Fækka beygjuakreinum og takmarka hraða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 18:31 Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina af Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Hér má sjá teikningu af gatnamótunum. Reykjavíkurborg Til stendur að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs. Það verður meðal annars gert með því að fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi, breikka gönguleið sunnan vegarins og bæta götulýsingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í morgun. Undirbúningur vinnunnar hafi þegar farið fram í samráði við Vegagerðina. Framkvæmdir muni fara á fullt um leið og veður leyfi, en þegar í stað verði ráðist í að bæta götulýsingu. Fréttastofa fjallaði um áhyggjur íbúa af gatnamótunum í september á síðasta ári: Í tilkynningu Reykjavíkurborgar eru fyrirhugaðar breytingar tíundaðar: Ein vinstribeygjuakrein verður af Kleppsmýrarvegi, við Sæbraut, í stað tveggja. Miðeyjur á Sæbraut verða lagfærðar. Gönguleið sunnan Kleppsmýrarvegar verður breikkuð. Gangbrautir verða á öllum framhjáhlaupum með hraðalækkandi aðgerðum. Götulýsing verður bætt. „Unnið hefur verið að tillögum að breytingum á gatnamótunum í samvinnu með Vegagerðinni með það að markmiði að bæta umferðaröryggi gatnamótanna um nokkurt skeið. Með uppbyggingu Vogabyggðar hefur umferð gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara um þessi gatnamót aukist til muna og eru margir þeirra börn á leið til og frá skóla og frístundum. Nú þegar hefur Vegagerðin lækkað hámarkshraða á Sæbraut staðbundið við gatnamótin og gangandi vegfarendum á leið yfir Sæbraut hefur verið gefinn lengri grænn tími á ljósum en áður var,“ segir í tilkynningunni. Koma upp bráðabirgðabrú Þar kemur einnig fram að núverandi fyrirkomulag, þar sem tekin er vinstribeygja á tveimur akreinum frá Kleppsmýrarvegi á sama tíma og gangandi vegfarendur fara yfir Sæbraut, sé afar óæskilegt með tilliti til umferðaröryggis. Ljóst sé að breytingarnar muni hafa áhrif á flæði ökutækja á Kleppsmýrarvegi á annatíma en ávinningur hvað varðar umferðaröryggi sé ótvíræður. Þá stendur einnig til að koma fyrir bráðabirgðagöngubrú yfir Sæbraut, til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda þar til stokkur verður gerður. Gert er ráð fyrir að hún muni standa til móts við Snekkjuvog og muni rísa síðar á þessu ári. Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í morgun. Undirbúningur vinnunnar hafi þegar farið fram í samráði við Vegagerðina. Framkvæmdir muni fara á fullt um leið og veður leyfi, en þegar í stað verði ráðist í að bæta götulýsingu. Fréttastofa fjallaði um áhyggjur íbúa af gatnamótunum í september á síðasta ári: Í tilkynningu Reykjavíkurborgar eru fyrirhugaðar breytingar tíundaðar: Ein vinstribeygjuakrein verður af Kleppsmýrarvegi, við Sæbraut, í stað tveggja. Miðeyjur á Sæbraut verða lagfærðar. Gönguleið sunnan Kleppsmýrarvegar verður breikkuð. Gangbrautir verða á öllum framhjáhlaupum með hraðalækkandi aðgerðum. Götulýsing verður bætt. „Unnið hefur verið að tillögum að breytingum á gatnamótunum í samvinnu með Vegagerðinni með það að markmiði að bæta umferðaröryggi gatnamótanna um nokkurt skeið. Með uppbyggingu Vogabyggðar hefur umferð gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara um þessi gatnamót aukist til muna og eru margir þeirra börn á leið til og frá skóla og frístundum. Nú þegar hefur Vegagerðin lækkað hámarkshraða á Sæbraut staðbundið við gatnamótin og gangandi vegfarendum á leið yfir Sæbraut hefur verið gefinn lengri grænn tími á ljósum en áður var,“ segir í tilkynningunni. Koma upp bráðabirgðabrú Þar kemur einnig fram að núverandi fyrirkomulag, þar sem tekin er vinstribeygja á tveimur akreinum frá Kleppsmýrarvegi á sama tíma og gangandi vegfarendur fara yfir Sæbraut, sé afar óæskilegt með tilliti til umferðaröryggis. Ljóst sé að breytingarnar muni hafa áhrif á flæði ökutækja á Kleppsmýrarvegi á annatíma en ávinningur hvað varðar umferðaröryggi sé ótvíræður. Þá stendur einnig til að koma fyrir bráðabirgðagöngubrú yfir Sæbraut, til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda þar til stokkur verður gerður. Gert er ráð fyrir að hún muni standa til móts við Snekkjuvog og muni rísa síðar á þessu ári.
Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira