Rússar hóta að auka árásir sínar vegna vopnasendinga Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2023 19:50 Nadine syrgir son sinn Oleg Kunynets, einn fjölmargra hermanna Úkraínu, sem fallið hefur í innrás Rússa í austurhéruðum landsins. AP/Emilio Morenatti Bandaríkjamenn eru byrjaðir að senda Bradley bryndreka til Úkraínu en hafa einnig lofað að senda þangað öflugri skriðdreka ásamt nokkrum ríkjum Evrópu. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að með þessu séu bandalagsþjóðirnar að reyna að lengja í stríðinu. Síðustu vikur og mánuði hafa hörðustu bardagar í innrás Rússa í Úkraínu farið fram í austurhluta landsins, aðallega í nágrenni við borgina Bakhmut. Gífurlegt mannfall hefur verið þar hjá báðum fylkingum en þó mun meira hjá Rússum sem senda hverja hersveitina á fætur annarri í opinn dauðann. Úkraínumenn segja að mannfall meðal Rússa hafi aldrei verið eins mikið og síðasta sólarhringinn. Hersveitir þeirra hafi fellt um eða yfir þúsund rússneska hermenn. Úkraínumenn skortir skriðdreka á austurvígstöðvunum en í gær birti úkraínski herinn myndir þar sem verið er að lesta skip með 60 Bradley bryndrekum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa líka heitið að senda 31 stærri og öflugri skriðdreka af M1 Abrams gerð sem tekur nokkur tíma að þjálfa úkraínska hermenn á að stjórna. Þá ætla Evrópuþjóðir að senda 80 Leopard 2 skriðdreka. Rússar sem, búa yfir mun fleiri skriðdrekum í innrás sinni, vara við því að aukin geta Úkraínu til að verjast innrásinni muni stigmagna átökin „Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra reyna að draga átökin eins mikið á langinn og hægt er. Í þeim tilgangi hafa þeir byrjað að útvega Úkraínu þungavopn og opinberlega hvatt þá til að vinna af okkur landsvæði. Skref í þessa átt munu draga NAT- ríkin inn í átökin og gætu leitt til ófyrirsjáanlegrar stigmögnunar," sagði Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands á fundi með herforingjaráðinu í dag. Rússar hafi grandað þessum þungavopnum á vígstöðvunum og á leið til átakasvæða og muni halda áfram að gera það. Pólverjar settu upp Patriot eldflaugavarnakerfi í æfingarskyni við höfuðborgina Varsjá í dag.AP/Michal Dyjuk Bandaríkjamenn hafa einnig lofað Úkraínumönnum fullkomnum Patriot loftvarnakerfum. Í gær voru slík kerfi sett upp í æfingarskyni við Varjá höfuðborg Póllands. Mariusz Blaszczak varnarmálaráðherra Póllands segir stríðið í Úkraínu sýna fram á nauðsyn þessa að koma slíkum vörnum upp. „Við gerum okkur öll greini fyrir því stríði sem geisar handan landamæranna. En við munum vísvitandi halda æfingar í þeim tilgangi að fæla alla árásaraðila. Þannig sýnum við að pólski herinn er tilbúinn til bardaga," sagði Blaszczak í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09 Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hafa hörðustu bardagar í innrás Rússa í Úkraínu farið fram í austurhluta landsins, aðallega í nágrenni við borgina Bakhmut. Gífurlegt mannfall hefur verið þar hjá báðum fylkingum en þó mun meira hjá Rússum sem senda hverja hersveitina á fætur annarri í opinn dauðann. Úkraínumenn segja að mannfall meðal Rússa hafi aldrei verið eins mikið og síðasta sólarhringinn. Hersveitir þeirra hafi fellt um eða yfir þúsund rússneska hermenn. Úkraínumenn skortir skriðdreka á austurvígstöðvunum en í gær birti úkraínski herinn myndir þar sem verið er að lesta skip með 60 Bradley bryndrekum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa líka heitið að senda 31 stærri og öflugri skriðdreka af M1 Abrams gerð sem tekur nokkur tíma að þjálfa úkraínska hermenn á að stjórna. Þá ætla Evrópuþjóðir að senda 80 Leopard 2 skriðdreka. Rússar sem, búa yfir mun fleiri skriðdrekum í innrás sinni, vara við því að aukin geta Úkraínu til að verjast innrásinni muni stigmagna átökin „Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra reyna að draga átökin eins mikið á langinn og hægt er. Í þeim tilgangi hafa þeir byrjað að útvega Úkraínu þungavopn og opinberlega hvatt þá til að vinna af okkur landsvæði. Skref í þessa átt munu draga NAT- ríkin inn í átökin og gætu leitt til ófyrirsjáanlegrar stigmögnunar," sagði Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands á fundi með herforingjaráðinu í dag. Rússar hafi grandað þessum þungavopnum á vígstöðvunum og á leið til átakasvæða og muni halda áfram að gera það. Pólverjar settu upp Patriot eldflaugavarnakerfi í æfingarskyni við höfuðborgina Varsjá í dag.AP/Michal Dyjuk Bandaríkjamenn hafa einnig lofað Úkraínumönnum fullkomnum Patriot loftvarnakerfum. Í gær voru slík kerfi sett upp í æfingarskyni við Varjá höfuðborg Póllands. Mariusz Blaszczak varnarmálaráðherra Póllands segir stríðið í Úkraínu sýna fram á nauðsyn þessa að koma slíkum vörnum upp. „Við gerum okkur öll greini fyrir því stríði sem geisar handan landamæranna. En við munum vísvitandi halda æfingar í þeim tilgangi að fæla alla árásaraðila. Þannig sýnum við að pólski herinn er tilbúinn til bardaga," sagði Blaszczak í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09 Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41
Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00