Jón Sveins: Raggi á eftir að vera jafngóður þjálfari og hann var leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 08:00 Ragnari Sigurðssyni vantaði bara þrjá leiki upp á að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Hann var lykilmaður í báðum stórmótaliðum karlaliðsins. Vísir/Vilhelm Jón Sveinsson stjórnar áfram Fram í Bestu deildinni í sumar en ein af stærstu viðbótunum við félagið er nýr aðstoðarþjálfari sem var hluti af gullkynslóð karlalandsliðsins í fótbolta. Jón talar vel um Ragnar Sigurðsson og spáir honum frama sem þjálfara. Framarar stóðu sig vel í endurkomu sinni upp í efstu deild undir stjórn Jóns í fyrra sumar en þetta var fyrsta tímabilið meðal þeirra bestu síðan sumarið 2014. Fram var spáð falli en hélt örugglega sæti sínu og þeir urðu síðan Reykjavíkurmeistarar á dögunum. Jón býst við öðruvísi væntingum til liðsins í ár. Jón Sveinsso stýrir Framliðinu síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson ræddi við þennan mikla Framara en Jón Sveinsson lék sjálfur 169 leiki fyrir Fram í efstu deild og er einn af leikjahæstu leikmönnum félagsins í efstu deild frá upphafi. Gaupi ræddi við Jón meðal annars um þá staðreynd að hann er einn af fáum þjálfarum sem eru ekki í fullu starfi heldur vinnur hann annað starf með þjálfuninni. Jón er að byrja sitt fimmta tímabil með Framliðið en annað árið í deild þeirra bestu er oft vandasamt. Öðruvísi væntingar í ár „Annað árið getur verið erfiðara. Við mætum í fyrra með engar væntingar eftir að hafa verið alls staðar spáð í kjallarann. Við vissum svo sem að við værum betri en það þannig að það hafði ekki mikil áhrif á okkur. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að á þessu öðru ári munu verða öðruvísi væntingar til okkar í ár heldur en í fyrra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Klippa: Gaupi ræddi við Jón Sveinsson „Ég hef mikla trú á því að það verði ekki mikil breyting á þessu frá því í fyrra. Ég held að við séum með gott samkeppnishæft lið í þessari deild. Við verðum tilbúnir í slaginn þegar þetta verður flautað á,“ sagði Jón. Hann virðist vera nokkur sáttur með stöðuna á leikmannamálum Framliðsins og það er ekki að heyra á honum að von sé á mörgum leikmönnum í viðbót. „Ég held að við séum nokkuð vel settir,“ sagði Jón. Jón er Framari í gegn og vann titla með félaginu á árum áður. Hann var leikmaður í þremur síðastu Íslandsmeistaraliðum Fram 1986, 1988 og 1990. Framarar fagna marki á móti FH í fyrrasumar.Vísir/Hulda Margrét Vonandi farnir að berjast um alvöru titla „Þú vilt mikið, þér langar að ná langt og ná klúbbnum þar sem hann á heima. Við höfum verið á góðri leið og vonandi á næstu árum erum við farnir að berjast um einhverja alvöru titla,“ sagði Jón. Vísir/Hulda Margrét Jón fékk inn nýjan aðstoðarmann fyrir þetta tímabil en Ragnar Sigurðsson, 97 leikja maður með íslenska landsliðinu, er kominn inn í þjálfarateymið. „Ég hef þurft að eiga við hann áður sem þjálfari. Raggi er frábær einstaklingur og skemmtilegur fýr. Það er gaman að hafa hann í kringum sig. Hann er líka að koma mjög sterkur inn sem þjálfari. Hann er með mikla reynslu sem leikmaður, bæði sem landsliðsmaður og atvinnumaður til lengri tíma,“ sagði Jón. Með öðruvísi sýn „Hann kemur með svolítið öðruvísi sýn, reynslu og þekkingu inn í þetta. Hann er að koma með fullt af góðum punktum þannig að ég held að Raggi eigi eftir að vera jafngóður þjálfari og hann var leikmaður þegar fram í sækir,“ sagði Jón. Gaupi spurði Jón líka út í þá staðreynd að hann sé einn af fáum þjálfurum í deildinni sem vinnur með þjálfarastarfinu. Jón Sveinsson var í þremur síðustu Íslandsmeistaraliðum Fram en nú þjálfar hann liðið.Vísir/Diego Ég er bara risaeðla „Ég þekki aldrei neitt annað heldur en að vera vinna með fótboltanum hvort sem það er sem þjálfari eða sem leikmaður. Ég hef ennþá stuðning að heiman til að gera það. Ég fær skilning og back up þar. Sem betur fer þá er þetta að breytast og margir eru farnir að geta sinnt þessu sem heilsársstarfi og við þurfum að komast þangað,“ sagði Jón en hann ætlar ekki að taka það skref. „Þetta er á réttri leið en ég er bara risaeðla og held áfram að steypa bara,“ sagði Jón og grínaðist með skot frá Gaupa um að hann vinni við steinsteypu. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Besta deild karla Fram Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Sjá meira
Framarar stóðu sig vel í endurkomu sinni upp í efstu deild undir stjórn Jóns í fyrra sumar en þetta var fyrsta tímabilið meðal þeirra bestu síðan sumarið 2014. Fram var spáð falli en hélt örugglega sæti sínu og þeir urðu síðan Reykjavíkurmeistarar á dögunum. Jón býst við öðruvísi væntingum til liðsins í ár. Jón Sveinsso stýrir Framliðinu síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson ræddi við þennan mikla Framara en Jón Sveinsson lék sjálfur 169 leiki fyrir Fram í efstu deild og er einn af leikjahæstu leikmönnum félagsins í efstu deild frá upphafi. Gaupi ræddi við Jón meðal annars um þá staðreynd að hann er einn af fáum þjálfarum sem eru ekki í fullu starfi heldur vinnur hann annað starf með þjálfuninni. Jón er að byrja sitt fimmta tímabil með Framliðið en annað árið í deild þeirra bestu er oft vandasamt. Öðruvísi væntingar í ár „Annað árið getur verið erfiðara. Við mætum í fyrra með engar væntingar eftir að hafa verið alls staðar spáð í kjallarann. Við vissum svo sem að við værum betri en það þannig að það hafði ekki mikil áhrif á okkur. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að á þessu öðru ári munu verða öðruvísi væntingar til okkar í ár heldur en í fyrra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Klippa: Gaupi ræddi við Jón Sveinsson „Ég hef mikla trú á því að það verði ekki mikil breyting á þessu frá því í fyrra. Ég held að við séum með gott samkeppnishæft lið í þessari deild. Við verðum tilbúnir í slaginn þegar þetta verður flautað á,“ sagði Jón. Hann virðist vera nokkur sáttur með stöðuna á leikmannamálum Framliðsins og það er ekki að heyra á honum að von sé á mörgum leikmönnum í viðbót. „Ég held að við séum nokkuð vel settir,“ sagði Jón. Jón er Framari í gegn og vann titla með félaginu á árum áður. Hann var leikmaður í þremur síðastu Íslandsmeistaraliðum Fram 1986, 1988 og 1990. Framarar fagna marki á móti FH í fyrrasumar.Vísir/Hulda Margrét Vonandi farnir að berjast um alvöru titla „Þú vilt mikið, þér langar að ná langt og ná klúbbnum þar sem hann á heima. Við höfum verið á góðri leið og vonandi á næstu árum erum við farnir að berjast um einhverja alvöru titla,“ sagði Jón. Vísir/Hulda Margrét Jón fékk inn nýjan aðstoðarmann fyrir þetta tímabil en Ragnar Sigurðsson, 97 leikja maður með íslenska landsliðinu, er kominn inn í þjálfarateymið. „Ég hef þurft að eiga við hann áður sem þjálfari. Raggi er frábær einstaklingur og skemmtilegur fýr. Það er gaman að hafa hann í kringum sig. Hann er líka að koma mjög sterkur inn sem þjálfari. Hann er með mikla reynslu sem leikmaður, bæði sem landsliðsmaður og atvinnumaður til lengri tíma,“ sagði Jón. Með öðruvísi sýn „Hann kemur með svolítið öðruvísi sýn, reynslu og þekkingu inn í þetta. Hann er að koma með fullt af góðum punktum þannig að ég held að Raggi eigi eftir að vera jafngóður þjálfari og hann var leikmaður þegar fram í sækir,“ sagði Jón. Gaupi spurði Jón líka út í þá staðreynd að hann sé einn af fáum þjálfurum í deildinni sem vinnur með þjálfarastarfinu. Jón Sveinsson var í þremur síðustu Íslandsmeistaraliðum Fram en nú þjálfar hann liðið.Vísir/Diego Ég er bara risaeðla „Ég þekki aldrei neitt annað heldur en að vera vinna með fótboltanum hvort sem það er sem þjálfari eða sem leikmaður. Ég hef ennþá stuðning að heiman til að gera það. Ég fær skilning og back up þar. Sem betur fer þá er þetta að breytast og margir eru farnir að geta sinnt þessu sem heilsársstarfi og við þurfum að komast þangað,“ sagði Jón en hann ætlar ekki að taka það skref. „Þetta er á réttri leið en ég er bara risaeðla og held áfram að steypa bara,“ sagði Jón og grínaðist með skot frá Gaupa um að hann vinni við steinsteypu. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fram Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti