Stöð 2 Sport
Klukkan 19.30 er stórleikur Flensburg og Vals í Evrópudeildinni í handbolta á dagskrá. Að leik loknum, klukkan 21.15, verða leikir kvöldsins gerðir upp.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.40 mætast Ferencvaros og PAUC, lið Kristjáns Arnar Kristjánssonar í Evrópudeildinni í handbolta.
Klukkan 20.00 er Lokasóknin á dagskrá en þar verður farið yfir síðustu tvo leikina í NFL en nú er ljóst hvaða lið mætast í Ofurskálinni.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 19.35 mætast Sheffield United og Wrexham í endurteknum leik í ensku bikarkeppninni. Sigurvegarinn mætir Tottenham Hotspur í næstu umferð.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.35 mætast Salernitana og Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 18.55 mætast Hibernian og Borussia Dortmund í UEFA Youth League í fótbolta.
Stöð 2 Esport
Klukkan 19.15 er Ljósleiðaradeildin í CS:GO á dagskrá.