Segir dómsmálaráðherra bjóða upp á útvatnað ræksni Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2023 11:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir útlenidngafrumvarp dómsmálaráðherra vera sýnishorn yfirgefinna áforma og vita gagnslaust. Vísir Þingmenn fluttu tæplega hundrað og fimmtíu ræður á um átta klukkustundum um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Formaður Miðflokksins kallar frumvarpið ræksni málamiðlana milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er fimmta tilraun ýmist innanríkis- eða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma í gegn breytingum á lögum um útlendinga frá árinu 2016. Stjórnarmeirihlutinn virðist staðráðinn í að málið fái afgreiðslu að þessu sinni því engin önnur mál eru til eiginlegrar efnislegrar meðferðar á dagskrá þingsins. Frumvarpinu er ætlað að flýta umsóknarferli hælisleitenda og koma þeim fyrr úr landi sem hafnað er um hælisvist. Þannig missa þeir allan fjárhags- og félagslegan stuðning innan 30 frá því umsókn þeirra hefur alfarið verið hafnað og verða einnig að yfirgefa landið innan þess tíma. Hins vegar eru margar undantekningar í frumvarpinu varðandi meðferð mála barna og fleiri í viðkvæmri stöðu. Að ræðum forseta Alþingis meðtöldum héldu þingmenn 149 ræður um málið á þingfundi í gær, á fundi sem hófst upp úr klukkan þrjú og lauk átta tímum síðar upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnarsson formaður Miðflokksins gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að ganga ekki lengra í frumvarpi sínu um útlendinga.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata hafa haft sig mest í frammi gegn frumvarpinu að þessu sinni en þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggjast einnig gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að það brjóti á hælisleitendum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og flokkur hans leggjast hins vegar gegn frumvarpinu úr annarri átt. Telja það útvatnað og gagnslaust og vilja að gengið verði lengra. Sigmundur Davíð minnti á að nú væru þingmenn að ræða frumvarp af þessu tagi í fimmta sinn. „Þetta ræksni, þetta útþynnta og örvinglaða frumvarp. Þessi svo kallaða málamiðlun milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Þetta sýnishorn yfirgefinna áforma, umvafið afsökunum og kerfisflækjum. Þessi uppgjöf,“ sagði Sigmundur Davíð. Umræðum er hvergi nærri lokið og verður þráðurinn tekinn upp aftur á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er fimmta tilraun ýmist innanríkis- eða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma í gegn breytingum á lögum um útlendinga frá árinu 2016. Stjórnarmeirihlutinn virðist staðráðinn í að málið fái afgreiðslu að þessu sinni því engin önnur mál eru til eiginlegrar efnislegrar meðferðar á dagskrá þingsins. Frumvarpinu er ætlað að flýta umsóknarferli hælisleitenda og koma þeim fyrr úr landi sem hafnað er um hælisvist. Þannig missa þeir allan fjárhags- og félagslegan stuðning innan 30 frá því umsókn þeirra hefur alfarið verið hafnað og verða einnig að yfirgefa landið innan þess tíma. Hins vegar eru margar undantekningar í frumvarpinu varðandi meðferð mála barna og fleiri í viðkvæmri stöðu. Að ræðum forseta Alþingis meðtöldum héldu þingmenn 149 ræður um málið á þingfundi í gær, á fundi sem hófst upp úr klukkan þrjú og lauk átta tímum síðar upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnarsson formaður Miðflokksins gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að ganga ekki lengra í frumvarpi sínu um útlendinga.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata hafa haft sig mest í frammi gegn frumvarpinu að þessu sinni en þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggjast einnig gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að það brjóti á hælisleitendum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og flokkur hans leggjast hins vegar gegn frumvarpinu úr annarri átt. Telja það útvatnað og gagnslaust og vilja að gengið verði lengra. Sigmundur Davíð minnti á að nú væru þingmenn að ræða frumvarp af þessu tagi í fimmta sinn. „Þetta ræksni, þetta útþynnta og örvinglaða frumvarp. Þessi svo kallaða málamiðlun milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Þetta sýnishorn yfirgefinna áforma, umvafið afsökunum og kerfisflækjum. Þessi uppgjöf,“ sagði Sigmundur Davíð. Umræðum er hvergi nærri lokið og verður þráðurinn tekinn upp aftur á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54
Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44