Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna fyrir rétt rúmum tveimur vikum eftir afar farsælan feril. Með Real Madrid varð hann spænskur meistari í þrígang ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þá vann hann bandarísku MLS-deildina með Los Angeles FC áður en skórnir fóru á hilluna.
Þessi leikja- og markahæsti leikmaður velska landsliðsins frá upphafi hefur aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Á tíma sínum hjá Real Madrid veifaði hann eitt sinn velska fánanum eftir leik landsliðsins þar sem á stóð: „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð,“ og gaf þar með til kynna að hann hefði meiri áhuga á því að slá golfkúlur en að spila knattspyrnu með einu stærsta félagsliði heims.
🏴 Wales ✅
— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2023
⚪ Madrid ✅
Now it's time for golf 🏌👀
Gareth Bale has announced his first post-retirement venture ⛳
More 👇 #BBCGolf
Bale hefur nú tilkynnt að hann muni taka þátt á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi í byrjun næsta mánaðar, en þar fá áhugagolfarar tækifæri á því að spila með nokkrum af bestu atvinnumönnum heims.
Alls munu 156 áhugamenn taka þátt á mótinu með jafn mörgum atvinnumönnum. Meðal þeirra sem mæta til leiks eru þeir Matt Fitzpatrick, Patrick Cantlay og Jordan Spieth.