Ánægður að við gefum ekkert eftir Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld gegn Haukum að Ásvöllum. Leikurinn endaði með jafntefli 33-33, eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn megnið af leiktímanum. Patrekur fannst leikplanið sem hann setti um ganga þokkalega og var ánægður með margt í leik sinna manna. „Ég var alveg ánægður með það, auðvitað byrjuðum við vel. Siggi Dan (markvörður Stjörnunnar) frábær í markinu, vildi fá skotin frá Adam (leikmaður Hauka) úr skyttunum inn á miðjuna, hann varði. Nýttum samt ekki nægilega vel hraðaupphlaupin úr því. Haukar eru með sex í fyrri hálfleik, við bara tvö. Sex á sex sóknarlega erum við alltaf að fá góð færi. Vorum sérstaklega góðir hér í fyrri hálfleik og gott flot á boltanum. Game-planið, dreifði hópnum vel það voru margir sem tóku þátt í þessu og síðan var þetta sex núll vörnin og markvarslan. Ég er ánægður að við gefum ekkert eftir þó að við værum undir og mér fannst við eiga stigið skilið. Það er ekkert auðvelt að koma hingað. Haukar eru særðir eftir tap á Selfossi, komnir með allt gengið til baka. Hefði viljað vinna leikinn.“ Stjarnan var með yfirhöndina fyrstu 20 mínútur leiksins en voru síðan að elta upp frá því, sem skilaði að lokum stigi. Patreki fannst sínir menn þó ekki missa nein tök á leiknum. „Við misstum engin tök. Við erum í Olís-deildinni og þú ert að spila á móti Haukum og þeir kunna líka handbolta, Ásgeir undirbjó sitt lið, þetta eru bara tvö töff lið. Sóknarlega erum við að gera góða hluti, kannski aðeins í seinni hálfleik erum við svolítið staðir. Varnarlega fannst mér við aðeins, til þess að vinna leik eins og þennan þá hefðum við þurft aðeins meiri grimmd. Við vorum grimmari á móti Gróttu, það kom aðeins upp í restina hjá okkur þegar við skiptum í sex núll. Ef við hefðum haft það yfir 60 mínútur þá hefðum við unnið,“ segir Patrekur. Tvö stór atriði áttu sér stað í leiknum. Það fyrra var þegar Starri Friðriksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir að skjóta í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar beint úr vítakasti. Í síðara atvikinu braut Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, á Tandra Má Konráðssyni, leikmanni Stjörnunnar, á loka sekúndu leiksins þegar Stjarnan reyndi að taka fríkast hratt. Stefán Rafn var hins vegar ekki nægilega langt frá þegar fríkastið var tekið. Patreki fannst báðir dómar réttir. „Rétt. Hann segist hafa mist boltann [Starri Friðriksson]. Sama með Stefán Rafn, hann kemur bara hérna út og þetta er réttur dómur. Það voru atriði sem voru 50-50 sem ég var óánægður með. Þeir fá víti ekki við og svona, það er eins og það er alltaf. Ég held að þeir hafi þó gert þetta ágætlega þó að maður sé oft ósáttur,“ segir Patrekur að lokum um dómara leiksins. Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Patrekur fannst leikplanið sem hann setti um ganga þokkalega og var ánægður með margt í leik sinna manna. „Ég var alveg ánægður með það, auðvitað byrjuðum við vel. Siggi Dan (markvörður Stjörnunnar) frábær í markinu, vildi fá skotin frá Adam (leikmaður Hauka) úr skyttunum inn á miðjuna, hann varði. Nýttum samt ekki nægilega vel hraðaupphlaupin úr því. Haukar eru með sex í fyrri hálfleik, við bara tvö. Sex á sex sóknarlega erum við alltaf að fá góð færi. Vorum sérstaklega góðir hér í fyrri hálfleik og gott flot á boltanum. Game-planið, dreifði hópnum vel það voru margir sem tóku þátt í þessu og síðan var þetta sex núll vörnin og markvarslan. Ég er ánægður að við gefum ekkert eftir þó að við værum undir og mér fannst við eiga stigið skilið. Það er ekkert auðvelt að koma hingað. Haukar eru særðir eftir tap á Selfossi, komnir með allt gengið til baka. Hefði viljað vinna leikinn.“ Stjarnan var með yfirhöndina fyrstu 20 mínútur leiksins en voru síðan að elta upp frá því, sem skilaði að lokum stigi. Patreki fannst sínir menn þó ekki missa nein tök á leiknum. „Við misstum engin tök. Við erum í Olís-deildinni og þú ert að spila á móti Haukum og þeir kunna líka handbolta, Ásgeir undirbjó sitt lið, þetta eru bara tvö töff lið. Sóknarlega erum við að gera góða hluti, kannski aðeins í seinni hálfleik erum við svolítið staðir. Varnarlega fannst mér við aðeins, til þess að vinna leik eins og þennan þá hefðum við þurft aðeins meiri grimmd. Við vorum grimmari á móti Gróttu, það kom aðeins upp í restina hjá okkur þegar við skiptum í sex núll. Ef við hefðum haft það yfir 60 mínútur þá hefðum við unnið,“ segir Patrekur. Tvö stór atriði áttu sér stað í leiknum. Það fyrra var þegar Starri Friðriksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir að skjóta í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar beint úr vítakasti. Í síðara atvikinu braut Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, á Tandra Má Konráðssyni, leikmanni Stjörnunnar, á loka sekúndu leiksins þegar Stjarnan reyndi að taka fríkast hratt. Stefán Rafn var hins vegar ekki nægilega langt frá þegar fríkastið var tekið. Patreki fannst báðir dómar réttir. „Rétt. Hann segist hafa mist boltann [Starri Friðriksson]. Sama með Stefán Rafn, hann kemur bara hérna út og þetta er réttur dómur. Það voru atriði sem voru 50-50 sem ég var óánægður með. Þeir fá víti ekki við og svona, það er eins og það er alltaf. Ég held að þeir hafi þó gert þetta ágætlega þó að maður sé oft ósáttur,“ segir Patrekur að lokum um dómara leiksins.
Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15