Gera ekki athugasemdir við vanhæfi Þrastar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 21:23 Þröstur Jónsson er allt annað en ánægður með félaga sína í sveitarstjórn að fá ekki að taka þátt í umræðum um Fjarðaheiðargöng, sem ætlað er að tengja Seyðisfjörð og Hérað. Vegagerðin Innviðaráðuneyti gerir ekki athugasemdir við ákvörðun sveitastjórnar Múlaþings þar sem Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins, er talinn vanhæfur til að fjalla um leiðarval fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Þröstur kærði ákvörðun tíu af ellefu sveitastjórnarmanna til ráðuneytisins. Þröstur var talinn vanhæfur til þátttöku í máli er varðar leiðarval frá komandi Fjarðarheiðargöngum, þar sem deilt er um hvort skuli fara „norðurleið“ eða „suðurleið“, frá gangnamuna að Egilstöðum. Suðurleið liggur nær alfarið um landareignir jarða sem eru í eigu bróður Þrastar annars vegar og hins vegar skyldmenna hans að þriðja ættlið. Í áliti innviðaráðuneytis segir að Þröstur hafi tekið virkan þátt í umræðum um leiðarvalið, bæði í ræðu og riti þar sem fram hafi komið að hann væri fylgismaður norðurleiðar á meðan meirihluti sveitastjórnar hafi hallast að suðurleið. Þröstur fór fram á það með stjórnsýslukæru til ráðuneytis að það myndi úrskurða um hæfi hans til fullrar þáttöku í fundum svietastjórnar og byggðaráðs Múlaþings. Sveitastjórn Múlaþings samþykkti á fundi í september að Fjarðarheiðargöng skyldu fara um suðurleiðina. Göngin munu tengja Seyðisfjörð og Hérað, ofan Egilsstaða, og verða um þrettán kílómetra löng, verði þau að veruleika. Nokkur hiti var í mönnum á sveitarstjórnarfundinum og lagði Þröstur þá fram bókun þar sem hann sakaði aðra sveitarstjórnarmenn um „pólitískt ofbeldi“ og þöggun sem eigi sér ekki fordæmi í sögu íslenskra sveitarstjórna, en hann var einnig víttur nokkrum sinnum af forseta sveitastjórnar á sama fundi. Umtalsverðir hagsmunir bróður Þrastar Í kæru sinni vísaði Þröstur til þess að málið hafi verið til umfjöllunar í sveitarstjórn í langan tíma og að hann hafi talað fyrir norðurleið sem hafi verið á stefnuskrá M-lista í Múlaþingi í tvennum kosningum. Hann hafi rætt leiðarvalið í byggðaráði og sveitarstjórn Múlaþings án athugasemda um vanhæfi. Fráleitt sé að halda því fram að sveitarstjórnarmaðurinn sé vanhæfur til umræðu um málið þar sem hann er kjörinn fulltrúi og talar fyrir ákveðnum pólitískum stefnumálum. Múlaþing vísaði til þess að bróðir og brærðrabörn Þrastar hafi umtalsverða fjárhagslega hagsmuni af vali á tengileiðum vegna Fjarðarheiðarganga. Þeir hagsmunir geti haft áhrif á viljaafstöðu Þrastar en jafnframt geti þátttaka í afgreiðslu málsins af hálfu sveitarstjórnarmanns sem er bróðir aðila sem hefur slíka hagsmuni af máli, valdið efasemdum út á við. Innviðaráðuneytið gerir með vísan til sjónarmiða sveitarfélagsins ekki athugasemdir við mat sveitarfélagsins um að bróðir Þrastar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra íbúa sveitarfélagsins í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga. Þá eru ekki gerðar athugasemdir við ákvarðanir sveitarfélagsins að meina Þresti að taka þátt í umræðum um leiðarvalið. Telur ráðuneytið því málinu lokið af þess hálfu. Vegagerð Sveitarstjórnarmál Múlaþing Tengdar fréttir Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Þröstur var talinn vanhæfur til þátttöku í máli er varðar leiðarval frá komandi Fjarðarheiðargöngum, þar sem deilt er um hvort skuli fara „norðurleið“ eða „suðurleið“, frá gangnamuna að Egilstöðum. Suðurleið liggur nær alfarið um landareignir jarða sem eru í eigu bróður Þrastar annars vegar og hins vegar skyldmenna hans að þriðja ættlið. Í áliti innviðaráðuneytis segir að Þröstur hafi tekið virkan þátt í umræðum um leiðarvalið, bæði í ræðu og riti þar sem fram hafi komið að hann væri fylgismaður norðurleiðar á meðan meirihluti sveitastjórnar hafi hallast að suðurleið. Þröstur fór fram á það með stjórnsýslukæru til ráðuneytis að það myndi úrskurða um hæfi hans til fullrar þáttöku í fundum svietastjórnar og byggðaráðs Múlaþings. Sveitastjórn Múlaþings samþykkti á fundi í september að Fjarðarheiðargöng skyldu fara um suðurleiðina. Göngin munu tengja Seyðisfjörð og Hérað, ofan Egilsstaða, og verða um þrettán kílómetra löng, verði þau að veruleika. Nokkur hiti var í mönnum á sveitarstjórnarfundinum og lagði Þröstur þá fram bókun þar sem hann sakaði aðra sveitarstjórnarmenn um „pólitískt ofbeldi“ og þöggun sem eigi sér ekki fordæmi í sögu íslenskra sveitarstjórna, en hann var einnig víttur nokkrum sinnum af forseta sveitastjórnar á sama fundi. Umtalsverðir hagsmunir bróður Þrastar Í kæru sinni vísaði Þröstur til þess að málið hafi verið til umfjöllunar í sveitarstjórn í langan tíma og að hann hafi talað fyrir norðurleið sem hafi verið á stefnuskrá M-lista í Múlaþingi í tvennum kosningum. Hann hafi rætt leiðarvalið í byggðaráði og sveitarstjórn Múlaþings án athugasemda um vanhæfi. Fráleitt sé að halda því fram að sveitarstjórnarmaðurinn sé vanhæfur til umræðu um málið þar sem hann er kjörinn fulltrúi og talar fyrir ákveðnum pólitískum stefnumálum. Múlaþing vísaði til þess að bróðir og brærðrabörn Þrastar hafi umtalsverða fjárhagslega hagsmuni af vali á tengileiðum vegna Fjarðarheiðarganga. Þeir hagsmunir geti haft áhrif á viljaafstöðu Þrastar en jafnframt geti þátttaka í afgreiðslu málsins af hálfu sveitarstjórnarmanns sem er bróðir aðila sem hefur slíka hagsmuni af máli, valdið efasemdum út á við. Innviðaráðuneytið gerir með vísan til sjónarmiða sveitarfélagsins ekki athugasemdir við mat sveitarfélagsins um að bróðir Þrastar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra íbúa sveitarfélagsins í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga. Þá eru ekki gerðar athugasemdir við ákvarðanir sveitarfélagsins að meina Þresti að taka þátt í umræðum um leiðarvalið. Telur ráðuneytið því málinu lokið af þess hálfu.
Vegagerð Sveitarstjórnarmál Múlaþing Tengdar fréttir Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26
Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24