Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2023 13:01 Pétur Georg Markan, biskupsritari Biskupsstofu. Vísir/Vilhelm Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Séra Gunnar var látinn fara úr Digranesprestakalli í kjölfar ásakana um kynferðislega og kynbundna áreitni og einelti. Teymi á vegum Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði tíu sinnum gerst brotlegur við reglur kirkjunnar. Morgunblaðið greindi frá því í dag að Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður séra Gunnars, hafi sent erindi til kirkjuþings þess efnis að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi mögulega verið óhæf til að dæma um málið og krafðist því úrskurðar forseta kirkjuþings. Í erindinu var vísað til þess að Agnes hafi verið skipuð í embættið til fimm ára þann fyrsta júlí 2012 og skipunartími að þeim tíma loknum verið framlengdur um önnur fimm ár, út júní 2022. Frá þeim tíma hafi hún ekki verið endurkjörin og því skort umboð, óháð nýjum starfsreglum kirkjuþings um að kjörtímabil biskups skuli vera sex ár í senn. Það leiði ekki til þess að skipunartíminn framlengist sjálfkrafa. Pétur Georg Markan, biskupsritari Biskupsstofu, segir útskýringar lögmannsins ekki halda og kallar erindið ekki á viðbrögð af þeirra hálfu. „Biskup hefur fengið lögskýringu á sinni stöðu þannig hún er trygg og örugg og hefur í rauninni ekkert með þetta tiltekna mál að segja. Aukið heldur er mikil eining á milli forseta Kirkjuþings og biskups Íslands, sem eru báðar konur og hafa nú tekið margan slaginn. Þannig þær eru bara bak í bak í málefnum kirkjunnar, við höfum engar áhyggjur af þessu,“ segir Pétur. Mögulega sé um að ræða tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Hvort að útspil lögmanns Gunnars sé til marks um að þau séu orðin ráðaþrota vill Pétur ekki segja. „En það er kannski áhugavert það sem Biskup Íslands lét hafa eftir sér í Morgunblaðinu síðustu helgi, að hún upplifir margt sem kona á biskupsstól sem hún efast um að aðrir þyrftu að þurfa þola og kannski er þetta, að efast um stöðu hennar og ábyrgð, einhvers konar birtingamynd þess,“ segir Pétur. Staðan í Digraneskirkju sé góð í dag með fullskipað prestakall. „Hann er kominn þarna tímabundið inn séra Alfreð Finnsson sem sóknarprestur, þannig að hann ásamt hinum góðu prestunum í prestakallinu eru að vinna frábæra vinnu núna og þetta er bara eins og öll önnur verkefni, þetta skrefast áfram og leysist á endanum,“ segir Pétur. Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35 Telur sér bolað út úr kirkjunni fyrir að standa með þolendum Fyrrverandi starfsmaður Digraneskirkju telur að sóknarnefnd kirkjunnar hafi sagt henni upp störfum vegna þess að hún stóð með þolendum Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests. Biskup vék Gunnari úr starfi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. 4. október 2022 23:14 Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. 29. september 2022 07:22 Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Séra Gunnar var látinn fara úr Digranesprestakalli í kjölfar ásakana um kynferðislega og kynbundna áreitni og einelti. Teymi á vegum Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði tíu sinnum gerst brotlegur við reglur kirkjunnar. Morgunblaðið greindi frá því í dag að Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður séra Gunnars, hafi sent erindi til kirkjuþings þess efnis að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi mögulega verið óhæf til að dæma um málið og krafðist því úrskurðar forseta kirkjuþings. Í erindinu var vísað til þess að Agnes hafi verið skipuð í embættið til fimm ára þann fyrsta júlí 2012 og skipunartími að þeim tíma loknum verið framlengdur um önnur fimm ár, út júní 2022. Frá þeim tíma hafi hún ekki verið endurkjörin og því skort umboð, óháð nýjum starfsreglum kirkjuþings um að kjörtímabil biskups skuli vera sex ár í senn. Það leiði ekki til þess að skipunartíminn framlengist sjálfkrafa. Pétur Georg Markan, biskupsritari Biskupsstofu, segir útskýringar lögmannsins ekki halda og kallar erindið ekki á viðbrögð af þeirra hálfu. „Biskup hefur fengið lögskýringu á sinni stöðu þannig hún er trygg og örugg og hefur í rauninni ekkert með þetta tiltekna mál að segja. Aukið heldur er mikil eining á milli forseta Kirkjuþings og biskups Íslands, sem eru báðar konur og hafa nú tekið margan slaginn. Þannig þær eru bara bak í bak í málefnum kirkjunnar, við höfum engar áhyggjur af þessu,“ segir Pétur. Mögulega sé um að ræða tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Hvort að útspil lögmanns Gunnars sé til marks um að þau séu orðin ráðaþrota vill Pétur ekki segja. „En það er kannski áhugavert það sem Biskup Íslands lét hafa eftir sér í Morgunblaðinu síðustu helgi, að hún upplifir margt sem kona á biskupsstól sem hún efast um að aðrir þyrftu að þurfa þola og kannski er þetta, að efast um stöðu hennar og ábyrgð, einhvers konar birtingamynd þess,“ segir Pétur. Staðan í Digraneskirkju sé góð í dag með fullskipað prestakall. „Hann er kominn þarna tímabundið inn séra Alfreð Finnsson sem sóknarprestur, þannig að hann ásamt hinum góðu prestunum í prestakallinu eru að vinna frábæra vinnu núna og þetta er bara eins og öll önnur verkefni, þetta skrefast áfram og leysist á endanum,“ segir Pétur.
Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35 Telur sér bolað út úr kirkjunni fyrir að standa með þolendum Fyrrverandi starfsmaður Digraneskirkju telur að sóknarnefnd kirkjunnar hafi sagt henni upp störfum vegna þess að hún stóð með þolendum Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests. Biskup vék Gunnari úr starfi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. 4. október 2022 23:14 Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. 29. september 2022 07:22 Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35
Telur sér bolað út úr kirkjunni fyrir að standa með þolendum Fyrrverandi starfsmaður Digraneskirkju telur að sóknarnefnd kirkjunnar hafi sagt henni upp störfum vegna þess að hún stóð með þolendum Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests. Biskup vék Gunnari úr starfi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. 4. október 2022 23:14
Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. 29. september 2022 07:22
Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50
Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04