Ánægður að við gefum ekkert eftir Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld gegn Haukum að Ásvöllum. Leikurinn endaði með jafntefli 33-33, eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn megnið af leiktímanum. Patrekur fannst leikplanið sem hann setti um ganga þokkalega og var ánægður með margt í leik sinna manna. „Ég var alveg ánægður með það, auðvitað byrjuðum við vel. Siggi Dan (markvörður Stjörnunnar) frábær í markinu, vildi fá skotin frá Adam (leikmaður Hauka) úr skyttunum inn á miðjuna, hann varði. Nýttum samt ekki nægilega vel hraðaupphlaupin úr því. Haukar eru með sex í fyrri hálfleik, við bara tvö. Sex á sex sóknarlega erum við alltaf að fá góð færi. Vorum sérstaklega góðir hér í fyrri hálfleik og gott flot á boltanum. Game-planið, dreifði hópnum vel það voru margir sem tóku þátt í þessu og síðan var þetta sex núll vörnin og markvarslan. Ég er ánægður að við gefum ekkert eftir þó að við værum undir og mér fannst við eiga stigið skilið. Það er ekkert auðvelt að koma hingað. Haukar eru særðir eftir tap á Selfossi, komnir með allt gengið til baka. Hefði viljað vinna leikinn.“ Stjarnan var með yfirhöndina fyrstu 20 mínútur leiksins en voru síðan að elta upp frá því, sem skilaði að lokum stigi. Patreki fannst sínir menn þó ekki missa nein tök á leiknum. „Við misstum engin tök. Við erum í Olís-deildinni og þú ert að spila á móti Haukum og þeir kunna líka handbolta, Ásgeir undirbjó sitt lið, þetta eru bara tvö töff lið. Sóknarlega erum við að gera góða hluti, kannski aðeins í seinni hálfleik erum við svolítið staðir. Varnarlega fannst mér við aðeins, til þess að vinna leik eins og þennan þá hefðum við þurft aðeins meiri grimmd. Við vorum grimmari á móti Gróttu, það kom aðeins upp í restina hjá okkur þegar við skiptum í sex núll. Ef við hefðum haft það yfir 60 mínútur þá hefðum við unnið,“ segir Patrekur. Tvö stór atriði áttu sér stað í leiknum. Það fyrra var þegar Starri Friðriksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir að skjóta í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar beint úr vítakasti. Í síðara atvikinu braut Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, á Tandra Má Konráðssyni, leikmanni Stjörnunnar, á loka sekúndu leiksins þegar Stjarnan reyndi að taka fríkast hratt. Stefán Rafn var hins vegar ekki nægilega langt frá þegar fríkastið var tekið. Patreki fannst báðir dómar réttir. „Rétt. Hann segist hafa mist boltann [Starri Friðriksson]. Sama með Stefán Rafn, hann kemur bara hérna út og þetta er réttur dómur. Það voru atriði sem voru 50-50 sem ég var óánægður með. Þeir fá víti ekki við og svona, það er eins og það er alltaf. Ég held að þeir hafi þó gert þetta ágætlega þó að maður sé oft ósáttur,“ segir Patrekur að lokum um dómara leiksins. Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Patrekur fannst leikplanið sem hann setti um ganga þokkalega og var ánægður með margt í leik sinna manna. „Ég var alveg ánægður með það, auðvitað byrjuðum við vel. Siggi Dan (markvörður Stjörnunnar) frábær í markinu, vildi fá skotin frá Adam (leikmaður Hauka) úr skyttunum inn á miðjuna, hann varði. Nýttum samt ekki nægilega vel hraðaupphlaupin úr því. Haukar eru með sex í fyrri hálfleik, við bara tvö. Sex á sex sóknarlega erum við alltaf að fá góð færi. Vorum sérstaklega góðir hér í fyrri hálfleik og gott flot á boltanum. Game-planið, dreifði hópnum vel það voru margir sem tóku þátt í þessu og síðan var þetta sex núll vörnin og markvarslan. Ég er ánægður að við gefum ekkert eftir þó að við værum undir og mér fannst við eiga stigið skilið. Það er ekkert auðvelt að koma hingað. Haukar eru særðir eftir tap á Selfossi, komnir með allt gengið til baka. Hefði viljað vinna leikinn.“ Stjarnan var með yfirhöndina fyrstu 20 mínútur leiksins en voru síðan að elta upp frá því, sem skilaði að lokum stigi. Patreki fannst sínir menn þó ekki missa nein tök á leiknum. „Við misstum engin tök. Við erum í Olís-deildinni og þú ert að spila á móti Haukum og þeir kunna líka handbolta, Ásgeir undirbjó sitt lið, þetta eru bara tvö töff lið. Sóknarlega erum við að gera góða hluti, kannski aðeins í seinni hálfleik erum við svolítið staðir. Varnarlega fannst mér við aðeins, til þess að vinna leik eins og þennan þá hefðum við þurft aðeins meiri grimmd. Við vorum grimmari á móti Gróttu, það kom aðeins upp í restina hjá okkur þegar við skiptum í sex núll. Ef við hefðum haft það yfir 60 mínútur þá hefðum við unnið,“ segir Patrekur. Tvö stór atriði áttu sér stað í leiknum. Það fyrra var þegar Starri Friðriksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir að skjóta í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar beint úr vítakasti. Í síðara atvikinu braut Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, á Tandra Má Konráðssyni, leikmanni Stjörnunnar, á loka sekúndu leiksins þegar Stjarnan reyndi að taka fríkast hratt. Stefán Rafn var hins vegar ekki nægilega langt frá þegar fríkastið var tekið. Patreki fannst báðir dómar réttir. „Rétt. Hann segist hafa mist boltann [Starri Friðriksson]. Sama með Stefán Rafn, hann kemur bara hérna út og þetta er réttur dómur. Það voru atriði sem voru 50-50 sem ég var óánægður með. Þeir fá víti ekki við og svona, það er eins og það er alltaf. Ég held að þeir hafi þó gert þetta ágætlega þó að maður sé oft ósáttur,“ segir Patrekur að lokum um dómara leiksins.
Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15