Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 21:46 Alec Baldwin gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. EPA/Justin Lane Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust. Skot úr byssunni hæfði Hutchins sem lét lífið. Baldwin er ekki einn ákærður heldur einnig Hannah Gutierrez Reed sem var vopnavörður myndarinnar og átti að sjá til þess að engar byssukúlur væru í þeim skotvopnum sem notuð voru í tökunum. Baldwin hefur ávallt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Í ákærunni segir að Baldwin hafi meðal annars sleppt því að fylgjast með á námskeiði um hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, hann hafi frekar verið í símanum að ræða við fjölskylduna sína. Þá hafi hann ekki séð til þess að vopnavörðurinn afhenti honum skotvopnið heldur fékk hann það frá aðstoðarleikstjóra myndarinnar. Þegar Baldwin miðaði byssunni í átt að Hutchins braut hann mikilvægustu öryggisreglu skotvopna, sem er að miða aldrei skotvopni í átt að manneskju, sama hvort það sé hlaðið eða ekki. Samkvæmt ákærunni hefur Baldwin leikið í fjörutíu kvikmyndum þar sem skotvopn voru meðhöndluð og því hafi þetta átt að vera honum ljóst. Verði Baldwin og Reed dæmt gætu þau átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Lögregla fær loks síma Baldwin Lögreglayfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa nú loks fengið síma leikarans Alec Baldwin afhentan. Lögregla sagði í samtali við fjölmiðla fyrr í vikunni að leikarinn væri tregur til að afhenda símann en heimild lögreglu lá fyrir í desember. 15. janúar 2022 17:08 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Baldwin er ekki einn ákærður heldur einnig Hannah Gutierrez Reed sem var vopnavörður myndarinnar og átti að sjá til þess að engar byssukúlur væru í þeim skotvopnum sem notuð voru í tökunum. Baldwin hefur ávallt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Í ákærunni segir að Baldwin hafi meðal annars sleppt því að fylgjast með á námskeiði um hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, hann hafi frekar verið í símanum að ræða við fjölskylduna sína. Þá hafi hann ekki séð til þess að vopnavörðurinn afhenti honum skotvopnið heldur fékk hann það frá aðstoðarleikstjóra myndarinnar. Þegar Baldwin miðaði byssunni í átt að Hutchins braut hann mikilvægustu öryggisreglu skotvopna, sem er að miða aldrei skotvopni í átt að manneskju, sama hvort það sé hlaðið eða ekki. Samkvæmt ákærunni hefur Baldwin leikið í fjörutíu kvikmyndum þar sem skotvopn voru meðhöndluð og því hafi þetta átt að vera honum ljóst. Verði Baldwin og Reed dæmt gætu þau átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Lögregla fær loks síma Baldwin Lögreglayfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa nú loks fengið síma leikarans Alec Baldwin afhentan. Lögregla sagði í samtali við fjölmiðla fyrr í vikunni að leikarinn væri tregur til að afhenda símann en heimild lögreglu lá fyrir í desember. 15. janúar 2022 17:08 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Lögregla fær loks síma Baldwin Lögreglayfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa nú loks fengið síma leikarans Alec Baldwin afhentan. Lögregla sagði í samtali við fjölmiðla fyrr í vikunni að leikarinn væri tregur til að afhenda símann en heimild lögreglu lá fyrir í desember. 15. janúar 2022 17:08