Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2023 09:39 Heimaey 25. janúar 1973 á þriðja degi eldgossins. Mynd/Sigurjón Einarsson flugstjóri. Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn. Eldgosið telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. Eldgosið stóð yfir í rúma fimm mánuði. Nýtt fjall, sem síðar hlaut nafnið Eldfell, byggðist upp á meðan hraun og aska eyðilögðu sífellt fleiri hús. Menn buðu þó náttúruöflunum birginn og beittu hraunkælingu í von um að verja byggðina og einkum höfnina. Strandlengjan er mikið breytt frá því þessi mynd var tekin.Mynd/Ingvart Friðleifsson Þegar gosið var í sínum mesta ham og þykkt öskulag lagðist yfir stóran hluta bæjarins þótti tvísýnt um framtíð byggðarinnar. Gosinu lauk þó um síðir, við tók endurreisnin og Vestmannaeyjar náðu ótrúlega fljótt fyrri styrk sínum sem ein öflugasta útgerðarstöð landsins með blómlegu mannlífi. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Af atburðum í Eyjum í dag má nefna að klukkan 12 á hádegi hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Hápunkturinn verður í kvöld. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Prestar Eyjamanna fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon, sem er sonur Magnúsar H. Magnússonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja á gostímanum. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna í ýmsum þáttum sem Stöð 2 hefur áður gert um hamfarirnar: Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Eldgosið telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. Eldgosið stóð yfir í rúma fimm mánuði. Nýtt fjall, sem síðar hlaut nafnið Eldfell, byggðist upp á meðan hraun og aska eyðilögðu sífellt fleiri hús. Menn buðu þó náttúruöflunum birginn og beittu hraunkælingu í von um að verja byggðina og einkum höfnina. Strandlengjan er mikið breytt frá því þessi mynd var tekin.Mynd/Ingvart Friðleifsson Þegar gosið var í sínum mesta ham og þykkt öskulag lagðist yfir stóran hluta bæjarins þótti tvísýnt um framtíð byggðarinnar. Gosinu lauk þó um síðir, við tók endurreisnin og Vestmannaeyjar náðu ótrúlega fljótt fyrri styrk sínum sem ein öflugasta útgerðarstöð landsins með blómlegu mannlífi. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Af atburðum í Eyjum í dag má nefna að klukkan 12 á hádegi hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Hápunkturinn verður í kvöld. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Prestar Eyjamanna fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon, sem er sonur Magnúsar H. Magnússonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja á gostímanum. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna í ýmsum þáttum sem Stöð 2 hefur áður gert um hamfarirnar:
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira