Bensínið gæti klárast á fimmtudag Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. febrúar 2023 19:28 Þórður segir birgðartanka fyrirtækisins vera fulla. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. Enn þokast ekkert í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en verkföll olíubílstjóra, starfsmanna Beraya hótela og starfsmanna Edition hótelsins eru handan við hornið. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll á miðvikudag en þá gengur ansi hratt á birgðir olíufélaganna. Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs hefur talsverðar áhyggjur af stöðunni en undirbúningur fyrir verkfallið hefur staðið yfir frá því að atkvæðagreiðslan um verkfallsboðunina fór fram. „Þetta er áhyggjuefni því Ísland er olíuháð og það er nokkuð ljóst að þetta mun bíta ansi harkalega í okkur hérna á Íslandi ef af verður. Frá því að tilkynnt var að verkfall væri fyrirhugað frá og með hádegi á miðvikudaginn 15. febrúar. Þá fórum við að keyra allt upp og fylla á alla birgðatanka sem hægt er að fylla á.“ Það tekur ekki marga daga að tæma eina bensínstöð, jafnvel stóra eins og stöð Orkunnar á Vesturlandsvegi. „Þessi væntanlega tæmist á degi tvö eftir að verkfall skellur á þannig að svona upp undir kvöld á fimmtudegi gæti þessi stöð farið að tæmast.“ Áhrifin gætu verið margvísleg en til að mynda vöruflutningar og ferðaþjónusta munu líða fyrir olíuskortinn. Það er þó ýmis starfsemi sem þarf að vera undanþegin verkfallinu. „Til dæmis lögreglan, sjúkrabílar, slökkviliðið, björgunarsveitirnar okkar, þeir sem sjá um hálkuvarnir, snjóruðninga, sjúkrahúsin, varaaflsstöðvar og guð má vita hvað, þetta er allt þarna úti.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Bensín og olía Neytendur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Enn þokast ekkert í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en verkföll olíubílstjóra, starfsmanna Beraya hótela og starfsmanna Edition hótelsins eru handan við hornið. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll á miðvikudag en þá gengur ansi hratt á birgðir olíufélaganna. Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs hefur talsverðar áhyggjur af stöðunni en undirbúningur fyrir verkfallið hefur staðið yfir frá því að atkvæðagreiðslan um verkfallsboðunina fór fram. „Þetta er áhyggjuefni því Ísland er olíuháð og það er nokkuð ljóst að þetta mun bíta ansi harkalega í okkur hérna á Íslandi ef af verður. Frá því að tilkynnt var að verkfall væri fyrirhugað frá og með hádegi á miðvikudaginn 15. febrúar. Þá fórum við að keyra allt upp og fylla á alla birgðatanka sem hægt er að fylla á.“ Það tekur ekki marga daga að tæma eina bensínstöð, jafnvel stóra eins og stöð Orkunnar á Vesturlandsvegi. „Þessi væntanlega tæmist á degi tvö eftir að verkfall skellur á þannig að svona upp undir kvöld á fimmtudegi gæti þessi stöð farið að tæmast.“ Áhrifin gætu verið margvísleg en til að mynda vöruflutningar og ferðaþjónusta munu líða fyrir olíuskortinn. Það er þó ýmis starfsemi sem þarf að vera undanþegin verkfallinu. „Til dæmis lögreglan, sjúkrabílar, slökkviliðið, björgunarsveitirnar okkar, þeir sem sjá um hálkuvarnir, snjóruðninga, sjúkrahúsin, varaaflsstöðvar og guð má vita hvað, þetta er allt þarna úti.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Bensín og olía Neytendur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira