Moshiri setur Everton á sölu og vill tæpa níutíu milljarða fyrir félagið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2023 20:26 Farhad Moshiri ætlar að selja Everton. Alex Livesey/Getty Images Farhad Moshiri, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, hefur sett félagið á sölu. Moshiri er sagður vilja fá meira en hálfan milljarð punda fyrir Everton, en það samsvarar tæpum níutíu milljörðum íslenskra króna. Hinn bresk-íranski Moshiri hefur átt hlut í Everton í að verða sjö ár. Í febrúar árið 2016 seldi hann hlut sinn í Arsenal með það í huga að ætla að safna sér fjár til að taka yfir Everton. Síðar í sama mánuði eignaðist hann svo 49,9 prósent hlut í félaginu, en í janúar á síðasta ári jókst hlutdeild hans í félaginu upp í 94 prósent. Það er breski miðillin The Guardian sem greinir frá því að Moshiri ætli sér að selja félagið. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Farhad Moshiri has officially put Everton up for sale. The owner is looking for offers of more than £500m for the club.(Source: @Will_Unwin) pic.twitter.com/e1aKc9JDgC— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 24, 2023 Moshiri hefur ekki verið vinsælasti maðurinn á Goodison Park, heimavelli Everton, síðustu misseri. Stuðningsmenn félagsins hafa skipulagt mótmæli og kallað eftir því að stjórn Everton segi af sér. Gengi félagsins hefur heldur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir seinustu ár. Everton bjargaði sér naumlega frá falli úr ensku úrvalsdeildinni undir lok tímabils, og nú stefnir í að félagið þurfi á öðru slíku kraftaverki að halda til að halda sæti sinni í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Everton situr í nítjánda og næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimmtán stig eftir tuttugu leiki. Þá var Frank Lampard rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins í gær og Everton er því í þjálfaraleit í sjöunda skipti síðan Moshiri keypti fyrst hlut í félaginu. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Hinn bresk-íranski Moshiri hefur átt hlut í Everton í að verða sjö ár. Í febrúar árið 2016 seldi hann hlut sinn í Arsenal með það í huga að ætla að safna sér fjár til að taka yfir Everton. Síðar í sama mánuði eignaðist hann svo 49,9 prósent hlut í félaginu, en í janúar á síðasta ári jókst hlutdeild hans í félaginu upp í 94 prósent. Það er breski miðillin The Guardian sem greinir frá því að Moshiri ætli sér að selja félagið. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Farhad Moshiri has officially put Everton up for sale. The owner is looking for offers of more than £500m for the club.(Source: @Will_Unwin) pic.twitter.com/e1aKc9JDgC— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 24, 2023 Moshiri hefur ekki verið vinsælasti maðurinn á Goodison Park, heimavelli Everton, síðustu misseri. Stuðningsmenn félagsins hafa skipulagt mótmæli og kallað eftir því að stjórn Everton segi af sér. Gengi félagsins hefur heldur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir seinustu ár. Everton bjargaði sér naumlega frá falli úr ensku úrvalsdeildinni undir lok tímabils, og nú stefnir í að félagið þurfi á öðru slíku kraftaverki að halda til að halda sæti sinni í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Everton situr í nítjánda og næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimmtán stig eftir tuttugu leiki. Þá var Frank Lampard rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins í gær og Everton er því í þjálfaraleit í sjöunda skipti síðan Moshiri keypti fyrst hlut í félaginu.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira