Halda sektinni til streitu og segja stöðukortið falsað Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2023 10:26 Vilberg við einn sektarmiðanna en skuld hans nemur 45 þúsund krónum. Bílastæðasjóður er ófáanlegur að fella sektina niður þrátt fyrir fötlun Vilbergs. aðsend Vilberg Rambau Guðnason er niðurbrotinn maður eftir að hafa farið bónleiður til búðar frá Bílastæðasjóði. Vilberg, sem er öryrki, gerði athugasemd við sekt sem hann fékk fyrir að leggja í stæði ætlað hreyfihömluðum. „Bílastæðasjóður ætlar að halda þessu til streitu þannig að það fer allt í vanskil hjá mér. Þeir halda því fram að spjaldið hjá mér sé falsað sem það er ekki. Spjaldið er frá sýslumanni. Þegar ég fékk nýtt þurfti ég að skila því gamla inn svo ég hef ekki sönnun fyrir því nema ljósmyndir,“ segir Vilberg í samtali við Vísi. Segja stöðukort hans falsað Vísir greindi frá þessum raunum Vilbergs skömmu fyrir jól. Sektin sem Vilberg þarf að greiða er samtals 45 þúsund krónur sem setur heimilisbókhald hans í algjört uppnám. Vilberg segir að þegar lögfræðingur hans fór til sýslumanns til að athuga hvort gamla kortið hans væri þar, sem Bílastæðasjóður segir falsað, þá var búið að eyða því. Og því ekki hægt að fá staðfest að það væri falsað eða ekki. Vilberg er afar ósáttur við það hvernig komið er. Hann hefði talið að fötlun hans væri næg sönnun í sjálfu sér. „Bílastæðasjóður heldur því fram að það séu svo mörg fölsuð kort í umferð svo þeir þurfa að láta öryrkja borga sekt. Það er ekki nóg með að vera öryrki. Ég held að það hefði verið best að þetta slys mitt hefði bara komið mér niður í 6 fetin. Ótrúlegt hvað það er vaðið yfir öryrkja,“ segir Vilberg sem telur á sig ráðist svo Bílastæðasjóður geti komið því rækilega á framfæri að fölsuð blá stöðukort séu í umferð. „Að Bílastæðasjóður þurfi að ráðast á öryrkja til að koma því á framfæri?! Ef ég væri með falsað kort þá væri ég ekki öryrki að berjast við fátækt. Þetta er ekki há upphæð fyrir flesta en hún setur allt á annan enda hjá mér. Allt fer í skuldir sem mun enda með ósköpum.“ Fölsuð stæðiskort hafa gert vart við sig „Bílastæðasjóður getur að sjálfsögðu ekki tjáð sig um einstaka mál. Það má þó taka fram að mál yrði ekki meðhöndlað á þeim forsendum sem eru gefnar upp í fyrirspurn þinni, aðstæður í hverju máli fyrir sig eru skoðaðar og niðurstaða máls ræðst af atvikum í því tiltekna máli,“ segir í svari Rakelar Elíasdóttur við fyrirspurn Vísis um málið. Rakel er deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Hér má sjá vaskan og grjótharðan stöðumælavörð lauma sektarmiða undir rúðuþurrkuna.vísir/vilhelm Spurð nánar um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða segir hún almennt að um þau er fjallað í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. „Í 1. mgr. kemur fram að eingöngu handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er heimilt að leggja ökutæki í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt sem slíkt. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal stæðiskorti komið fyrir innan við framrúðu þannig að framhlið þess sé vel sýnileg að utan þegar lagt er í bifreiðastæði. Þegar gildu og lögformlegu stæðiskorti er framvísað í samræmi við ofangreint er því heimilt að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða, en annars ekki. Eftirlit stöðuvarða fer fram í samræmi við það.“ En eru brögð af því að menn séu á ferli með fölsuð stæðiskort fyrir hreyfihamlaða? „Slík tilvik hafa vissulega komið upp, en ekki oft,“ segir Rakel. Bílastæði Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
„Bílastæðasjóður ætlar að halda þessu til streitu þannig að það fer allt í vanskil hjá mér. Þeir halda því fram að spjaldið hjá mér sé falsað sem það er ekki. Spjaldið er frá sýslumanni. Þegar ég fékk nýtt þurfti ég að skila því gamla inn svo ég hef ekki sönnun fyrir því nema ljósmyndir,“ segir Vilberg í samtali við Vísi. Segja stöðukort hans falsað Vísir greindi frá þessum raunum Vilbergs skömmu fyrir jól. Sektin sem Vilberg þarf að greiða er samtals 45 þúsund krónur sem setur heimilisbókhald hans í algjört uppnám. Vilberg segir að þegar lögfræðingur hans fór til sýslumanns til að athuga hvort gamla kortið hans væri þar, sem Bílastæðasjóður segir falsað, þá var búið að eyða því. Og því ekki hægt að fá staðfest að það væri falsað eða ekki. Vilberg er afar ósáttur við það hvernig komið er. Hann hefði talið að fötlun hans væri næg sönnun í sjálfu sér. „Bílastæðasjóður heldur því fram að það séu svo mörg fölsuð kort í umferð svo þeir þurfa að láta öryrkja borga sekt. Það er ekki nóg með að vera öryrki. Ég held að það hefði verið best að þetta slys mitt hefði bara komið mér niður í 6 fetin. Ótrúlegt hvað það er vaðið yfir öryrkja,“ segir Vilberg sem telur á sig ráðist svo Bílastæðasjóður geti komið því rækilega á framfæri að fölsuð blá stöðukort séu í umferð. „Að Bílastæðasjóður þurfi að ráðast á öryrkja til að koma því á framfæri?! Ef ég væri með falsað kort þá væri ég ekki öryrki að berjast við fátækt. Þetta er ekki há upphæð fyrir flesta en hún setur allt á annan enda hjá mér. Allt fer í skuldir sem mun enda með ósköpum.“ Fölsuð stæðiskort hafa gert vart við sig „Bílastæðasjóður getur að sjálfsögðu ekki tjáð sig um einstaka mál. Það má þó taka fram að mál yrði ekki meðhöndlað á þeim forsendum sem eru gefnar upp í fyrirspurn þinni, aðstæður í hverju máli fyrir sig eru skoðaðar og niðurstaða máls ræðst af atvikum í því tiltekna máli,“ segir í svari Rakelar Elíasdóttur við fyrirspurn Vísis um málið. Rakel er deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Hér má sjá vaskan og grjótharðan stöðumælavörð lauma sektarmiða undir rúðuþurrkuna.vísir/vilhelm Spurð nánar um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða segir hún almennt að um þau er fjallað í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. „Í 1. mgr. kemur fram að eingöngu handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er heimilt að leggja ökutæki í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt sem slíkt. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal stæðiskorti komið fyrir innan við framrúðu þannig að framhlið þess sé vel sýnileg að utan þegar lagt er í bifreiðastæði. Þegar gildu og lögformlegu stæðiskorti er framvísað í samræmi við ofangreint er því heimilt að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða, en annars ekki. Eftirlit stöðuvarða fer fram í samræmi við það.“ En eru brögð af því að menn séu á ferli með fölsuð stæðiskort fyrir hreyfihamlaða? „Slík tilvik hafa vissulega komið upp, en ekki oft,“ segir Rakel.
Bílastæði Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira