Fótbolti

ÍBV heldur áfram að styrkja sig

Smári Jökull Jónsson skrifar
Caeley Lordemann í búningi North Carolina Courage en hún er nú komin til ÍBV.
Caeley Lordemann í búningi North Carolina Courage en hún er nú komin til ÍBV. Vísir/Getty

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur samið við hina bandarísku Caeley Lordemann um að leika með liðinu í Bestu deildinni í sumar.

ÍBV hefur verið að bæta í hópinn undanfarnar vikur en töluverðar breytingar hafa orðið hjá félaginu frá því á síðustu leiktíð. Þjálfarinn Jonathan Glenn fékk ekki áframhaldandi samning og hélt til Keflavíkur og tók Todor Hristov við starfi hans en hann hefur þjálfað yngri flokka í Eyjum síðustu árin.

Í gær gekk ÍBV frá samningi við bandaríska miðjumanninn Caeley Lordemann sem kemur frá North Carolina Courage í bandarísku deildinni en hún á einnig að baki leiki með Santa Teresa í efstu deild á Spáni. Á lokaári sínu í bandaríska háskólaboltanum skoraði hún ellefu mörk í tuttugu leikjum með liði Colorado State.

Auk Lordemann hefur ÍBV fengið til sín Holly O´Neill frá Bandaríkjunum og Camila Pescatore sem leikur með landsliði Venesúela. Þá hafa lykilleikmennirnir Haley Thomas, Kristín Erna Sigurlásdóttir, Júlíana Sveinsdóttir og Viktorija Zaicikova allar framlengt samninga sína við ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×