Forseti La Liga segir eyðslu enskra liða ógna stöðugleika fótboltans í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Tebas er ekki sáttur. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Javier Tebas, forseti La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, segir að eyðsla enskra úrvalsdeildarfélaga ógni stöðugleika fótboltans í álfunni. Ensk lið hafa eytt fjármunum sem aldrei fyrr í janúar og er Tebas ekki sáttur. Samkvæmt Deloitte eyddu ensk úrvalsdeildarfélög samtals 815 milljónum punda, eða rúmlega 141 milljörðum króna, í leikmenn í félagaskiptaglugganum sem lokaði nú fyrr í vikunni. Á sama tíma eyddu spænsk úrvalsdeildarlið aðeins 25 milljónum punda, eða rúmlega 4 milljörðum króna. Af þessum 815 milljónum punda þá á Chelsea 290 milljónir eftir að hafa eytt fúlgum fjár í leikmenn á borð við Mykhailo Mudryk, Benoit Badiashile og Enzo Fernandez. Raunar er það þannig að tímabilið 2022-23 hefur Chelsea eytt meiru í leikmenn en öll lið La Liga til samans. Spending in 2022-23:Chelsea: $666.7MLa Liga: $608.9MBundesliga: $604.1M pic.twitter.com/6HNrfpt2QZ— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 The Athletic greinir frá því að Tebas hafi sagt að enski markaðurinn væri á lyfjum. „Þú sérð það greinilega á janúarglugganum þar sem Chelsea hefur keypt helming þeirra leikmanna sem eru komnir í deildina.“ „Enska úrvalsdeildin hefur tapað milljörðum punda á undanförnum árum. Deildin er að mörgu leyti fjármögnuð af bandarískum auðjöfrum virðast tilbúnir að tapa pening.“ La Liga hefur ólíkt ensku úrvalsdeildinni sett eyðslu þak á lið deildarinnar sem hefur áhrif á hvað þau geta eytt í leikmenn og laun. Þekktasta dæmið eru vandræði Barcelona undanfarna félagaskiptaglugga. Tebas segir að það þekkist ekki á Spáni að lið tapi jafn miklum fjármunum og stærstu lið Englands. Þá sagði hann að það gerðist heldur ekki í Þýskalandi. „Okkar efnahagur leyfir það ekki. Við leyfum ekki velunnurum að bæta upp töp eins og eiga sér stað á Englandi. Það er það sem sker á milli á markaðnum.“ „Það fylgir því töluverð hætta að vera með markað sem er uppblásinn eins og sá sem við höfum séð á undanförnum árum í Evrópu. Það getur ógnað stöðugleika og sjálfbærni fótboltans í Evrópu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tebas pirrar sig á fjármunum erlendra liða en hann hefur látið París Saint-Germain heyra það oftar en einu sinni. Fyrst varðandi möguleg vistaskipti Lionel Messi og svo þegar Kylian Mbappé ákvað að vera áfram í París. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Samkvæmt Deloitte eyddu ensk úrvalsdeildarfélög samtals 815 milljónum punda, eða rúmlega 141 milljörðum króna, í leikmenn í félagaskiptaglugganum sem lokaði nú fyrr í vikunni. Á sama tíma eyddu spænsk úrvalsdeildarlið aðeins 25 milljónum punda, eða rúmlega 4 milljörðum króna. Af þessum 815 milljónum punda þá á Chelsea 290 milljónir eftir að hafa eytt fúlgum fjár í leikmenn á borð við Mykhailo Mudryk, Benoit Badiashile og Enzo Fernandez. Raunar er það þannig að tímabilið 2022-23 hefur Chelsea eytt meiru í leikmenn en öll lið La Liga til samans. Spending in 2022-23:Chelsea: $666.7MLa Liga: $608.9MBundesliga: $604.1M pic.twitter.com/6HNrfpt2QZ— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 The Athletic greinir frá því að Tebas hafi sagt að enski markaðurinn væri á lyfjum. „Þú sérð það greinilega á janúarglugganum þar sem Chelsea hefur keypt helming þeirra leikmanna sem eru komnir í deildina.“ „Enska úrvalsdeildin hefur tapað milljörðum punda á undanförnum árum. Deildin er að mörgu leyti fjármögnuð af bandarískum auðjöfrum virðast tilbúnir að tapa pening.“ La Liga hefur ólíkt ensku úrvalsdeildinni sett eyðslu þak á lið deildarinnar sem hefur áhrif á hvað þau geta eytt í leikmenn og laun. Þekktasta dæmið eru vandræði Barcelona undanfarna félagaskiptaglugga. Tebas segir að það þekkist ekki á Spáni að lið tapi jafn miklum fjármunum og stærstu lið Englands. Þá sagði hann að það gerðist heldur ekki í Þýskalandi. „Okkar efnahagur leyfir það ekki. Við leyfum ekki velunnurum að bæta upp töp eins og eiga sér stað á Englandi. Það er það sem sker á milli á markaðnum.“ „Það fylgir því töluverð hætta að vera með markað sem er uppblásinn eins og sá sem við höfum séð á undanförnum árum í Evrópu. Það getur ógnað stöðugleika og sjálfbærni fótboltans í Evrópu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tebas pirrar sig á fjármunum erlendra liða en hann hefur látið París Saint-Germain heyra það oftar en einu sinni. Fyrst varðandi möguleg vistaskipti Lionel Messi og svo þegar Kylian Mbappé ákvað að vera áfram í París.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira