Fimmtán stig dregin af Juventus fyrir brot á félagsskiptareglum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2023 23:42 Stjórn Juventus sagði af sér í nóvember á seinasta ári í tengslum við málið. Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Fimmtán stig hafa verið dregin af ítalska stórliðinu Juventus fyrir alvarleg brot á félagsskiptareglum ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítalska knattspyrnusambandinu, en Juventus var til rannsóknar vegna ásakana um að hagræða bókhaldi sínu og faldar greiðslur til leikmanna. Serie A’s FIGC Prosecutor has ruled that Juventus will be given a -15 point deduction as result of the “Plusvalenza Case”, club’s capital gain violations 🚨 #Juventus— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2023 Refsingin er gefin út eftir að stjórn félagsins eins og hún lagði sig sagði af sér í nóvember á síðasta ári. Þá hefur Andrea Agnelli, fyrrverandi forseti Juventus, verið dæmdur í tveggja ára bann af ítalska knattspyrnusambandinu. Juventus hefur neitað ásökunum og búist er við að félagið áfrýi ákvörðuninni. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í kjölfar þess að stjórnin sagði af sér kom fram að ástæða afsagnarinnar væari „talin vera í þágu félagslegra hagsmuna.“ Fabio Paratici, fyrrum yfirmaður íþróttamála félagsins og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, hefur einnig verið dæmdur í 30 mánaða bann. Félagið var upphaflega sýknað af ásökununum í apríl 2022, en málið var tekið upp að nýju í desember sama ár. Rannsóknin snéri að tekjum af skráningarrétti leikmanna á árunum 2019 til 2021. Félagið bað þá leikmenn um að gefa eftir fjögurra mánaða laun til að hjálpa rekstri félagsins í kórónuveirufaraldrinum, en í raun gáfu þeir aðeins eftir eins mánaðar laun. Juventus gat þá borgað restina svart og þannig sloppið við að greiða skatta. Juventus sat í þriðja sæti deildarinnar áður en stigin voru dregin af þeim. Liðið var með 37 stig, tíu stigum á eftir toppliði Napoli, en situr nú í tíunda sæti með aðeins 22 stig. Næsti deildarleikur Juventus er á morgun gegn Atalanta. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítalska knattspyrnusambandinu, en Juventus var til rannsóknar vegna ásakana um að hagræða bókhaldi sínu og faldar greiðslur til leikmanna. Serie A’s FIGC Prosecutor has ruled that Juventus will be given a -15 point deduction as result of the “Plusvalenza Case”, club’s capital gain violations 🚨 #Juventus— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2023 Refsingin er gefin út eftir að stjórn félagsins eins og hún lagði sig sagði af sér í nóvember á síðasta ári. Þá hefur Andrea Agnelli, fyrrverandi forseti Juventus, verið dæmdur í tveggja ára bann af ítalska knattspyrnusambandinu. Juventus hefur neitað ásökunum og búist er við að félagið áfrýi ákvörðuninni. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í kjölfar þess að stjórnin sagði af sér kom fram að ástæða afsagnarinnar væari „talin vera í þágu félagslegra hagsmuna.“ Fabio Paratici, fyrrum yfirmaður íþróttamála félagsins og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, hefur einnig verið dæmdur í 30 mánaða bann. Félagið var upphaflega sýknað af ásökununum í apríl 2022, en málið var tekið upp að nýju í desember sama ár. Rannsóknin snéri að tekjum af skráningarrétti leikmanna á árunum 2019 til 2021. Félagið bað þá leikmenn um að gefa eftir fjögurra mánaða laun til að hjálpa rekstri félagsins í kórónuveirufaraldrinum, en í raun gáfu þeir aðeins eftir eins mánaðar laun. Juventus gat þá borgað restina svart og þannig sloppið við að greiða skatta. Juventus sat í þriðja sæti deildarinnar áður en stigin voru dregin af þeim. Liðið var með 37 stig, tíu stigum á eftir toppliði Napoli, en situr nú í tíunda sæti með aðeins 22 stig. Næsti deildarleikur Juventus er á morgun gegn Atalanta.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira