Innlent

Kæra úr­skurð héraðs­dóms í hryðju­verka­málinu

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari.
Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. Vísir/Vilhelm

Úrskurður héraðsdóms um að vísa skuli frá ákærum er varða hryðjuverk hefur verið kærður til Landsréttar. Héraðsdómur úrskurðaði síðastliðin mánudag að Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson yrðu ekki ákærðir fyrir skipulagningu eða tilraun til hryðjuverka. 

Þetta staðfesti Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara í samtali við fréttastofu. Kaflarnir sem voru undir í úrskurðinum síðasta mánudag lúta að hryðjuverkum, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. 

Embætti saksóknara hafði þrjá sólarhringa til þess að bregðast við úrskurðinum. Karl hafði áður látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að embættið gæti mögulega ákveðið að gefa út nýja ákæru, en niðurstaðan var sú að kæra til Landsréttar og halda málinu til streitu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×