Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2023 07:36 Bennett ferðaðist til Moskvu í mars í fyrra til að freista þess að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna. epa/Sputnik/Yevgeny Biyatov Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Frá þessu greindi Bennett í viðtali við hlaðvarpsþáttastjórnandann Hanoch Daum sem birt var í gær. Að sögn Bennett átti umrætt samtal sér stað í mars í fyrra, þegar forsætisráðherrann ferðaðist til Moskvu til að freista þess að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna. „Ég spurði: Hefur þú í hyggju að drepa Selenskí? Hann sagði: Ég mun ekki drepa Selenskí. Þá sagði ég: Ég verð að hafa það á hreinu að þú ert að lofa mér því að þú munir ekki drepa Selenskí. Hann sagði: Ég ætla ekki að drepa Selenskí,“ sagði Bennett. Hann sagðist síðan hafa hringt í Selenskí á leið sinni á flugvöllinn í Moskvu og greint honum frá loforði Pútín. Bennett greindi einnig frá því í viðtalinu að miðlunartilraunir hans hefðu borið þann árangur að Selenskí hefði samþykkt að gefa hugmyndir um aðild að Atlantshafsbandalaginu upp á bátinn og Pútín heitið því að gera ekki kröfu um afvopnun Úkraínu sem forsendu fyrir endalokum átaka. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði umleitanir sínar hafa átt sér stað með samþykki Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í samtali við Bild am Sonntag í gær að Pútín hefði ekki haft í hótunum gegn sér né Þýskalandi þrátt fyrir margyfirlýsta afstöðu Þjóðverja gegn stríðsbrölti Rússa. Boris Johson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, greindi hins vegar frá því á dögunum að Pútín hefði hótað honum með eldflaugaárás. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ísrael Úkraína Hernaður Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Frá þessu greindi Bennett í viðtali við hlaðvarpsþáttastjórnandann Hanoch Daum sem birt var í gær. Að sögn Bennett átti umrætt samtal sér stað í mars í fyrra, þegar forsætisráðherrann ferðaðist til Moskvu til að freista þess að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna. „Ég spurði: Hefur þú í hyggju að drepa Selenskí? Hann sagði: Ég mun ekki drepa Selenskí. Þá sagði ég: Ég verð að hafa það á hreinu að þú ert að lofa mér því að þú munir ekki drepa Selenskí. Hann sagði: Ég ætla ekki að drepa Selenskí,“ sagði Bennett. Hann sagðist síðan hafa hringt í Selenskí á leið sinni á flugvöllinn í Moskvu og greint honum frá loforði Pútín. Bennett greindi einnig frá því í viðtalinu að miðlunartilraunir hans hefðu borið þann árangur að Selenskí hefði samþykkt að gefa hugmyndir um aðild að Atlantshafsbandalaginu upp á bátinn og Pútín heitið því að gera ekki kröfu um afvopnun Úkraínu sem forsendu fyrir endalokum átaka. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði umleitanir sínar hafa átt sér stað með samþykki Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í samtali við Bild am Sonntag í gær að Pútín hefði ekki haft í hótunum gegn sér né Þýskalandi þrátt fyrir margyfirlýsta afstöðu Þjóðverja gegn stríðsbrölti Rússa. Boris Johson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, greindi hins vegar frá því á dögunum að Pútín hefði hótað honum með eldflaugaárás.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ísrael Úkraína Hernaður Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira