Stríð ríkisstjórnarinnar gegn mannréttindum Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Lenya Rún Taha Karim, Indriði Ingi Stefánsson og Eva Sjöfn Helgadóttir skrifa 8. febrúar 2023 17:00 Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um meint málþóf Pírata. Það er rétt að við höfum tekið dágóðan tíma í að ræða útlendingafrumvarpið inni á þingi, en tilgangurinn með því var að gera heiðarlega tilraun til þess að fá samstarfsfólk okkar þar til að hlusta. Við höfum farið yfir allt það sem ríkisstjórnin hefur kosið að hunsa – um yfirvofandi skerðingar á mannréttindum – í þeirra eigin frumvarpi. Við höfum nýtt allar leiðir sem okkur standa til boða til að reyna að opna augu þingmanna meirihlutans fyrir því sem raunverulega felst í útlendingafrumvarpi dómsmálaráðherra og þeim afleiðingum sem það mun hafa. Frumvarpi því, sem forseti Alþingis hefur ákveðið að halda á dagskrá í allan þennan tíma, þrátt fyrir ítrekaðar tillögur frá þingmönnum Pírata um að taka fyrir önnur og brýnni mál en réttindaskerðingar fólks á flótta. Ef fram fer sem horfir mun stjórnarmeirihlutinn á þingi, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, leiða í lög verulegar skerðingar á réttindum og lífsgæðum fólks á flótta.. Staðreyndir málsins Við höfum bent á þá staðreynd að frumvarpið mun svipta fólk aðgengi að heilbrigðisþjónustu, húsnæði og annarri aðstoð á röngum forsendum, einstaklingunum og samfélaginu öllu til tjóns. Við höfum bent á að stjórnarmeirihlutinn ætlar að skerða verulega rétt til fjölskyldusameiningar og aðskilja þannig fjölskyldur á flótta að tilefnislausu. Við höfum bent á þá staðreynd að stjórnarmeirihlutinn ætlar að afnema rétt flóttafólks til þess að fá ranga ákvörðun leiðrétta á grundvelli stjórnsýslulaga, sem kveða á um grundvallarréttindi fólks í samskiptum við stjórnvöld. Við höfum bent á þá staðreynd að stjórnarmeirihlutinn ætlar að heimila stjórnvöldum að synja flóttafólki um efnismeðferð hér á landi ef íslenskum stjórnvöldum finnst „eðlilegt og sanngjarnt“ að senda viðkomandi til einhvers ríkis sem þau hafa jafnvel aldrei komið til. Við höfum bent á þá staðreynd að stjórnarmeirihlutinn ætlar að heimila stjórnvöldum að afla viðkvæmra heilsufarsupplýsinga um flóttafólk án þeirra samþykkis eða jafnvel án þeirra vitundar. Við höfum bent á þá staðreynd að stjórnarmeirihlutinn ætlar að refsa börnum fyrir athafnir annarra, þrátt fyrir skýr ákvæði mannréttindasamninga um að það sé óheimilt með öllu. Við höfum bent á þá staðreynd að stjórnarmeirihlutinn ætlar að innleiða sjálfvirkt kæruferli með knöppum tímafrestum, sem gera það erfiðara fyrir flóttafólk að leita réttar síns fyrir íslenskum stjórnvöldum. Þetta eru einungis dæmi um þann skaða sem frumvarpið mun valda verði það að lögum. Allt eru þetta brot á réttindum sem allir almennir borgarar búa við og okkur þykja sjálfsögð, en ríkisstjórnin ætlar að taka af fólki á flótta. Ríkisstjórnin hunsar einróma álit umsagnaraðila Stjórnarmeirihlutinn getur ekki lengur látið sem hann viti ekki hvað raunverulega stendur til með þessu frumvarpi. Þau munu heldur ekki sagt að hávær mótmæli grasrótarsamtaka sem og fagaðila hafi farið framhjá þeim. Meðal stofnana og samtaka sem hafa gert alvarlegar athugasemdir við eða mótmælt frumvarpinu eru Rauði krossinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Embætti landlæknis, Kvenréttindafélag Íslands, Hafnarfjarðarbær, Þroskahjálp, Læknafélag Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Prestar innflytjenda og flóttafólks, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtökin ‘78, Solaris, UNICEF og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Umsagnaraðilar eru almennt sammála um að frumvarpið leiði til ólíðandi skerðingar á mannréttindum fólks á flótta. Rauði krossinn, prestar innflytjenda og flóttafólks og fleiri hafa bent á að með samþykkt þess muni heimilislausu fólki í örbirgð fjölga verulega með ófyrirséðum afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Þá hefur einnig verið ítrekað og sterklega varað við því að frumvarpið stangist á við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og annarra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Einbeittur brotavilji Dómsmálaráðuneytið og formaður allsherjar- og menntamálanefndar hafa staðfest að þau séu fullkomlega meðvituð um eðli málsins. Þau ætla bara samt að leiða þessar víðtæku réttindaskerðingar í lög. Þessi einbeitti brotavilji endurspeglast í því að meirihlutinn í allsherjar- og menntamálanefnd felldi tillögu þingmanns Pírata um að fá skriflega úttekt á því hvort frumvarpið samræmdist stjórnarskrá. Við höfum ítrekað óskað eftir viðveru þingmanna og ráðherra meirihlutans í umræðum um málið. Við höfum krafist þess sérstaklega að félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, mæti í þingsal til að taka þátt í umræðunum. Í ljósi þess að hann fer með málaflokk þjónustu við hælisleitendur ætti að þykja hið eðlilegasta mál að hann gerði grein fyrir sinni afstöðu gagnvart frumvarpi sem ætlað er að svipta skjólstæðinga hans fæði, húsnæði og læknisþjónustu. Hann hefur ekki látið sjá sig. Þar sem frumvarpið felur einnig í sér skerðingar á réttindum barna á flótta höfum við kallað eftir mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, en hann hefur líka eftir fremsta megni forðast þingsalinn og umræðuna eins og hún leggur sig. Stjórnarliðar á hlaupum Allan þann tíma sem við höfum staðið í þingsal og reynt að ná til annarra þingmanna og ráðherra stjórnarmeirihlutans höfum við gripið í tómt, því þau hlaupa undan og tæma þingsalinn á mettíma um leið og umræður um málið hefjast. Þegar allt annað hefur brugðist höfum reynt að höfða til samkenndar og mannúðar þingmanna stjórnarmeirihlutans, en brotavilji þeirra gagnvart fólki á flótta virðist einbeittari en nokkurn innan okkar raða hefði órað fyrir. Málið hefur verið efst á dagskrá þingfunda síðustu þrjár vikur. Við höfum lagt fram ítrekaðar tillögur um að taka fyrir önnur mál í staðinn, en þær tillögur hafa engan stuðning fengið úr öðrum flokkum, hvorki stjórn né stjórnarandstöðu. Við höfum endurtekið lagt til að allsherjar- og menntamálanefnd taki málið aftur inn á sitt borð og bregðist við þeim alvarlegu athugasemdum sem umsagnaraðilar hafa komið á framfæri. En þau vilja hvorki hlusta á okkur né tala við okkur — ekki nema rétt til þess að lýsa yfir vanþóknun sinni á því hvernig Píratar nota þingsalinn til að „tefja“ fyrir voðaverkunum. Valið er þeirra Með samþykkt frumvarpsins verður sett hættulegt fordæmi um skerðingar mannréttinda og er það eitthvað sem öll lýðræðisríki ættu að varast. Við teljum fullreynt að koma viti fyrir stjórnarliða, að hvetja þau til að standa vörð um stjórnarskrána. Á næstu dögum fer fram atkvæðagreiðsla um málið. Stjórnarmeirihlutinn fær þá tækifæri til að kjósa með eða á móti lögum sem munu skerða verulega réttarstöðu og lífsgæði fólks á flótta á Íslandi. Það er núna í þeirra höndum að axla ábyrgð á gjörðum sínum til framtíðar, gagnvart kjósendum og gagnvart fólki á flótta. Skömmin er og verður þeirra. Höfundar eru þingmenn Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingi Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Andrés Ingi Jónsson Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Björn Leví Gunnarsson Gísli Rafn Ólafsson Halldóra Mogensen Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Lenya Rún Taha Karim Indriði Stefánsson Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um meint málþóf Pírata. Það er rétt að við höfum tekið dágóðan tíma í að ræða útlendingafrumvarpið inni á þingi, en tilgangurinn með því var að gera heiðarlega tilraun til þess að fá samstarfsfólk okkar þar til að hlusta. Við höfum farið yfir allt það sem ríkisstjórnin hefur kosið að hunsa – um yfirvofandi skerðingar á mannréttindum – í þeirra eigin frumvarpi. Við höfum nýtt allar leiðir sem okkur standa til boða til að reyna að opna augu þingmanna meirihlutans fyrir því sem raunverulega felst í útlendingafrumvarpi dómsmálaráðherra og þeim afleiðingum sem það mun hafa. Frumvarpi því, sem forseti Alþingis hefur ákveðið að halda á dagskrá í allan þennan tíma, þrátt fyrir ítrekaðar tillögur frá þingmönnum Pírata um að taka fyrir önnur og brýnni mál en réttindaskerðingar fólks á flótta. Ef fram fer sem horfir mun stjórnarmeirihlutinn á þingi, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, leiða í lög verulegar skerðingar á réttindum og lífsgæðum fólks á flótta.. Staðreyndir málsins Við höfum bent á þá staðreynd að frumvarpið mun svipta fólk aðgengi að heilbrigðisþjónustu, húsnæði og annarri aðstoð á röngum forsendum, einstaklingunum og samfélaginu öllu til tjóns. Við höfum bent á að stjórnarmeirihlutinn ætlar að skerða verulega rétt til fjölskyldusameiningar og aðskilja þannig fjölskyldur á flótta að tilefnislausu. Við höfum bent á þá staðreynd að stjórnarmeirihlutinn ætlar að afnema rétt flóttafólks til þess að fá ranga ákvörðun leiðrétta á grundvelli stjórnsýslulaga, sem kveða á um grundvallarréttindi fólks í samskiptum við stjórnvöld. Við höfum bent á þá staðreynd að stjórnarmeirihlutinn ætlar að heimila stjórnvöldum að synja flóttafólki um efnismeðferð hér á landi ef íslenskum stjórnvöldum finnst „eðlilegt og sanngjarnt“ að senda viðkomandi til einhvers ríkis sem þau hafa jafnvel aldrei komið til. Við höfum bent á þá staðreynd að stjórnarmeirihlutinn ætlar að heimila stjórnvöldum að afla viðkvæmra heilsufarsupplýsinga um flóttafólk án þeirra samþykkis eða jafnvel án þeirra vitundar. Við höfum bent á þá staðreynd að stjórnarmeirihlutinn ætlar að refsa börnum fyrir athafnir annarra, þrátt fyrir skýr ákvæði mannréttindasamninga um að það sé óheimilt með öllu. Við höfum bent á þá staðreynd að stjórnarmeirihlutinn ætlar að innleiða sjálfvirkt kæruferli með knöppum tímafrestum, sem gera það erfiðara fyrir flóttafólk að leita réttar síns fyrir íslenskum stjórnvöldum. Þetta eru einungis dæmi um þann skaða sem frumvarpið mun valda verði það að lögum. Allt eru þetta brot á réttindum sem allir almennir borgarar búa við og okkur þykja sjálfsögð, en ríkisstjórnin ætlar að taka af fólki á flótta. Ríkisstjórnin hunsar einróma álit umsagnaraðila Stjórnarmeirihlutinn getur ekki lengur látið sem hann viti ekki hvað raunverulega stendur til með þessu frumvarpi. Þau munu heldur ekki sagt að hávær mótmæli grasrótarsamtaka sem og fagaðila hafi farið framhjá þeim. Meðal stofnana og samtaka sem hafa gert alvarlegar athugasemdir við eða mótmælt frumvarpinu eru Rauði krossinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Embætti landlæknis, Kvenréttindafélag Íslands, Hafnarfjarðarbær, Þroskahjálp, Læknafélag Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Prestar innflytjenda og flóttafólks, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtökin ‘78, Solaris, UNICEF og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Umsagnaraðilar eru almennt sammála um að frumvarpið leiði til ólíðandi skerðingar á mannréttindum fólks á flótta. Rauði krossinn, prestar innflytjenda og flóttafólks og fleiri hafa bent á að með samþykkt þess muni heimilislausu fólki í örbirgð fjölga verulega með ófyrirséðum afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Þá hefur einnig verið ítrekað og sterklega varað við því að frumvarpið stangist á við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og annarra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Einbeittur brotavilji Dómsmálaráðuneytið og formaður allsherjar- og menntamálanefndar hafa staðfest að þau séu fullkomlega meðvituð um eðli málsins. Þau ætla bara samt að leiða þessar víðtæku réttindaskerðingar í lög. Þessi einbeitti brotavilji endurspeglast í því að meirihlutinn í allsherjar- og menntamálanefnd felldi tillögu þingmanns Pírata um að fá skriflega úttekt á því hvort frumvarpið samræmdist stjórnarskrá. Við höfum ítrekað óskað eftir viðveru þingmanna og ráðherra meirihlutans í umræðum um málið. Við höfum krafist þess sérstaklega að félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, mæti í þingsal til að taka þátt í umræðunum. Í ljósi þess að hann fer með málaflokk þjónustu við hælisleitendur ætti að þykja hið eðlilegasta mál að hann gerði grein fyrir sinni afstöðu gagnvart frumvarpi sem ætlað er að svipta skjólstæðinga hans fæði, húsnæði og læknisþjónustu. Hann hefur ekki látið sjá sig. Þar sem frumvarpið felur einnig í sér skerðingar á réttindum barna á flótta höfum við kallað eftir mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, en hann hefur líka eftir fremsta megni forðast þingsalinn og umræðuna eins og hún leggur sig. Stjórnarliðar á hlaupum Allan þann tíma sem við höfum staðið í þingsal og reynt að ná til annarra þingmanna og ráðherra stjórnarmeirihlutans höfum við gripið í tómt, því þau hlaupa undan og tæma þingsalinn á mettíma um leið og umræður um málið hefjast. Þegar allt annað hefur brugðist höfum reynt að höfða til samkenndar og mannúðar þingmanna stjórnarmeirihlutans, en brotavilji þeirra gagnvart fólki á flótta virðist einbeittari en nokkurn innan okkar raða hefði órað fyrir. Málið hefur verið efst á dagskrá þingfunda síðustu þrjár vikur. Við höfum lagt fram ítrekaðar tillögur um að taka fyrir önnur mál í staðinn, en þær tillögur hafa engan stuðning fengið úr öðrum flokkum, hvorki stjórn né stjórnarandstöðu. Við höfum endurtekið lagt til að allsherjar- og menntamálanefnd taki málið aftur inn á sitt borð og bregðist við þeim alvarlegu athugasemdum sem umsagnaraðilar hafa komið á framfæri. En þau vilja hvorki hlusta á okkur né tala við okkur — ekki nema rétt til þess að lýsa yfir vanþóknun sinni á því hvernig Píratar nota þingsalinn til að „tefja“ fyrir voðaverkunum. Valið er þeirra Með samþykkt frumvarpsins verður sett hættulegt fordæmi um skerðingar mannréttinda og er það eitthvað sem öll lýðræðisríki ættu að varast. Við teljum fullreynt að koma viti fyrir stjórnarliða, að hvetja þau til að standa vörð um stjórnarskrána. Á næstu dögum fer fram atkvæðagreiðsla um málið. Stjórnarmeirihlutinn fær þá tækifæri til að kjósa með eða á móti lögum sem munu skerða verulega réttarstöðu og lífsgæði fólks á flótta á Íslandi. Það er núna í þeirra höndum að axla ábyrgð á gjörðum sínum til framtíðar, gagnvart kjósendum og gagnvart fólki á flótta. Skömmin er og verður þeirra. Höfundar eru þingmenn Pírata.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun