Orsök bilunarinnar óljós og tímafrek viðgerð fram undan Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. febrúar 2023 14:34 Landsnet vinnur nú í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld og almannavarnir í Vestmannaeyjum. Viðbragðsáætlanir hafa verið virkjaðar og undirbúningur fyrir viðgerð er hafinn. Vísir/Vilhelm Bilunin á Vestmannaeyjastreng 3 sem kom upp í vikunni reyndist ekki vera á landi eins of fyrst var talið heldur á sjó. Landsnet segir umfangsmikla, flókna og tímafreka viðgerð fram undan. Ekki liggur fyrir hvað olli biluninni en fyrir viðgerðina þarf að kalla inn sérhæft viðgerðarskip og sérfræðinga til landins. Strengurinn var tekinn úr rekstri á áttunda tímanum síðasta mánudagskvöld en fyrstu greiningar bentu til að bilun væri í tengimúffu í landi nokkrum kílómetrum frá Rimakoti. Eftir bilanagreiningu hefur nú komið í ljós að bilunin hafi verið í sjó, um einum kílómetra frá Landeyjarsandi. „Ljóst er að fram undan er umfangsmikil, flókin og tímafrek viðgerð,“ segir í tilkynningu frá Landsneti í dag. Vestmannaeyjastrengur 1 var tekinn í rekstur í kjölfar bilunarinnar og verður hann áfram keyrður ásamt varaafli meðan á viðgerð stendur. Þá mun Landsnet flytja auka varaaflsvélar til Vestmannaeyja til að tryggja rafmagn ef eitthvað skyldi koma upp á. „Unnið er í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld og almannavarnir í Vestmannaeyjum og höfum við nú þegar virkjað viðbragðsáætlanir og undirbúningur fyrir viðgerð er hafinn. Ekki er vitað á þessu stigi hvað olli því að strengurinn bilaði né hvað viðgerðin mun taka langan tíma,“ segir í tilkynningunni. Líkt og áður segir er þó viðbúið að viðgerðin verði tímafrek en kalla þarf út sérhæft viðgerðarskip fyrir viðgerð sem þessa og fá sérfræðinga til landsins. Veðurskilyrði þurfa þá að vera hagstæð. Strengurinn var upprunalega lagður árið 2013, framleiddur í verksmiðju í Svíþjóð og prófaður samkvæmt stífustu kröfum að framleiðslu lokinni í verksmiðju, að því er segir í tilkynningunni. Vestmannaeyjar Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. 31. janúar 2023 11:56 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Strengurinn var tekinn úr rekstri á áttunda tímanum síðasta mánudagskvöld en fyrstu greiningar bentu til að bilun væri í tengimúffu í landi nokkrum kílómetrum frá Rimakoti. Eftir bilanagreiningu hefur nú komið í ljós að bilunin hafi verið í sjó, um einum kílómetra frá Landeyjarsandi. „Ljóst er að fram undan er umfangsmikil, flókin og tímafrek viðgerð,“ segir í tilkynningu frá Landsneti í dag. Vestmannaeyjastrengur 1 var tekinn í rekstur í kjölfar bilunarinnar og verður hann áfram keyrður ásamt varaafli meðan á viðgerð stendur. Þá mun Landsnet flytja auka varaaflsvélar til Vestmannaeyja til að tryggja rafmagn ef eitthvað skyldi koma upp á. „Unnið er í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld og almannavarnir í Vestmannaeyjum og höfum við nú þegar virkjað viðbragðsáætlanir og undirbúningur fyrir viðgerð er hafinn. Ekki er vitað á þessu stigi hvað olli því að strengurinn bilaði né hvað viðgerðin mun taka langan tíma,“ segir í tilkynningunni. Líkt og áður segir er þó viðbúið að viðgerðin verði tímafrek en kalla þarf út sérhæft viðgerðarskip fyrir viðgerð sem þessa og fá sérfræðinga til landsins. Veðurskilyrði þurfa þá að vera hagstæð. Strengurinn var upprunalega lagður árið 2013, framleiddur í verksmiðju í Svíþjóð og prófaður samkvæmt stífustu kröfum að framleiðslu lokinni í verksmiðju, að því er segir í tilkynningunni.
Vestmannaeyjar Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. 31. janúar 2023 11:56 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. 31. janúar 2023 11:56