Sport

Elvar Már skoraði mest í sannfærandi sigri

Hjörvar Ólafsson skrifar
Elvar Már Friðriksson átti góðan leik í Litáen í dag. 
Elvar Már Friðriksson átti góðan leik í Litáen í dag.  Vísir/Hulda Margrét

Elv­ar Már Friðriks­son, landsliðsmaður í körfubolta, var atkvæðamestur á vellinum þegar lið hans, Rytas, lagði Gargzdai að velli, 102-72, á heima­velli í litáísku efstu deildinni í dag.

Elv­ar Már setti niður 22 stig en bakvörðurinn tók einnig þrjú frá­köst og gaf þrjár stoðsend­ing­ar á þeim um það bil 24 mínútum sem hann spilaði. 

Þetta var fjóðri deildarsigur Rytas í röð en liðið hefur nú unnið 14 sigra og er með fjögur töp á bakinu eftir 18 leiki. 

Rytas er í öðru sæti deildarinnar á eftir forystusauðnum Zal­g­ir­is Kaunas sem hefur fatast flugið í undanförnum tveimru leikjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×