Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan 12:00.

Enn og aftur kom til átaka milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 

Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund krónum allt upp í 850 þúsund. Þingmann hefur lengi grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela, þar sem fólk er hvatt að leita hingað til lands. 

Óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem gekk yfir allt landið í gær hefur nú verið aflétt. - en önnur lægð er væntanleg í kvöld. Gular stormviðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra í nótt og verða í gildi fram eftir degi.

Fjármálaráðherra segir vonbrigði að vextir hafi hækkað jafn mikið og raun ber vitni en telur að ríkisstjórnin sé á réttri leið. Há verðbólga sé meðal annars afleiðing góðæris og kröftugrar einkaneyslu. 

Forseti Frakklands er ákveðinn í að hækka eftirlaunaaldur Frakka úr 62 árum í 64. 70% þjóðarinnar er andsnúinn þeim áformum og komið hefur til harðra mótmæla. Hækkun eftirlaunaaldursins gæti styrkt stöðu franskra þjóðernissinna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×