Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2023 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að hækka vexti til að vinna gegn mikilli eftirpurn innalands. Lækka þurfi verðbólgu fyrir næstu kjarasamningalotu í lok þessa árs. Væisir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár. Peningastefnunefnd hækkaði meginvexti Seðlabankans um 0,5 prósentustig í morgun. Þrjár meginforsendur ráða ákvörðun nefndarinnar, verðbólguhorfur hafi versnað frá síðasta fundi hennar, aðhald fjárlaga væri minna en reiknað hefði verið með og launahækkanir verið meiri. Á sama tíma er bullandi uppsveifla í íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur var 7,1 prósent í fyrra og hefur ekki verið meiri frá því árið 2007 og vinnumarkaðurinn annar ekki eftirspurn þannig að þúsundir manna hafa verið sóttir til annarra landa til að standa undir uppsveiflunni. Gengi krónunnar hefur gefið eftir þannig að útflutningsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki fá fleiri krónur en áður fyrir gjaldeyristekjurnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri útilokar ekki að hækka þurfi vexti enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi í mars. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikla spennu ríkja í þeirri uppsveiflu sem nú væri í íslenskum efnahagsmálum. Hagvöxtur hafi ekki verið meiri en frá árinu 2007.Vísir/Vilhelm Almenningur situr uppi með Svarta Pétur, er staðan þannig að almenningur eigi einn að standa undir því að ná niður verðbólgunni? „Alls ekki. Við erum núna að vinna fyrir almenning, að ná niður verðbólgu. Nú hefur verið samið um launahækkanir og við erum að reyna að tryggja að þær hafi eitthvert virði,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn standi að baki krónunni og hafi það hlutverk að tryggja að hún brenni ekki upp í verðbólgu og laun haldi kaupmætti. Seðlabankastjóri segir gildi krónunnar meðal annars markast af mismuni inn- og útflutnings en síðustu mánuði hafi Íslendingar flutt meira inn en út og því halli á viðskiptajöfnuði. Hærri vextir ættu að slá á innlenda eftirspurn. Íslendingar ættu að vissu leyti við góðærisvanda að stríða á meðan hagvöxtur færi minnkandi í öðrum löndum. Peningastefnunefnd segir að aðhald stjórnvalda mætti vera meira. „Við hefðum viljað sjá meira, já. Það eru þrír aðilar sem í rauninni fara með stjórn í þessu kerfi, heildarstjórn. Það eru vinnumarkaðsfélögin, stjórnvöld og síðan Seðlabankinn. Það er engin launung á því að við hefðum viljað sjá hina tvo aðilana leggjast fastar á árarnar með okkur,“ segir Ásgeir. Lífkjarasamningarnir hafi skilað mesta kaupmáttarauka í sögunni þótt illa hafi gengið síðasta hálfa árið. Nú hafði síðan verið gerðir skammtíma kjarasamningar og því gefist ár til að ná árangri í baráttunni við verðbólgu og undirbúa samninga til lengri tíma. „Við hefðum viljað sjá minni launahækkanir núna. Það hefði hjálpað okkur. En við verðum að vinna með þessa samninga eins og þeir eru. Þess vegna erum við náttúrlega að hækka vexti núna. Til þess að við getum sýnt fram á árangur áður en það verður byrjað næst að semja,“ segir Ásgeir Jónsson. Viðtalið við seðlabankastjóra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“ 8. febrúar 2023 11:31 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Peningastefnunefnd hækkaði meginvexti Seðlabankans um 0,5 prósentustig í morgun. Þrjár meginforsendur ráða ákvörðun nefndarinnar, verðbólguhorfur hafi versnað frá síðasta fundi hennar, aðhald fjárlaga væri minna en reiknað hefði verið með og launahækkanir verið meiri. Á sama tíma er bullandi uppsveifla í íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur var 7,1 prósent í fyrra og hefur ekki verið meiri frá því árið 2007 og vinnumarkaðurinn annar ekki eftirspurn þannig að þúsundir manna hafa verið sóttir til annarra landa til að standa undir uppsveiflunni. Gengi krónunnar hefur gefið eftir þannig að útflutningsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki fá fleiri krónur en áður fyrir gjaldeyristekjurnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri útilokar ekki að hækka þurfi vexti enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi í mars. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikla spennu ríkja í þeirri uppsveiflu sem nú væri í íslenskum efnahagsmálum. Hagvöxtur hafi ekki verið meiri en frá árinu 2007.Vísir/Vilhelm Almenningur situr uppi með Svarta Pétur, er staðan þannig að almenningur eigi einn að standa undir því að ná niður verðbólgunni? „Alls ekki. Við erum núna að vinna fyrir almenning, að ná niður verðbólgu. Nú hefur verið samið um launahækkanir og við erum að reyna að tryggja að þær hafi eitthvert virði,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn standi að baki krónunni og hafi það hlutverk að tryggja að hún brenni ekki upp í verðbólgu og laun haldi kaupmætti. Seðlabankastjóri segir gildi krónunnar meðal annars markast af mismuni inn- og útflutnings en síðustu mánuði hafi Íslendingar flutt meira inn en út og því halli á viðskiptajöfnuði. Hærri vextir ættu að slá á innlenda eftirspurn. Íslendingar ættu að vissu leyti við góðærisvanda að stríða á meðan hagvöxtur færi minnkandi í öðrum löndum. Peningastefnunefnd segir að aðhald stjórnvalda mætti vera meira. „Við hefðum viljað sjá meira, já. Það eru þrír aðilar sem í rauninni fara með stjórn í þessu kerfi, heildarstjórn. Það eru vinnumarkaðsfélögin, stjórnvöld og síðan Seðlabankinn. Það er engin launung á því að við hefðum viljað sjá hina tvo aðilana leggjast fastar á árarnar með okkur,“ segir Ásgeir. Lífkjarasamningarnir hafi skilað mesta kaupmáttarauka í sögunni þótt illa hafi gengið síðasta hálfa árið. Nú hafði síðan verið gerðir skammtíma kjarasamningar og því gefist ár til að ná árangri í baráttunni við verðbólgu og undirbúa samninga til lengri tíma. „Við hefðum viljað sjá minni launahækkanir núna. Það hefði hjálpað okkur. En við verðum að vinna með þessa samninga eins og þeir eru. Þess vegna erum við náttúrlega að hækka vexti núna. Til þess að við getum sýnt fram á árangur áður en það verður byrjað næst að semja,“ segir Ásgeir Jónsson. Viðtalið við seðlabankastjóra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“ 8. febrúar 2023 11:31 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“ 8. febrúar 2023 11:31
Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29