Allar líkur er taldar á því að þessar tölur eigi eftir að hækka en björgunarstarf er enn í fullum gangi og mikið verk fyrir höndum.
Almannavarnir Tyrklands segja að 2600 björgunarliðar frá 65 löndum hafi verið sendir á vettvang til aðstoðar og nú þegar hafa 300 þúsund teppi og fjörutíu þúsund neyðartjöld verið afhent, en veðrið er slæmt á þeim slóðum þar sem skjálftinn reið yfir.
Þúsundir bygginga hrundu þegar skjálftarnir riðu yfir aðfararnótt mánudagsins þegar fólk var í fasta svefni en fyrsti skjálftinn var 7,8 stig að stærð. Nokkrum tímum síðar kom annar, litlu minni, eða 7,5 stig.
Og nú í nótt kom enn einn stór skjálfti, sá mædist 5,6 stig samkvæmt Evrópsku jarðfræðistofnuninni.