„Frá 1. leikhluta var hann tístandi,“ sagði Doncic um Jerome Allen, aðstoðarþjálfara Detroit. „Og þú veist að ég tísti til baka. Ég vil ekki segja hvað hann sagði. Þetta var mér að meinalausu. Þetta er körfubolti. Þetta kemur mér í gang.“
Allen hefði betur sleppt því að espa Doncic upp því Slóveninn var óstöðvandi í leiknum. Hann skoraði 53 stig úr aðeins 24 skotum, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
53 points
— NBA (@NBA) January 31, 2023
8 rebounds
5 assists
5 threes
71% FG
Luka went OFF to lead Dallas to the W. pic.twitter.com/cipxrdWdAs
Þetta var fjórði leikur Doncic á tímabilinu þar sem hann skorar fimmtíu stig eða meira. Aðeins þrír aðrir leikmenn hafa afrekað það fyrir febrúar síðustu fimmtíu ár: Michael Jordan, Kobe Bryant og James Harden.
Doncic er næststigahæsti leikmaður NBA í vetur með 33,0 stig að meðaltali í leik. Aðeins Joel Embiid hefur skorað meira, eða 33,8 stig.
Dallas er í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 27 sigra og 25 töp en Detroit í fimmtánda og neðsta sæti Austurdeildarinnar.
Updated NBA standings are here
— NBA (@NBA) January 31, 2023
https://t.co/6FlAliik3X pic.twitter.com/8S4tSbUjyi