Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður veðrið í forgrunni en enn ein lægðin nálgast nú óðfluga og hefur óvissustig almannavarna verið virkjað víða um land. Óttast er að röskun verði á samgöngum og flugfélögin höfðu vaðið fyrir neðan sig og flýttu ferðum í morgun. 

Þá fjöllum við um kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem enn er í miklum hnút. Héraðsdómur tekur síðar í dag fyrir kröfu Ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatal sitt svo hægt verði að halda atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna sem lögð var fram á dögunum. 

Þá segjum við frá hækkandi verðbólgu í landinu og fjöllum um ákærur í slysi sem varð á Akueyri þar sem hoppukastali tókst á loft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×