Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. febrúar 2023 18:59 Dalrós Líndal og Sverrir Örn greiða af húsnæði sem þau geta ekki nýtt. Framkvæmdir voru stöðvaðar eftir að byggingarfulltrúi fór að efast um byggingarleyfi sem hann samþykkti og gaf út einu og hálfu ári áður. arnar halldórsson Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. Sverrir og Dalrós fengu úthlutaða lóð í Reykjanesbæ árið 2017 með þau áform að byggja þar framtíðarheimili. Teikningar voru samþykktar af byggingafulltrúa Reykjanesbæjar og þeim hjónum afhent plagg um að þær væru í samræmi við gildandi deiliskipulag. Fer að efast um eigin ákvörðun Níu mánuðum síðar var byggingarleyfi gefið út og framkvæmdir hefjast. „Svo hefjast framkvæmdir og við erum búin að vinna í húsinu og í október 2018, átján mánuðum eftir að byggingarfulltrúi samþykkir þessar teikningar þá fer hann að efast um ákvörðun sína,“ segir Sverrir Örn Leifsson, eigandi hússins. Byggingarfulltrúinn efast og segir teikningarnar, sem hann sjálfur samþykkti og gaf út einu og hálfu ári áður, ekki samræmast deiliskipulagi. Hann tjáir fjölskyldunni að aðalhönnuður byggingarinnar sé auk þess ekki með löggildingu til að teikna hús. „Við erum leikmenn, eftirlitið er hjá honum. Eftirlitið er hjá sveitarfélaginu. Þeir eru leyfisveitendur. Allt í járnum síðan árið 2019 Fjölskyldan kemur til móts við kröfur byggingarfulltrúans um að lækka þakið um fimmtíu sentímetra sem er það lægsta sem hægt var að fara miðað við húsagerðina á þessu stigi framkvæmda. „Svo eru bara engin samskipti fyrr en allt í einu er mættur hér staðgengill byggingarfulltrúa og stöðvar framkvæmdir. Það er í desember 2019, þrítugasta desember nákvæmlega, og þetta er búið að vera í járnum síðan.“ Geta ekki nýtt húsnæðið Í dag fjórum árum eftir að öll leyfi voru gefin út og fjölskyldan í góðri trú með framkvæmdir situr hún uppi með óklárað framtíðarheimili sem þau borga af en geta ekki nýtt. Þið þurfið að borga fasteignagjöld og borga af þessu en eignist í raun ekkert. Hvað eruð þið búin að tapa miklu? „Þetta er farið að slá hátt upp í þrjátíu milljónir. Þetta er á milli tuttugu til þrjátíu milljónir. Það er gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik.“ Hjónin misstu leiguhúsnæði sitt í október. Á hrakhólum í á fjórða ár Þau hafa flakkað á milli húsa í að verða fjögur ár. Fyrst í leiguhúsnæði sem þau misstu í október. „Þannig við erum komin heim til pabba míns með börnin okkar tvö og erum þar þangað til eitthvað annað kemur í ljós,“ segir Dalrós Líndal Þórisdóttir, eigandi hússins. Málið hefur haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna, sér í lagi andleg vegna streitu og fjárhagsáhyggja. „Það eru allskonar heilsufarsbrestir. Það eru margar svefnlausar nætur.“ Spyrja sig hvert réttaröryggið sé? Það liggur fyrir í málinu að hæð hússins er í samræmi við þær teikningar og það byggingarleyfi sem fjölskyldan fékk útgefið. Sverrir og Dalrós segja ótækt að þau séu látin bera ábyrgð á seint framkomnum efasemdum byggingarfulltrúans enda hafi þau allan tíman verið í góðri trú um að byggingin stæðist skipulag vegna útgefinna leyfa og velta fyrir sér réttaröryggi borgaranna þegar svona vinnubrögð sveitarfélaga tíðkast. „Þetta virðist vera eins og menn geti stimplað teikningar hipsumhaps og svo löngu seinna sagt við vorum að djóka.“ Byggingafulltrúi hafi aflað teikninga sjálfur Í miðri störukeppni við sveitarfélagið segir Sverrir að byggingarfulltrúi hafi aflað nýrra teikninga samkvæmt gildandi deiliskipulagi sem fjölskyldan hafði hvorki aft aðkomu að né veitt umboð til öflunar. „Þessar teikningar eru samþykktar 23. desember eða þann 27. Það ber ekki alveg saman á þessum stimplum. Það er enginn fundur eða neitt slíkt það er bara búið að binda okkur við þetta og hér stöndum við í dag með hús sem við eignumst ekki og getum ekki nýtt.“ Fjölskyldan kærði málið til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi sveitarfélaginu heimilt að stöðva framkvæmdir í ljósi þess að hæð hússins væri ekki í samræmi við deiliskipulag. Sverrir segir sveitarfélagið hafa sett sér og Dalrós afarkosti.Aðsend Rannsókn ábótavant Fjölskyldan leitar þá til umboðsmanns Alþingis sem í áliti sínu fellir ákveðinn áfellisdóm yfir vinnubrögðum sveitarfélagsins og úrskurðarnefndarinnar. Umboðsmaður segir að rannsókn nefndarinnar sé ábótavant og standist ekki lög og beinir því til nefndarinnar að taka málið aftur upp sem hún gerir ekki þrátt fyrir beiðni fjölskyldunnar. Sveitarfélagið tefli fram afarkostum Síðan þá segir Sverrir að stopult samtal hafi átt sér stað á milli hans og sveitarfélagsins sem endaði með afarkostum sem forsvarsmenn sveitarfélagsins settu fjölskyldunni. „Það hljóðar eiginlega þannig að við megum halda þessari framkvæmd áfram með þeim skilyrðum að við meðal annars afsölum rétti okkar til meðal annars skaðabóta og göngumst í ábyrgð með sveitarfélaginu til mögulegs tjóns einhverja aðila í nærliggjandi húsum, en í hverfinu eru hátt í tuttugu hús sem eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Það er búið að benda á það ítrekað en við erum tekin þarna út fyrir sviga og fáum þessa meðferð.“ Geta ekki borið ábyrgð á efasemdum byggingarfulltrúa Sverrir og Dalrós segja ekki getað borið ábyrgð á ákvörðunum byggingarfulltrúa. Málið snúist um réttaröryggi borgaranna þegar embættismenn taka stjórnvaldsákvarðanir. „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um það réttaröryggi okkar íbúa. Þegar embættismenn líkt og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins er, að þau leyfi og þær veitingar sem hann gefur út og við borgum fyrir - að þær standi.“ Eins og sést eru framkvæmdir komnar mjög langt á veg.Aðsend „Bíða eftir að við verðum gjaldþrota?“ Þau segja viðbrögð sveitarfélagsins gríðarlega ófagleg. „Þau eru bara ófagleg. Annað hvort gerir þú svona eða við gerum þetta. Það á ekki að leysa neitt. Þeir bara standa og bíða. Ég veit ekki eftir hverju þeir eru að bíða, hvort þeir séu að bíða eftir því að við verðum gjaldþrota. Svæfa þetta. Þetta verður ekki svæft.“ Leggja allt undir Fjölskyldan ætlar með málið fyrir dómstóla verð ekki fundin lausn. „Þetta snýst um okkur öll. Alla íbúa svæðisins. Hvort sem þú sért í Reykjanesbæ eða annars staðar á landinu. Þetta snýst um að leyfi sem eru veitt og þú færð. Við leggjum allt undir. Þetta þarf að leysast og við förum alla leið.“ Húsnæðismál Reykjanesbær Neytendur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Sverrir og Dalrós fengu úthlutaða lóð í Reykjanesbæ árið 2017 með þau áform að byggja þar framtíðarheimili. Teikningar voru samþykktar af byggingafulltrúa Reykjanesbæjar og þeim hjónum afhent plagg um að þær væru í samræmi við gildandi deiliskipulag. Fer að efast um eigin ákvörðun Níu mánuðum síðar var byggingarleyfi gefið út og framkvæmdir hefjast. „Svo hefjast framkvæmdir og við erum búin að vinna í húsinu og í október 2018, átján mánuðum eftir að byggingarfulltrúi samþykkir þessar teikningar þá fer hann að efast um ákvörðun sína,“ segir Sverrir Örn Leifsson, eigandi hússins. Byggingarfulltrúinn efast og segir teikningarnar, sem hann sjálfur samþykkti og gaf út einu og hálfu ári áður, ekki samræmast deiliskipulagi. Hann tjáir fjölskyldunni að aðalhönnuður byggingarinnar sé auk þess ekki með löggildingu til að teikna hús. „Við erum leikmenn, eftirlitið er hjá honum. Eftirlitið er hjá sveitarfélaginu. Þeir eru leyfisveitendur. Allt í járnum síðan árið 2019 Fjölskyldan kemur til móts við kröfur byggingarfulltrúans um að lækka þakið um fimmtíu sentímetra sem er það lægsta sem hægt var að fara miðað við húsagerðina á þessu stigi framkvæmda. „Svo eru bara engin samskipti fyrr en allt í einu er mættur hér staðgengill byggingarfulltrúa og stöðvar framkvæmdir. Það er í desember 2019, þrítugasta desember nákvæmlega, og þetta er búið að vera í járnum síðan.“ Geta ekki nýtt húsnæðið Í dag fjórum árum eftir að öll leyfi voru gefin út og fjölskyldan í góðri trú með framkvæmdir situr hún uppi með óklárað framtíðarheimili sem þau borga af en geta ekki nýtt. Þið þurfið að borga fasteignagjöld og borga af þessu en eignist í raun ekkert. Hvað eruð þið búin að tapa miklu? „Þetta er farið að slá hátt upp í þrjátíu milljónir. Þetta er á milli tuttugu til þrjátíu milljónir. Það er gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik.“ Hjónin misstu leiguhúsnæði sitt í október. Á hrakhólum í á fjórða ár Þau hafa flakkað á milli húsa í að verða fjögur ár. Fyrst í leiguhúsnæði sem þau misstu í október. „Þannig við erum komin heim til pabba míns með börnin okkar tvö og erum þar þangað til eitthvað annað kemur í ljós,“ segir Dalrós Líndal Þórisdóttir, eigandi hússins. Málið hefur haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna, sér í lagi andleg vegna streitu og fjárhagsáhyggja. „Það eru allskonar heilsufarsbrestir. Það eru margar svefnlausar nætur.“ Spyrja sig hvert réttaröryggið sé? Það liggur fyrir í málinu að hæð hússins er í samræmi við þær teikningar og það byggingarleyfi sem fjölskyldan fékk útgefið. Sverrir og Dalrós segja ótækt að þau séu látin bera ábyrgð á seint framkomnum efasemdum byggingarfulltrúans enda hafi þau allan tíman verið í góðri trú um að byggingin stæðist skipulag vegna útgefinna leyfa og velta fyrir sér réttaröryggi borgaranna þegar svona vinnubrögð sveitarfélaga tíðkast. „Þetta virðist vera eins og menn geti stimplað teikningar hipsumhaps og svo löngu seinna sagt við vorum að djóka.“ Byggingafulltrúi hafi aflað teikninga sjálfur Í miðri störukeppni við sveitarfélagið segir Sverrir að byggingarfulltrúi hafi aflað nýrra teikninga samkvæmt gildandi deiliskipulagi sem fjölskyldan hafði hvorki aft aðkomu að né veitt umboð til öflunar. „Þessar teikningar eru samþykktar 23. desember eða þann 27. Það ber ekki alveg saman á þessum stimplum. Það er enginn fundur eða neitt slíkt það er bara búið að binda okkur við þetta og hér stöndum við í dag með hús sem við eignumst ekki og getum ekki nýtt.“ Fjölskyldan kærði málið til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi sveitarfélaginu heimilt að stöðva framkvæmdir í ljósi þess að hæð hússins væri ekki í samræmi við deiliskipulag. Sverrir segir sveitarfélagið hafa sett sér og Dalrós afarkosti.Aðsend Rannsókn ábótavant Fjölskyldan leitar þá til umboðsmanns Alþingis sem í áliti sínu fellir ákveðinn áfellisdóm yfir vinnubrögðum sveitarfélagsins og úrskurðarnefndarinnar. Umboðsmaður segir að rannsókn nefndarinnar sé ábótavant og standist ekki lög og beinir því til nefndarinnar að taka málið aftur upp sem hún gerir ekki þrátt fyrir beiðni fjölskyldunnar. Sveitarfélagið tefli fram afarkostum Síðan þá segir Sverrir að stopult samtal hafi átt sér stað á milli hans og sveitarfélagsins sem endaði með afarkostum sem forsvarsmenn sveitarfélagsins settu fjölskyldunni. „Það hljóðar eiginlega þannig að við megum halda þessari framkvæmd áfram með þeim skilyrðum að við meðal annars afsölum rétti okkar til meðal annars skaðabóta og göngumst í ábyrgð með sveitarfélaginu til mögulegs tjóns einhverja aðila í nærliggjandi húsum, en í hverfinu eru hátt í tuttugu hús sem eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Það er búið að benda á það ítrekað en við erum tekin þarna út fyrir sviga og fáum þessa meðferð.“ Geta ekki borið ábyrgð á efasemdum byggingarfulltrúa Sverrir og Dalrós segja ekki getað borið ábyrgð á ákvörðunum byggingarfulltrúa. Málið snúist um réttaröryggi borgaranna þegar embættismenn taka stjórnvaldsákvarðanir. „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um það réttaröryggi okkar íbúa. Þegar embættismenn líkt og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins er, að þau leyfi og þær veitingar sem hann gefur út og við borgum fyrir - að þær standi.“ Eins og sést eru framkvæmdir komnar mjög langt á veg.Aðsend „Bíða eftir að við verðum gjaldþrota?“ Þau segja viðbrögð sveitarfélagsins gríðarlega ófagleg. „Þau eru bara ófagleg. Annað hvort gerir þú svona eða við gerum þetta. Það á ekki að leysa neitt. Þeir bara standa og bíða. Ég veit ekki eftir hverju þeir eru að bíða, hvort þeir séu að bíða eftir því að við verðum gjaldþrota. Svæfa þetta. Þetta verður ekki svæft.“ Leggja allt undir Fjölskyldan ætlar með málið fyrir dómstóla verð ekki fundin lausn. „Þetta snýst um okkur öll. Alla íbúa svæðisins. Hvort sem þú sért í Reykjanesbæ eða annars staðar á landinu. Þetta snýst um að leyfi sem eru veitt og þú færð. Við leggjum allt undir. Þetta þarf að leysast og við förum alla leið.“
Húsnæðismál Reykjanesbær Neytendur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira