Gera ekki athugasemdir við vanhæfi Þrastar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 21:23 Þröstur Jónsson er allt annað en ánægður með félaga sína í sveitarstjórn að fá ekki að taka þátt í umræðum um Fjarðaheiðargöng, sem ætlað er að tengja Seyðisfjörð og Hérað. Vegagerðin Innviðaráðuneyti gerir ekki athugasemdir við ákvörðun sveitastjórnar Múlaþings þar sem Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins, er talinn vanhæfur til að fjalla um leiðarval fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Þröstur kærði ákvörðun tíu af ellefu sveitastjórnarmanna til ráðuneytisins. Þröstur var talinn vanhæfur til þátttöku í máli er varðar leiðarval frá komandi Fjarðarheiðargöngum, þar sem deilt er um hvort skuli fara „norðurleið“ eða „suðurleið“, frá gangnamuna að Egilstöðum. Suðurleið liggur nær alfarið um landareignir jarða sem eru í eigu bróður Þrastar annars vegar og hins vegar skyldmenna hans að þriðja ættlið. Í áliti innviðaráðuneytis segir að Þröstur hafi tekið virkan þátt í umræðum um leiðarvalið, bæði í ræðu og riti þar sem fram hafi komið að hann væri fylgismaður norðurleiðar á meðan meirihluti sveitastjórnar hafi hallast að suðurleið. Þröstur fór fram á það með stjórnsýslukæru til ráðuneytis að það myndi úrskurða um hæfi hans til fullrar þáttöku í fundum svietastjórnar og byggðaráðs Múlaþings. Sveitastjórn Múlaþings samþykkti á fundi í september að Fjarðarheiðargöng skyldu fara um suðurleiðina. Göngin munu tengja Seyðisfjörð og Hérað, ofan Egilsstaða, og verða um þrettán kílómetra löng, verði þau að veruleika. Nokkur hiti var í mönnum á sveitarstjórnarfundinum og lagði Þröstur þá fram bókun þar sem hann sakaði aðra sveitarstjórnarmenn um „pólitískt ofbeldi“ og þöggun sem eigi sér ekki fordæmi í sögu íslenskra sveitarstjórna, en hann var einnig víttur nokkrum sinnum af forseta sveitastjórnar á sama fundi. Umtalsverðir hagsmunir bróður Þrastar Í kæru sinni vísaði Þröstur til þess að málið hafi verið til umfjöllunar í sveitarstjórn í langan tíma og að hann hafi talað fyrir norðurleið sem hafi verið á stefnuskrá M-lista í Múlaþingi í tvennum kosningum. Hann hafi rætt leiðarvalið í byggðaráði og sveitarstjórn Múlaþings án athugasemda um vanhæfi. Fráleitt sé að halda því fram að sveitarstjórnarmaðurinn sé vanhæfur til umræðu um málið þar sem hann er kjörinn fulltrúi og talar fyrir ákveðnum pólitískum stefnumálum. Múlaþing vísaði til þess að bróðir og brærðrabörn Þrastar hafi umtalsverða fjárhagslega hagsmuni af vali á tengileiðum vegna Fjarðarheiðarganga. Þeir hagsmunir geti haft áhrif á viljaafstöðu Þrastar en jafnframt geti þátttaka í afgreiðslu málsins af hálfu sveitarstjórnarmanns sem er bróðir aðila sem hefur slíka hagsmuni af máli, valdið efasemdum út á við. Innviðaráðuneytið gerir með vísan til sjónarmiða sveitarfélagsins ekki athugasemdir við mat sveitarfélagsins um að bróðir Þrastar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra íbúa sveitarfélagsins í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga. Þá eru ekki gerðar athugasemdir við ákvarðanir sveitarfélagsins að meina Þresti að taka þátt í umræðum um leiðarvalið. Telur ráðuneytið því málinu lokið af þess hálfu. Vegagerð Sveitarstjórnarmál Múlaþing Tengdar fréttir Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Þröstur var talinn vanhæfur til þátttöku í máli er varðar leiðarval frá komandi Fjarðarheiðargöngum, þar sem deilt er um hvort skuli fara „norðurleið“ eða „suðurleið“, frá gangnamuna að Egilstöðum. Suðurleið liggur nær alfarið um landareignir jarða sem eru í eigu bróður Þrastar annars vegar og hins vegar skyldmenna hans að þriðja ættlið. Í áliti innviðaráðuneytis segir að Þröstur hafi tekið virkan þátt í umræðum um leiðarvalið, bæði í ræðu og riti þar sem fram hafi komið að hann væri fylgismaður norðurleiðar á meðan meirihluti sveitastjórnar hafi hallast að suðurleið. Þröstur fór fram á það með stjórnsýslukæru til ráðuneytis að það myndi úrskurða um hæfi hans til fullrar þáttöku í fundum svietastjórnar og byggðaráðs Múlaþings. Sveitastjórn Múlaþings samþykkti á fundi í september að Fjarðarheiðargöng skyldu fara um suðurleiðina. Göngin munu tengja Seyðisfjörð og Hérað, ofan Egilsstaða, og verða um þrettán kílómetra löng, verði þau að veruleika. Nokkur hiti var í mönnum á sveitarstjórnarfundinum og lagði Þröstur þá fram bókun þar sem hann sakaði aðra sveitarstjórnarmenn um „pólitískt ofbeldi“ og þöggun sem eigi sér ekki fordæmi í sögu íslenskra sveitarstjórna, en hann var einnig víttur nokkrum sinnum af forseta sveitastjórnar á sama fundi. Umtalsverðir hagsmunir bróður Þrastar Í kæru sinni vísaði Þröstur til þess að málið hafi verið til umfjöllunar í sveitarstjórn í langan tíma og að hann hafi talað fyrir norðurleið sem hafi verið á stefnuskrá M-lista í Múlaþingi í tvennum kosningum. Hann hafi rætt leiðarvalið í byggðaráði og sveitarstjórn Múlaþings án athugasemda um vanhæfi. Fráleitt sé að halda því fram að sveitarstjórnarmaðurinn sé vanhæfur til umræðu um málið þar sem hann er kjörinn fulltrúi og talar fyrir ákveðnum pólitískum stefnumálum. Múlaþing vísaði til þess að bróðir og brærðrabörn Þrastar hafi umtalsverða fjárhagslega hagsmuni af vali á tengileiðum vegna Fjarðarheiðarganga. Þeir hagsmunir geti haft áhrif á viljaafstöðu Þrastar en jafnframt geti þátttaka í afgreiðslu málsins af hálfu sveitarstjórnarmanns sem er bróðir aðila sem hefur slíka hagsmuni af máli, valdið efasemdum út á við. Innviðaráðuneytið gerir með vísan til sjónarmiða sveitarfélagsins ekki athugasemdir við mat sveitarfélagsins um að bróðir Þrastar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra íbúa sveitarfélagsins í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga. Þá eru ekki gerðar athugasemdir við ákvarðanir sveitarfélagsins að meina Þresti að taka þátt í umræðum um leiðarvalið. Telur ráðuneytið því málinu lokið af þess hálfu.
Vegagerð Sveitarstjórnarmál Múlaþing Tengdar fréttir Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26
Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24