstoðarþjálfarann sem tók skælbrosandi þátt í þessu hjátrúarfulla leikriti. Fyrir úrslitaleikinn fór Vialli með brot úr ræðu fyrrum Bandaríkjaforsetans Theodore Roosevelts frá árinu 1910, ræðu sem oft er nefnd „Man In The Arena“ og fjallar um skilgreininguna á hugrekki. Ræðan blés liðinu von í brjóst og lauk úrslitaleiknum með sigri Ítala í vítaspyrnukeppni, þar sem áttust við þjóðirnar tvær sem stóðu hjarta Viallis næst, Ítalía og England. Örlögin sáu að lokum til þess að Vialli og Roosevelt fengu sama dánardag. Krabbameinið tók sig aftur upp skömmu fyrir jólin 2022 og féll hann að lokum frá þann 6. janúar 2023. Napoli rúllaði yfir Juventus Um síðustu helgi lauk 18. umferð ítölsku deildarinnar sem innihélt hreinræktaðan toppslag á föstudagskvöldið, Juventus og Napoli. Besta sóknarlið deildarinnar gegn besta varnarliði deildarinnar. Stóra liðið úr norðrinu, eimreið ítalskrar knattspyrnu undanfarin 100 ár gegn ólíkindatólunum frá Napolí, litla klúbbnum með stóra hjartað. Victor Osimhen hefur farið á kostum fyrir Napoli í vetur.Getty Leikurinn varð aldrei spennandi því Napoli liðið lék á als oddi og vann sannfærandi 5:1 sigur þar sem liðið sýndi leiftrandi sóknarbolta. Varnarlínan sem hefur reynst Juventus svo vel undanfarið var sundurspiluð svo eftir því verður munað. Er þetta í fyrsta skiptið í um 30 ár sem Juventus fær á sig 5 mörk í deildarleik. Svo kaldhæðnislega vill til að það gerðist síðast í leik gegn Pescara þegar Max Allegri þjálfari Juventus var leikmaður Pescara og gerði hann tvö mörk í þeim sögulega leik. Með sigrinum tryggir Napoli stöðu sína á toppi deildarinnar. Enn fremur sýnir leikurinn að lykilmenn á borð við Kvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen eru í fantastuði. Erfitt verður að stöðva liðið í deildinni úr því sem komið er, en það sem verður ennþá meira spennandi er að sjá liðið í Meistaradeildinni. Ef liðið leikur eins og það gerir þessa dagana getur ekkert lið í Evrópu stöðvað það. José Mourinho og lærisveinar hans í Roma eru einnig á góðu skriði eftir 2:0 sigur á Fiorentina á heimavelli. Sigurinn varð auðveldari eftir að brasilíski bakvörðurinn með dónalega nafnið Dodo fékk rautt spjald fyrir Fiorentina í fyrri hálfleik. Er þetta þriðji leikurinn í röð á milli þessara liða þar sem Fiorentina fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Paulo Dybala er í banastuði og munurinn á Roma liðinu með hann og án hans er eins og svart og hvítt. Stóra dimma skýið sem hangir yfir Rómarborg er þó staða Nicolo Zaniolo. Hann hefur engan veginn náð sér á strik á yfirstandandi tímabili og er nú orðaður við lið í ensku deildinni. Það væri sorgleg þróun á ferli þessa efnilega leikmanns en sjálfstraust hans virðist algjörlega farið eftir tvenn krossbandaslit snemma á ferlinum. Krísa hjá AC Milan Klaufagangur AC Milan heldur áfram. Eftir niðurlægjandi tap í bikarnum í miðri viku lenti liðið 0:2 undir í fyrri hálfleik gegn nýliðum Lecce. Með herkjum tókst liðinu að jafna í 2:2 áður en lokaflautið gall en ekki er hægt að segja annað en að liðið sé í krísu. Þórir Jóhann er aftur kominn í leikmannahóp Lecce eftir meiðsli og sat á bekknum allan leikinn. Breytingar hafa verið á leikmannahópi Lecce í janúarglugganum. Nokkrir miðjumenn eru farnir en Þórir Jóhann verður áfram leikmaður liðsins og er samkvæmt Pantaleo Corvino, yfirmanns íþróttamála hjá Lecce, ætlað hlutverk hjá liðinu það sem eftir lifir tímabils. MIkael Egill Ellertsson virðist vera á förum frá Spezia.Getty/Alessandro Sabattini Mikael Egill Ellertsson og félagar í Spezia eru einnig á góðu róli í deildinni og sóttu sterkan sigur á útivöll gegn Torino. Heiðursgestur á leiknum var enginn annar en leikarinn Kevin Spacey og vakti það réttilega mikla undran fjölmiðla enda berst Spacey við ásakanir og ákærur um kynferðisbrot. Mikael Egill var ekki í leikmannahópi liðsins og verður líklegast lánaður út í ítölsku B deildina til að fá fleiri mínútur. Helst hefur Venezia verið nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður en hann ætti að geta hjálpað liðinu að vinna sig upp úr þeim vandræðum sem liðið er komið í. Rekinn en samt ekki Heitasta lið deildarinnar er án efa Atalanta sem vann ótrúlegan 8:2 sigur á Salernitana um liðna helgi. Þetta stóra tap varð til þess að stjórnendur Salernitana sá engan annan möguleika í stöðunni en að reka þjálfara liðsins, Davide Nicola. En eftir að ekki tókst að finna neinn góðan kost til að fylla skarð hans var hann endurráðinn þjálfari liðsins tveimur dögum seinna. Það sem maður hefði verið til í að vera fluga á vegg á endurráðningarfundinum. Gömlu félög Gianluca Viallis, Cremonese og Sampdoria heyja bæði erfiða glímu við falldrauginn. Cremonese situr á botni deildarinnar með aðeins 7 stig úr 18 leikjum. 2:3 tap gegn nýliðum Monza reyndust þjálfaranum örlagarík úrslit því hann fékk stígvélið og inn er kominn Davide Ballardini. Sá þjálfari er með meistarpróf í að bjarga liðum frá falli en spurningin er hvort þetta sé ekki fullseint í rassinn gripið. Ekki er útlitið mikið betra hjá Samdoria sem situr í næstsíðasta sæti. Dejan Stankovic hefur ekki tekist að trekkja liðið í gang eftir erfitt haust og spurningin er hversu lengi hann fær að sitja í þjálfarasætinu. Um helgina bíður heimaleikur gegn ísköldu liði Udinese sem verður að vinnast.
Ítalski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti