Fótbolti

Mörkunum rigndi þegar Real Madrid varð heimsmeistari

Hjörvar Ólafsson skrifar
Karim Benzema stangar hér boltann inn fyrir Real Madrid í sigri liðsins gegn Al Hilal í kvöld. 
Karim Benzema stangar hér boltann inn fyrir Real Madrid í sigri liðsins gegn Al Hilal í kvöld.  Vísir/Getty

Real Madrid varð í kvöld heimsmeistari félagsliða í fótbolta karla en liðið vann Al Hilal 5-3 í úrslitaleik mótsins á Prince Moulay Abdallah-leikvangnum í Rabat í Marokkó í kvöld. 

Vinícius Júnior og Federico Valverde skoruðu tvö mörk hvor fyrir Real Madrid og Karim Benzema eitt. 

Luciano Vietto skoraði tvö mörk fyrir Al Hilal og Moussa Marega skoraði eitt fyrir sádí-arabíska liðið. Lokatölur 5-3 í miklum markaleik.

Þetta er í fimmta skipti sem Real Madrid vinnur þetta mót en liðið er það sigursælasta í sögu keppninnar. Barcelona kemur næst með þrjá titla. 

🏆 #W8RLDCHAMPIONS 🏆 pic.twitter.com/RdkO71WUFM

— Real Madrid C.F. (@realmadrid) February 11, 2023




Fleiri fréttir

Sjá meira


×