Allt í volli í dýragarðinum í Dallas: Dýr að sleppa og grunsamlegur dauðdagi hrægamms Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 10:24 Til vinstri má sjá keisaratamarin apa og til hægri er labbóttur hrægammur. Getty Dularfull hvörf og grunsamlegur dauðdag hrægamms í dýragarðinum í Dallas eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni. Í gær komst í ljós að tveimur keisaratamarin öpum hafði verið stolið úr garðinum en skömmu fyrir það fannst hrægammur sem lést dularfullum dauðdaga. Dýragarðurinn í Dallas er sá stærsti og elsti sinnar tegundar í Texas-ríki í Bandaríkjunum en honum var komið á laggirnar árið 1888. Þar búa yfir tvö þúsund dýr og heimsækja rúmlega milljón manns garðinn á ári hverju. Í janúar var greint frá því að hlébarði hafi sloppið úr búri sínu en hann fannst heill á húfi sama dag. Svo virtist sem gat hafi verið sagað á búr hlébarðans og hann þannig sloppið. Honum tókst ekki að koma sér úr garðinum sjálfum og fannst stuttu frá búrinu sínu. Þá fannst einnig gat á búri langur-apanna en engum þeirra tókst að sleppa. Í síðustu viku fannst labbóttur hrægammur, sem er í útrýmingarhættu, dauður í garðinum. Garðurinn bauð tíu þúsund dollara í verðlaun fyrir þá sem gætu veitt upplýsingar um dauða hans en á honum var „grunsamlegt sár“ sem talið er að hafa leitt hann til dauða. Það var síðan á mánudaginn sem enn einn dularfulli atburðurinn átti sér stað. Þá sluppu tveir keisaratamarin apar úr búri sínu eftir að sagað var gat á það. Lögregla taldi að öpunum hafi verið rænt. Þeir fundust síðan í gærkvöldi í skáp í yfirgefnu húsnæði um 26 kílómetrum frá Dallas. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan í Dallas bað í gær um aðstoð almennings við að finna mann sem talinn er eiga aðild að málinu. Dallas Police are looking for the public s help in identifying the pictured individual. Detectives are looking to speak with the man in regard to the two tamarin monkeys missing from the Dallas Zoo.Anyone with information- call 214-671-4509. pic.twitter.com/VVvvHFAdgJ— Dallas Police Dept (@DallasPD) January 31, 2023 Bandaríkin Dýr Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira
Dýragarðurinn í Dallas er sá stærsti og elsti sinnar tegundar í Texas-ríki í Bandaríkjunum en honum var komið á laggirnar árið 1888. Þar búa yfir tvö þúsund dýr og heimsækja rúmlega milljón manns garðinn á ári hverju. Í janúar var greint frá því að hlébarði hafi sloppið úr búri sínu en hann fannst heill á húfi sama dag. Svo virtist sem gat hafi verið sagað á búr hlébarðans og hann þannig sloppið. Honum tókst ekki að koma sér úr garðinum sjálfum og fannst stuttu frá búrinu sínu. Þá fannst einnig gat á búri langur-apanna en engum þeirra tókst að sleppa. Í síðustu viku fannst labbóttur hrægammur, sem er í útrýmingarhættu, dauður í garðinum. Garðurinn bauð tíu þúsund dollara í verðlaun fyrir þá sem gætu veitt upplýsingar um dauða hans en á honum var „grunsamlegt sár“ sem talið er að hafa leitt hann til dauða. Það var síðan á mánudaginn sem enn einn dularfulli atburðurinn átti sér stað. Þá sluppu tveir keisaratamarin apar úr búri sínu eftir að sagað var gat á það. Lögregla taldi að öpunum hafi verið rænt. Þeir fundust síðan í gærkvöldi í skáp í yfirgefnu húsnæði um 26 kílómetrum frá Dallas. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan í Dallas bað í gær um aðstoð almennings við að finna mann sem talinn er eiga aðild að málinu. Dallas Police are looking for the public s help in identifying the pictured individual. Detectives are looking to speak with the man in regard to the two tamarin monkeys missing from the Dallas Zoo.Anyone with information- call 214-671-4509. pic.twitter.com/VVvvHFAdgJ— Dallas Police Dept (@DallasPD) January 31, 2023
Bandaríkin Dýr Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira