Brooks sló Mitchell í punginn eftir að hafa dottið í gólfið en Mitchell svaraði með því að kasta í hann boltanum og í framhaldinu brutust út slagsmál.
Donovan Mitchell sounds off on his altercation with Dillon Brooks. pic.twitter.com/6Yup6EyzP9
— SportsCenter (@SportsCenter) February 3, 2023
Donovan Mitchell fékk brottrekstrarvillu fyrir að kasta boltanum í Brooks en Brooks var rekinn út fyrir punghöggið.
Atvikið gerðist þegar 5:48 voru eftir af leiknum og Cavaliers liðið var 81-76 yfir. Cavaliers vann leikinn á endanum 128-113.
"Him and I have had our personal battles for years. Quite frankly, I've been busting his ass for years."
— Bleacher Report (@BleacherReport) February 3, 2023
Donovan Mitchell on Dillon Brooks
(via @cwmwrites)pic.twitter.com/pnDvLaROnJ
Mitchell er stjörnuleikmaður Cleveland en átti skelfilegan dag, skoraði aðeins 6 stig á 22 mínútum og klikkaði á 9 af 11 skotum sínum. Brooks var með 9 stig á 40 prósent skotnýtingu á sínum 22 mínútum.
Mitchell drullaði yfir Brooks eftir leikinn og kallaði hann óheiðarlegan leikmann.
„Svona er hann bara. Við höfum séð það margoft í þessari deild. Ég og hann höfum átt í persónulegu stríði í mörg ár,“ sagði Donovan Mitchell.
Það má sjá atvikið hér fyrir neðan.
Donovan Mitchell and Dillon Brooks tussle in Cleveland
— The Athletic (@TheAthletic) February 3, 2023
@BleacherReport pic.twitter.com/z5le7GOYt2