Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. janúar 2023 12:00 Þyri Huld Árnadóttir frumsýnir dansverkið Hringrás næstkomandi föstudag í Borgarleikhúsinu. Saga Sig „Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás. Hylki fyrir aðra manneskju Blaðamaður tók púlsinn á Þyri Huld og fékk að heyra nánar frá verkinu. „Ég uppgötvaði líkamann minn svo mikið upp á nýtt þegar ég sá hann breytast og verða hylki fyrir aðra manneskju til að verða til. Innblásturinn kemur út frá líkamanum og hvernig ég hreyfi mig á mismunandi tímabilum í lífi mínu. Mínar tilfinningar eru í hreyfifærni líkama míns.“ Poster fyrir verkið Hringrás.Saga Sig Í Covid varð Þyrí ólétt af sínu öðru barni. „Að vera ólétt og vinna sem dansari passar oft ekkert voðalega vel saman en þarna small það saman. Við gátum ekki verið að sýna eða ferðast um heiminn sem Íslenski dansflokkurinn gerir mikið, þannig allir dansararnir í flokknum fengu tækifæri til að gera vídeó verk.“ Sköpunargleði og skemmtilegar æfingar Í kjölfarið fékk Þyri öflugan hóp kvenna til liðs við sig. „Ég talaði við Sögu Sig, mig hafði alltaf dreymt um að vinna með henni og hún var til í að gera vídeó með mér. Ég var komin 27 vikur þegar við tókum vídeóið og Urður Hákonardóttir ofurkona gerði tónlistina. Síðan opnaði leikhúsið aftur og dansflokkurinn var með kvöld þar sem við vorum að sýna alls konar lítil verk. Þar ákvað ég að gera lifandi útfærslu af vídeóinu komin 38 vikur á leið en eftir það kviknaði hugmyndin hjá mér að taka þetta lengra. Sækja um styrk og gera verk um þessa hringrás sem lífið er.“ Þyri mynduð á rennsli. Saga Sig Verkið Hringrás er unnið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, Urði Hákonardóttur tónskáld, Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur búninga- og leikmyndahönnuð og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara, sem sér um myndbandsinnsetningu í sviðsmynd. „Ég, Saga, Urður og Anni unnum saman í þessu fyrsta vídeó verki sem ég gerði fyrir dansflokkinn. Síðan bættust Júlíanna, Aðalheiður og Elísabet við og ekki má gleyma Pálma sem kemur og lýsir okkur upp. Ég hef áður unnið með öllum sem koma að verkinu, en ekki í einu. Það er mjög gaman á æfingum hjá okkur, mikil sköpunargleði og þetta er allt töfrafólk á sínu sviði. Hugmyndin að þessum hóp kemur frá mér, ég valdi fólk sem gefur mér góða orku og ég lít upp til í lífinu.“ Hugmyndavinnan hófst á meðgöngu Þyri Huld hlaut grímuna sem dansari ársins árið 2015 og 2018 fyrir hlutverk sín í verkunum Sin og Hin lánsömu. Hún hóf feril sinn hjá Íslenska dansflokknum árið 2010 og hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum sem dansari og danshöfundur síðan. Þá hefur hún samið þrjú verk um ofurhetjurnar Óð og Flexu í samstarfi við Hannes Þór Egilsson á árunum 2014-2018, sem hlutu tilnefningar í flokkunum barnasýning ársins og danshöfundur ársins. Saga Sig skaut myndband af Þyri óléttri en Saga sér um myndbandsinnsetningu í sviðsmynd Hringrásar.Saga Sig Hún segist ómeðvitað hafa byrjað að vinna að Hringrás fyrir tveimur árum. „Yngri strákurinn minn er núna eins og hálfs árs. Þetta byrjaði þegar hann var inn í mér en við Saga tókum líka vídeó af okkur þegar hann var tveggja mánaða. Síðan fékk ég styrk frá sviðslistasjóði og samstarf við Íslenska dansflokkinn og þá fór allt að rúlla. Við erum búnar að vera að safna að okkur myndefni og ég hef verið að kynnast líkamanum mínum aftur eftir að hafa eignast tvö börn. Það er svo magnað hvernig líkaminn breytist, ég finn fyrir meiri jarðtengingu og betri hlustun. Ég heyri í honum og við vinnum saman.“ Þyri vinnur mikið með tilfinningar og tengingu sína við líkamann í dansinum.Saga Sig „Hljóð sem ég hef ekki heyrt frá mér áður“ Í listsköpun sinni vinnur Þyri mikið með tilfinningar. „Það eru mjög sterkar tilfinningar sem ég upplifði á meðgöngu, að fæða barn og vera í fæðingarorlofi. Það er þessi jörð, að finna líkamann ýta út barni með hljóðum sem ég hef ekki heyrt frá mér áður. Svefnleysi, muna ekkert en þurfa samt alltaf að vera til staðar og síðan frelsið að komast aftur í líkamann minn og verða ég. Ég vinn verkið út frá þessum tilfinningum. Ég hef líka gaman að því að sjá hversu langt líkaminn minn kemst eins og í liðleika og styrk. Ég er alltaf að ögra sjálfri mér á góðan hátt, þróa mig áfram.“ Þyri segist stöðugt ögra sér á góðan hátt og virðist ekki eiga neinum í erfiðleikum með liðleikann.Saga Sig Man ekki eftir sér nema í dansi Þyri hefur æft dans frá blautu barnsbeini og segist ekki muna eftir sér nema í dansi. „Ég finn alltaf fyrir meiri og meiri ástríðu eftir því sem ég eldist. Ég lít öðruvísi á dansinn, mér finnst hann svo magnað tjáningar form. Þú þarft ekki tungumál heldur bara líkamann sem þú fæðist með. Ég elska að finna eitthvað nýtt í dansinum, stækka hreyfibankann minn og verða fyrir áhrifum.“ Hún segist finna fyrir mikilli aukningu í aðsókn á danssýningar undanfarið. „Dansinn blandast svo vel við önnur listform og er oft algjört konfekt fyrir augað. Alveg hægt að gleyma stund og stað.“ Þyri man ekki eftir sér öðruvísi en í dansi.Saga Sig Öndunaræfingar og falleg orð Þrátt fyrir að vera þaulreynd í að koma fram segist hún alltaf finna smá fiðrildi í maganum áður en hún stígur á svið. „Mér finnst það gott því þá veit ég að ástríðan er enn þá til staðar og það að fara á svið er ekki hversdagslegt. Ég er samt frekar róleg manneskja og tala mikið við sjálfan mig í huganum.“ Hugleiðsla er partur af morgunrútínunni hjá Þyri, sem leggur einnig mikla áherslu á mataræðið. „Ég geri alltaf nokkrar öndunar æfingar og segi falleg orð við sjálfa mig. Ég hugsa líka mikið um hvað ég set ofan í mig. Vel mat sem gefur mér orku en tekur hana ekki frá mér. Ég reyni líka að rækta og setja ást í matinn minn. Ég spíra mikið heima, geri súrkál með manninum mínum og hummus. Fyrir sýningar set ég svo á mig heyrnartól, hlusta á góða tónlist og dilla mér við,“ segir Þyri Huld að lokum. Hugleiðsla, hollur matur og sjálfsást er allt mikilvægur hluti af sköpunarferlinu hjá Þyri.Saga Sig Hér má finna nánari upplýsingar um sýninguna. Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Sýna verk sem voru samin á tímum Covid og samskiptafjarlægðar Í kvöld fer fram einstakur Social dist-dancing viðburður í Gamla bíó og er aðgangur ókeypis. Sýnd verða þrjú stutt verk sem voru samin á tímum Covid og samskiptafjarlægðar. Öll verkin eru samstarf dansara úr Íslenska dansflokknum og hljóðfæraleikara úr Sinfoníuhljómsveit Íslands. 3. júní 2020 16:00 Vonast eftir góðum gjöfum í tilefni af 50 ára afmæli flokksins Íslenski dansflokkurinn fagnar 50 ára afmæli sínu í apríl á næsta ári og það má með sanni segja að það sé viðburðaríkur dansvetur framundan. Blaðamaður tók púlsinn á Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra flokksins, og fékk smá innsýn í danslífið í dag. 31. október 2022 14:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hylki fyrir aðra manneskju Blaðamaður tók púlsinn á Þyri Huld og fékk að heyra nánar frá verkinu. „Ég uppgötvaði líkamann minn svo mikið upp á nýtt þegar ég sá hann breytast og verða hylki fyrir aðra manneskju til að verða til. Innblásturinn kemur út frá líkamanum og hvernig ég hreyfi mig á mismunandi tímabilum í lífi mínu. Mínar tilfinningar eru í hreyfifærni líkama míns.“ Poster fyrir verkið Hringrás.Saga Sig Í Covid varð Þyrí ólétt af sínu öðru barni. „Að vera ólétt og vinna sem dansari passar oft ekkert voðalega vel saman en þarna small það saman. Við gátum ekki verið að sýna eða ferðast um heiminn sem Íslenski dansflokkurinn gerir mikið, þannig allir dansararnir í flokknum fengu tækifæri til að gera vídeó verk.“ Sköpunargleði og skemmtilegar æfingar Í kjölfarið fékk Þyri öflugan hóp kvenna til liðs við sig. „Ég talaði við Sögu Sig, mig hafði alltaf dreymt um að vinna með henni og hún var til í að gera vídeó með mér. Ég var komin 27 vikur þegar við tókum vídeóið og Urður Hákonardóttir ofurkona gerði tónlistina. Síðan opnaði leikhúsið aftur og dansflokkurinn var með kvöld þar sem við vorum að sýna alls konar lítil verk. Þar ákvað ég að gera lifandi útfærslu af vídeóinu komin 38 vikur á leið en eftir það kviknaði hugmyndin hjá mér að taka þetta lengra. Sækja um styrk og gera verk um þessa hringrás sem lífið er.“ Þyri mynduð á rennsli. Saga Sig Verkið Hringrás er unnið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, Urði Hákonardóttur tónskáld, Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur búninga- og leikmyndahönnuð og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara, sem sér um myndbandsinnsetningu í sviðsmynd. „Ég, Saga, Urður og Anni unnum saman í þessu fyrsta vídeó verki sem ég gerði fyrir dansflokkinn. Síðan bættust Júlíanna, Aðalheiður og Elísabet við og ekki má gleyma Pálma sem kemur og lýsir okkur upp. Ég hef áður unnið með öllum sem koma að verkinu, en ekki í einu. Það er mjög gaman á æfingum hjá okkur, mikil sköpunargleði og þetta er allt töfrafólk á sínu sviði. Hugmyndin að þessum hóp kemur frá mér, ég valdi fólk sem gefur mér góða orku og ég lít upp til í lífinu.“ Hugmyndavinnan hófst á meðgöngu Þyri Huld hlaut grímuna sem dansari ársins árið 2015 og 2018 fyrir hlutverk sín í verkunum Sin og Hin lánsömu. Hún hóf feril sinn hjá Íslenska dansflokknum árið 2010 og hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum sem dansari og danshöfundur síðan. Þá hefur hún samið þrjú verk um ofurhetjurnar Óð og Flexu í samstarfi við Hannes Þór Egilsson á árunum 2014-2018, sem hlutu tilnefningar í flokkunum barnasýning ársins og danshöfundur ársins. Saga Sig skaut myndband af Þyri óléttri en Saga sér um myndbandsinnsetningu í sviðsmynd Hringrásar.Saga Sig Hún segist ómeðvitað hafa byrjað að vinna að Hringrás fyrir tveimur árum. „Yngri strákurinn minn er núna eins og hálfs árs. Þetta byrjaði þegar hann var inn í mér en við Saga tókum líka vídeó af okkur þegar hann var tveggja mánaða. Síðan fékk ég styrk frá sviðslistasjóði og samstarf við Íslenska dansflokkinn og þá fór allt að rúlla. Við erum búnar að vera að safna að okkur myndefni og ég hef verið að kynnast líkamanum mínum aftur eftir að hafa eignast tvö börn. Það er svo magnað hvernig líkaminn breytist, ég finn fyrir meiri jarðtengingu og betri hlustun. Ég heyri í honum og við vinnum saman.“ Þyri vinnur mikið með tilfinningar og tengingu sína við líkamann í dansinum.Saga Sig „Hljóð sem ég hef ekki heyrt frá mér áður“ Í listsköpun sinni vinnur Þyri mikið með tilfinningar. „Það eru mjög sterkar tilfinningar sem ég upplifði á meðgöngu, að fæða barn og vera í fæðingarorlofi. Það er þessi jörð, að finna líkamann ýta út barni með hljóðum sem ég hef ekki heyrt frá mér áður. Svefnleysi, muna ekkert en þurfa samt alltaf að vera til staðar og síðan frelsið að komast aftur í líkamann minn og verða ég. Ég vinn verkið út frá þessum tilfinningum. Ég hef líka gaman að því að sjá hversu langt líkaminn minn kemst eins og í liðleika og styrk. Ég er alltaf að ögra sjálfri mér á góðan hátt, þróa mig áfram.“ Þyri segist stöðugt ögra sér á góðan hátt og virðist ekki eiga neinum í erfiðleikum með liðleikann.Saga Sig Man ekki eftir sér nema í dansi Þyri hefur æft dans frá blautu barnsbeini og segist ekki muna eftir sér nema í dansi. „Ég finn alltaf fyrir meiri og meiri ástríðu eftir því sem ég eldist. Ég lít öðruvísi á dansinn, mér finnst hann svo magnað tjáningar form. Þú þarft ekki tungumál heldur bara líkamann sem þú fæðist með. Ég elska að finna eitthvað nýtt í dansinum, stækka hreyfibankann minn og verða fyrir áhrifum.“ Hún segist finna fyrir mikilli aukningu í aðsókn á danssýningar undanfarið. „Dansinn blandast svo vel við önnur listform og er oft algjört konfekt fyrir augað. Alveg hægt að gleyma stund og stað.“ Þyri man ekki eftir sér öðruvísi en í dansi.Saga Sig Öndunaræfingar og falleg orð Þrátt fyrir að vera þaulreynd í að koma fram segist hún alltaf finna smá fiðrildi í maganum áður en hún stígur á svið. „Mér finnst það gott því þá veit ég að ástríðan er enn þá til staðar og það að fara á svið er ekki hversdagslegt. Ég er samt frekar róleg manneskja og tala mikið við sjálfan mig í huganum.“ Hugleiðsla er partur af morgunrútínunni hjá Þyri, sem leggur einnig mikla áherslu á mataræðið. „Ég geri alltaf nokkrar öndunar æfingar og segi falleg orð við sjálfa mig. Ég hugsa líka mikið um hvað ég set ofan í mig. Vel mat sem gefur mér orku en tekur hana ekki frá mér. Ég reyni líka að rækta og setja ást í matinn minn. Ég spíra mikið heima, geri súrkál með manninum mínum og hummus. Fyrir sýningar set ég svo á mig heyrnartól, hlusta á góða tónlist og dilla mér við,“ segir Þyri Huld að lokum. Hugleiðsla, hollur matur og sjálfsást er allt mikilvægur hluti af sköpunarferlinu hjá Þyri.Saga Sig Hér má finna nánari upplýsingar um sýninguna.
Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Sýna verk sem voru samin á tímum Covid og samskiptafjarlægðar Í kvöld fer fram einstakur Social dist-dancing viðburður í Gamla bíó og er aðgangur ókeypis. Sýnd verða þrjú stutt verk sem voru samin á tímum Covid og samskiptafjarlægðar. Öll verkin eru samstarf dansara úr Íslenska dansflokknum og hljóðfæraleikara úr Sinfoníuhljómsveit Íslands. 3. júní 2020 16:00 Vonast eftir góðum gjöfum í tilefni af 50 ára afmæli flokksins Íslenski dansflokkurinn fagnar 50 ára afmæli sínu í apríl á næsta ári og það má með sanni segja að það sé viðburðaríkur dansvetur framundan. Blaðamaður tók púlsinn á Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra flokksins, og fékk smá innsýn í danslífið í dag. 31. október 2022 14:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sýna verk sem voru samin á tímum Covid og samskiptafjarlægðar Í kvöld fer fram einstakur Social dist-dancing viðburður í Gamla bíó og er aðgangur ókeypis. Sýnd verða þrjú stutt verk sem voru samin á tímum Covid og samskiptafjarlægðar. Öll verkin eru samstarf dansara úr Íslenska dansflokknum og hljóðfæraleikara úr Sinfoníuhljómsveit Íslands. 3. júní 2020 16:00
Vonast eftir góðum gjöfum í tilefni af 50 ára afmæli flokksins Íslenski dansflokkurinn fagnar 50 ára afmæli sínu í apríl á næsta ári og það má með sanni segja að það sé viðburðaríkur dansvetur framundan. Blaðamaður tók púlsinn á Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra flokksins, og fékk smá innsýn í danslífið í dag. 31. október 2022 14:30