Oddný Mjöll verður dómari við MDE eftir langa fæðingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 15:07 Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018. Þing Evrópuráðsins kaus í dag Oddnýju Mjöll Arnardóttur dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Oddný Mjöll var ein af þremur sem tilnefnd voru sem dómaraefni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Oddný tekur við af Róberti Spanó sem hefur verið fulltrúi Íslands hjá dómstólnum frá 2013. Kjörtímabil Róberts rann út hinn 31. október 2022 en hann gegndi stöðu forseta dómstólsins frá apríl 2021 fyrstur Íslendinga. Skipunartími dómara er til níu ára og ekki er hægt að sækja um endurskipun. Staða Íslands við dómstólinn var auglýst í lok árs 2021 og sóttu þrír um stöðuna. Oddný, Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins fjallaði um umsóknirnar og mat þær allar hæfar. Hins vegar vandaðist málið þegar nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins tók viðtöl við umsækjendur eins og Kjarninn fjallaði um síðastliðið sumar. Aðeins Oddný þótti hæf og drógu Jónas Þór og Stefán Geir umsóknir sínar til baka. Reglur Mannréttindadómstólsins krefjast þess að kosið sé á milli þriggja hæfra dómara. Ráðuneytið auglýst stöðuna því aftur og sóttu sóttu Dóra Guðmundsdóttir lögfræðingur og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Úr varð að Oddný var metin hæfust og kosinn dómari við dómstólinn á þingi Evrópuráðs í dag rúmu ári eftir að staðan var auglýst. Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018 en áður var hún prófessor, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, auk þess að vera sjálfstætt starfandi lögmaður. Hún er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorspróf frá lagadeild Edinborgarháskóla. Oddný Mjöll verður fyrsta konan sem er skipuð dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu Íslands en skipunartíminn er til níu ára. Alls eiga 46 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í dómstólnum. Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og er aðsetur hans í Strassborg í Frakklandi. Dómstóllinn fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Vistaskipti Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Kjörtímabil Róberts rann út hinn 31. október 2022 en hann gegndi stöðu forseta dómstólsins frá apríl 2021 fyrstur Íslendinga. Skipunartími dómara er til níu ára og ekki er hægt að sækja um endurskipun. Staða Íslands við dómstólinn var auglýst í lok árs 2021 og sóttu þrír um stöðuna. Oddný, Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins fjallaði um umsóknirnar og mat þær allar hæfar. Hins vegar vandaðist málið þegar nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins tók viðtöl við umsækjendur eins og Kjarninn fjallaði um síðastliðið sumar. Aðeins Oddný þótti hæf og drógu Jónas Þór og Stefán Geir umsóknir sínar til baka. Reglur Mannréttindadómstólsins krefjast þess að kosið sé á milli þriggja hæfra dómara. Ráðuneytið auglýst stöðuna því aftur og sóttu sóttu Dóra Guðmundsdóttir lögfræðingur og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Úr varð að Oddný var metin hæfust og kosinn dómari við dómstólinn á þingi Evrópuráðs í dag rúmu ári eftir að staðan var auglýst. Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018 en áður var hún prófessor, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, auk þess að vera sjálfstætt starfandi lögmaður. Hún er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorspróf frá lagadeild Edinborgarháskóla. Oddný Mjöll verður fyrsta konan sem er skipuð dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu Íslands en skipunartíminn er til níu ára. Alls eiga 46 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í dómstólnum. Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og er aðsetur hans í Strassborg í Frakklandi. Dómstóllinn fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Vistaskipti Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23