Myndasafni Bærings í Grundarfirði komið á stafrænt form Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2023 21:05 Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Magnús Hlynur Hreiðarsson Myndasafn og myndavélar Bærings Cecilssonar í Grundarfirði vekja alltaf jafn mikla athygli en safnið og búnaðurinn er til sýnis í „Bæringsstofu“ í sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var fréttaritari í Grundarfirði til fjölda ára. Nú er unnið að því að koma öllum ljósmyndum Bærings á starfrænt form. Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Ættingjar hans færðu Grundafjarðarbæ allt myndasafnið og allar myndavélar og annan búnað, sem hann átti, sem er til sýnis í sérstöku rými í Sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar 1997. Hann var mikils metin í bæjarfélaginu og þótt því vel við hæfi að koma upp „Bæringsstofu“ honum til heiðurs. Nokkrir bæjarbúar úr félagi eldri borgara koma reglulega saman til að fara yfir myndasafns Bærings og eru myndirnar í kjölfarið skannaðar og settar á tölvutækt form. Meðal þeirra er Ingi Hans Jónsson, hress og skemmtilegur maður. „Það sem liggur okkur næst á þessum miðvikudögum er að við erum að fara svolítið mikið í myndirnar hans Bærings. Við erum með sérstaka stofu, Bæringsstofu, sem við byggðum í minningu Bærings Cecilssonar, sem að var hérna ljósmyndari og fréttamaður sjónvarps og Morgunblaðsins og reyndar fyrir alla, sem það vildu og við erum að fara svolítið í gegnum þessar myndir. Hún Olga, sem er starfsmaður er í því að skanna myndir, auk þess sem hún er að sjá um þessa daga og aðstoða félag eldri borgara og þetta er rosalega gott og þarft verk,“ segir Ingi Hans. Ingi Hans Jónsson, sem er allt í öllu varðandi “Bæringsstofuna” í Grundarfirði og öðru, sem tengist ljósmyndunum og safni Bærings heitins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæring Cecilsson var fæddur að Búðum í Eyrarsveit, við norðanvert Kirkjufell. Bæring tók ógrynni ljósmynda af náttúru og mannlífi í Eyarsveit og víðar. Hann hafði líka gaman af því að taka kvikmyndir. Góður hluti af myndasafni Bærings hefur verið skannaður en mikið er þó enn eftir og er ætlunin að vinna markvisst að því að koma myndunum á stafrænt form og til opinberrar geymslu, sem fyrst. Gjafabréfið til Grundarfjarðarbæjar á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundarfjörður Menning Söfn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Ættingjar hans færðu Grundafjarðarbæ allt myndasafnið og allar myndavélar og annan búnað, sem hann átti, sem er til sýnis í sérstöku rými í Sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar 1997. Hann var mikils metin í bæjarfélaginu og þótt því vel við hæfi að koma upp „Bæringsstofu“ honum til heiðurs. Nokkrir bæjarbúar úr félagi eldri borgara koma reglulega saman til að fara yfir myndasafns Bærings og eru myndirnar í kjölfarið skannaðar og settar á tölvutækt form. Meðal þeirra er Ingi Hans Jónsson, hress og skemmtilegur maður. „Það sem liggur okkur næst á þessum miðvikudögum er að við erum að fara svolítið mikið í myndirnar hans Bærings. Við erum með sérstaka stofu, Bæringsstofu, sem við byggðum í minningu Bærings Cecilssonar, sem að var hérna ljósmyndari og fréttamaður sjónvarps og Morgunblaðsins og reyndar fyrir alla, sem það vildu og við erum að fara svolítið í gegnum þessar myndir. Hún Olga, sem er starfsmaður er í því að skanna myndir, auk þess sem hún er að sjá um þessa daga og aðstoða félag eldri borgara og þetta er rosalega gott og þarft verk,“ segir Ingi Hans. Ingi Hans Jónsson, sem er allt í öllu varðandi “Bæringsstofuna” í Grundarfirði og öðru, sem tengist ljósmyndunum og safni Bærings heitins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæring Cecilsson var fæddur að Búðum í Eyrarsveit, við norðanvert Kirkjufell. Bæring tók ógrynni ljósmynda af náttúru og mannlífi í Eyarsveit og víðar. Hann hafði líka gaman af því að taka kvikmyndir. Góður hluti af myndasafni Bærings hefur verið skannaður en mikið er þó enn eftir og er ætlunin að vinna markvisst að því að koma myndunum á stafrænt form og til opinberrar geymslu, sem fyrst. Gjafabréfið til Grundarfjarðarbæjar á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grundarfjörður Menning Söfn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira