Þættir Dr Phil senn á enda Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2023 07:45 Um tvær milljónir manna hafa að meðaltali horft á þátt Dr Phil sem hefur verið á dagskrá hjá CBS um árabil. Getty Sögu spjallþátta bandaríska sjónvarpsmannsins Dr Phil er senn á enda eftir framleiðslu 21 þáttaraðar. Phil McGraw segir í yfirlýsingu sem hann sendi People að hann hafi verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa verið á skjám bandarískra sjónvarpsáhorfenda fyrir hádegi í einhver 25 ár. „Þetta hefur verð æðislegur kafli í mínu lífi og mínum starfsferli en nú held ég förinni áfram.“ Hinn 72 ára Dr Phil skrifaði undir nýjan fimm ára samning við sjónvarpsstöðina CBS árið 2018. Sá samningur er senn á enda og er nú ljóst að ekki verða framleiddir fleiri þættir af Dr Phil, í bili að minnsta kosti. Dr. Phil hóf sjónvarpsferilinn sem fastagestur í þáttum Opruh Winfrey árið 1996 í kjölfar þess að Oprah hafði nýtt þjónustu sálfræðingsins í dómsmáli sem hún höfðaði gegn kjötframleiðanda. Hún kunni vel að meta aðstoð Dr Phil svo hún bauð honum reglulega í þáttinn og fór svo að hann fékk sinn eigin átt árið 2002. Alls hafa verið framleiddir um fjögur þúsund þættir af Dr Phil og hafa áhorfendur verið að meðaltali tvær milljónir talsins. „Í þessum þætti höfum við aðstoðað þúsundir gesta og milljónir áhorfenda með allt frá fíknivanda og hjónabandsvandræða til bætts geðheilbrigðis og bandauppeldis,“ segir McGraw. Í frétt People segir þó að ólíklegt sé að þetta sé í síðasta sinn sem við sjáum Dr Phil á skjánum en hann og CBS eru sögð vera með nýtt verkefni í bígerð. Á að hleypa því af stokkunum á næsta ári og eru þættirnir sagðir eiga að hjálpa Bandaríkjamönnum að leita aftur í „kjarnagildin“. Dr Phil hefur sagst hafa miklar áhyggjur af stöðu hinnar „bandarísku fjölskyldu“. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Phil McGraw segir í yfirlýsingu sem hann sendi People að hann hafi verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa verið á skjám bandarískra sjónvarpsáhorfenda fyrir hádegi í einhver 25 ár. „Þetta hefur verð æðislegur kafli í mínu lífi og mínum starfsferli en nú held ég förinni áfram.“ Hinn 72 ára Dr Phil skrifaði undir nýjan fimm ára samning við sjónvarpsstöðina CBS árið 2018. Sá samningur er senn á enda og er nú ljóst að ekki verða framleiddir fleiri þættir af Dr Phil, í bili að minnsta kosti. Dr. Phil hóf sjónvarpsferilinn sem fastagestur í þáttum Opruh Winfrey árið 1996 í kjölfar þess að Oprah hafði nýtt þjónustu sálfræðingsins í dómsmáli sem hún höfðaði gegn kjötframleiðanda. Hún kunni vel að meta aðstoð Dr Phil svo hún bauð honum reglulega í þáttinn og fór svo að hann fékk sinn eigin átt árið 2002. Alls hafa verið framleiddir um fjögur þúsund þættir af Dr Phil og hafa áhorfendur verið að meðaltali tvær milljónir talsins. „Í þessum þætti höfum við aðstoðað þúsundir gesta og milljónir áhorfenda með allt frá fíknivanda og hjónabandsvandræða til bætts geðheilbrigðis og bandauppeldis,“ segir McGraw. Í frétt People segir þó að ólíklegt sé að þetta sé í síðasta sinn sem við sjáum Dr Phil á skjánum en hann og CBS eru sögð vera með nýtt verkefni í bígerð. Á að hleypa því af stokkunum á næsta ári og eru þættirnir sagðir eiga að hjálpa Bandaríkjamönnum að leita aftur í „kjarnagildin“. Dr Phil hefur sagst hafa miklar áhyggjur af stöðu hinnar „bandarísku fjölskyldu“.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira