„Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2023 23:30 Ólafur Ólafsson á ferðinni. Vísir/Vilhelm Frammistaða Ólafs Ólafssonar í leik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway deild karla var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hversu mikið mæðir á Ólafi þegar Grindavík spilar og hvernig hans bestu árum hefur í raun verið sóað í meðalmennsku eftir að Grindavík komst í úrslit árið 2017. „Óli Óla átti flottan fyrri hálfleik en kíkjum á hvað hann gerði í seinni hálfleik, því hann var nánast með þessar tölur í fyrri hálfleik. Hér sjáum við að hann sprakk, getum við sagt. Það hvílir ofboðslega mikið á hans herðum. Hann þarf að skapa, hann þarf að passa upp á allar róteringar í vörninni séu réttar, hann er að dekka hávaxnari menn og það er rosalega mikið sem mæðir á honum,“ sagði Kjartan Atli Kjartanssonm þáttastjórnandi um frammistöðu Óla Óla gegn Keflavík. Tölfræði Óla Óla gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Nú eru Grindvíkingar að næla í Zoran Vrkić, hann er að koma í gult. Hverju bætir hann við og hversu mikið léttir hann af herðum Óla,“ spurði Kjartan Atli svo Brynjar Þór Björnsson, sérfræðing þáttarins. „Það er svo erfitt að segja því Grindavíkurliðið er búið að vera síðan 2017 í tómu veseni með útlendingamál og leikmannamál. Alltaf að skipta um, enginn festa og mér finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku þegar þeir gátu farið á eftir Mike Craion, borgað honum alvöru pening. Í staðinn fyrir „Þessi gæi er geggjaður, fáum hann“ þá eru þeir alltaf að taka einhverjar áhættur,“ sagði Brynjar Þór og hélt áfram. „Zoran er góður leikmaður en ég veit ekki hvort hann sé endilega að fara breyta þessu Grindavíkur liði. Hann léttir á liðinu, léttir á Óla en mér finnst of mikið af hrókeringum til að hann sé eitthvað svar við þeirra vandamálum,“ bætti Brynjar Þór við. „Þeir eiga eftir að ná sér í annan Bosman-leikmann. Hann er væntanlega ekki Bosman-leikamaðurinn sem þeir ætla sér að ná í og festa liðið svona,“ skaut Sævar Sævarsson inn í áður en Kjartan Atli benti á að félagið hefði fjóra daga áður en félagaskiptaglugginn lokar. Hér að neðan má sjá þá Kjartan Atla, Brynjar Þór og Sævar ræða Grindavík enn frekar. Liðið situr sem stendur í 7. sæti Subway deildar karla með sjö sigra og sjö töp í 14 leikjum til þessa. Klippa: Körfuboltakvöld: Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Óli Óla átti flottan fyrri hálfleik en kíkjum á hvað hann gerði í seinni hálfleik, því hann var nánast með þessar tölur í fyrri hálfleik. Hér sjáum við að hann sprakk, getum við sagt. Það hvílir ofboðslega mikið á hans herðum. Hann þarf að skapa, hann þarf að passa upp á allar róteringar í vörninni séu réttar, hann er að dekka hávaxnari menn og það er rosalega mikið sem mæðir á honum,“ sagði Kjartan Atli Kjartanssonm þáttastjórnandi um frammistöðu Óla Óla gegn Keflavík. Tölfræði Óla Óla gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Nú eru Grindvíkingar að næla í Zoran Vrkić, hann er að koma í gult. Hverju bætir hann við og hversu mikið léttir hann af herðum Óla,“ spurði Kjartan Atli svo Brynjar Þór Björnsson, sérfræðing þáttarins. „Það er svo erfitt að segja því Grindavíkurliðið er búið að vera síðan 2017 í tómu veseni með útlendingamál og leikmannamál. Alltaf að skipta um, enginn festa og mér finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku þegar þeir gátu farið á eftir Mike Craion, borgað honum alvöru pening. Í staðinn fyrir „Þessi gæi er geggjaður, fáum hann“ þá eru þeir alltaf að taka einhverjar áhættur,“ sagði Brynjar Þór og hélt áfram. „Zoran er góður leikmaður en ég veit ekki hvort hann sé endilega að fara breyta þessu Grindavíkur liði. Hann léttir á liðinu, léttir á Óla en mér finnst of mikið af hrókeringum til að hann sé eitthvað svar við þeirra vandamálum,“ bætti Brynjar Þór við. „Þeir eiga eftir að ná sér í annan Bosman-leikmann. Hann er væntanlega ekki Bosman-leikamaðurinn sem þeir ætla sér að ná í og festa liðið svona,“ skaut Sævar Sævarsson inn í áður en Kjartan Atli benti á að félagið hefði fjóra daga áður en félagaskiptaglugginn lokar. Hér að neðan má sjá þá Kjartan Atla, Brynjar Þór og Sævar ræða Grindavík enn frekar. Liðið situr sem stendur í 7. sæti Subway deildar karla með sjö sigra og sjö töp í 14 leikjum til þessa. Klippa: Körfuboltakvöld: Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum