Bróðir Messi þurfti að biðjast afsökunar á bullinu sínu um Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 09:30 Lionel Messi var örugglega ekki par sáttur með bullið í bróður sínum. AP/Jean-Francois Badias Matias Messi, bróðir Lionel Messi, gerði lítið úr afrekum Barcelona áður en bróðir hans mætti á svæðið en hefur nú þurft að biðjast afsökunar á öllu saman. Matias lét móðan mása á Twitch reikningi sonar síns þegar hann fékk spurningar um Lionel Messi og Barcelona. Messi's brother spoke about Barcelona before Messi pic.twitter.com/aOPz8o4OrP— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2023 Hann lét meðal annars það út úr sér að enginn þekkti Barcelona áður en Messi kom þangað og að hann útilokaði það að Lionel Messi myndi einhvern tímann snúa aftur. Hann talaði líka um að bikarsafnið væri í raun Messi safn en ekki safn Barcelona. Ummælin um að Messi hafi komið Barcelona á kortið eru í besta falli kjánaleg. Lionel Messi lék sinn fyrsta leik með Barcelona árið 2004 en þá hafði félagið sextán sinnum unnið spænska titilinn og 24 sinnum unnið spænska bikarinn. Félagið hafði einnig unnið Evrópukeppni Meistaraliða einu sinni og Evrópukeppni bikarhafa fjórum sinnum. Með liðinu höfðu líka leikið margir af bestu leikmönnum heims á sínum tíma eins og Johan Cruyff, Diego Maradona, Romário, Ronaldo, Hristo Stoichkov, Rivaldo og Ronaldinho svo einhverjir séu nefndir. Matías Messi: "I want to apologize for what I said. I was only making jokes to my son and his friends. How could I think that about a club so big as Barcelona, with their history and everything they did for my family and Leo. For us, Catalonia is our second home. I'm sorry." pic.twitter.com/O29i05H7ah— Barça Universal (@BarcaUniversal) February 9, 2023 „Ég vil biðjast afsökunar á því sem ég sagði á samfélagsmiðlum. Ég var bara að grínast með syni mínum og vinum. Hvernig ætti ég að sagt svona hluti um frábært félag eins og Barcelona sem hefur gefið svo mikið til Leo og minnar fjölskyldu? Ég vil biðja alla afsökunar og sérstaklega alla stuðningsmenn Barcelona,“ skrifaði Matias Messi á Instagram síðu sína. Lionel Messi spilaði í tuttugu ár með Barcelona og vann 35 titla með félaginu eða fleiri en nokkur annar leikmaður í sögu félagsins. Hann vann spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Matias lét móðan mása á Twitch reikningi sonar síns þegar hann fékk spurningar um Lionel Messi og Barcelona. Messi's brother spoke about Barcelona before Messi pic.twitter.com/aOPz8o4OrP— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2023 Hann lét meðal annars það út úr sér að enginn þekkti Barcelona áður en Messi kom þangað og að hann útilokaði það að Lionel Messi myndi einhvern tímann snúa aftur. Hann talaði líka um að bikarsafnið væri í raun Messi safn en ekki safn Barcelona. Ummælin um að Messi hafi komið Barcelona á kortið eru í besta falli kjánaleg. Lionel Messi lék sinn fyrsta leik með Barcelona árið 2004 en þá hafði félagið sextán sinnum unnið spænska titilinn og 24 sinnum unnið spænska bikarinn. Félagið hafði einnig unnið Evrópukeppni Meistaraliða einu sinni og Evrópukeppni bikarhafa fjórum sinnum. Með liðinu höfðu líka leikið margir af bestu leikmönnum heims á sínum tíma eins og Johan Cruyff, Diego Maradona, Romário, Ronaldo, Hristo Stoichkov, Rivaldo og Ronaldinho svo einhverjir séu nefndir. Matías Messi: "I want to apologize for what I said. I was only making jokes to my son and his friends. How could I think that about a club so big as Barcelona, with their history and everything they did for my family and Leo. For us, Catalonia is our second home. I'm sorry." pic.twitter.com/O29i05H7ah— Barça Universal (@BarcaUniversal) February 9, 2023 „Ég vil biðjast afsökunar á því sem ég sagði á samfélagsmiðlum. Ég var bara að grínast með syni mínum og vinum. Hvernig ætti ég að sagt svona hluti um frábært félag eins og Barcelona sem hefur gefið svo mikið til Leo og minnar fjölskyldu? Ég vil biðja alla afsökunar og sérstaklega alla stuðningsmenn Barcelona,“ skrifaði Matias Messi á Instagram síðu sína. Lionel Messi spilaði í tuttugu ár með Barcelona og vann 35 titla með félaginu eða fleiri en nokkur annar leikmaður í sögu félagsins. Hann vann spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum.
Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira