Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sjúkrabílar og dælubíll sendir á vettvang árekstursins. Sem fyrr segir var einn fluttur á slysadeild en eru meiðsli hans talin minniháttar samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Nokkur töf varð á umferð vegna árekstursins en aðgerðum á vettvangi er lokið. Bílarnir tveir voru óökuhæfir eftir áreksturinn.