Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2023 15:17 Úkraínskir hermenn að störfum í Dónetsk héraði. Getty/Mustafa Ciftci Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. Annarsstaðar á víglínunum í Dónetsk og Lúhansk eru Rússar sagðir hafa náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Politico hefur eftir einum talsmanna úkraínska hersins að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli við Vuhledar og Mariinka. Margir af yfirmönnum stórfylkisins hafi verið felldir og minnst 36 skriðdrekum hafi verið grandað. Það sama eigi við tugi bryndreka. Allt frá 150 til þrjú hundruð rússneskir landgönguliðar eru sagðir hafa fallið á degi hverjum við Vuhledar. Um fimm þúsund landgönguliðar í stórfylkingu hefðu fallið, særst eða verið handsamaðir. Áðurnefndur talsmaður sagði þó að Úkraínumenn vantaði frekari hergögn og skotfæri til að verjast árásum Rússa. Þeir héldu áfram að gera árásir nærri Vuhledar. Hér að neðan má sjá kort af stöðunni í Dónetsk héraði. Kortið er unnið af starfsmönnum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Eastern #Ukraine - #Donetsk Oblast:Russian forces continued ground attacks around #Bakhmut, #Avdiivka, and #Vuhledar on February 12.#Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin claimed that Wagner Group forces seized Krasna Hora just north of Bakhmut. https://t.co/fK4qbyJKlx pic.twitter.com/jMsmItUEAl— ISW (@TheStudyofWar) February 13, 2023 Rússar sagðir í basli með stóru sóknina Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Úkraínu varað við því að Rússar hafi ætlað í stórsókn í febrúar og að næstu vikur myndu reynast Úkraínumönnum erfiðar. Sérfræðingar sem fylgjast með átökunum sögðu þó í síðustu viku að þessi sókn væri líklegast þegar byrjuð. Sjá einnig: Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu Nú segja Úkraínumenn að Rússar eigi í basli með að hefja þessa sókn. AP fréttaveitan hefur eftir ráðamanni úr þjóðaröryggisráði Úkraínu að sóknin sé hafin en Rússar vilji ekki segja það. Úkraínumenn séu að verjast vel og að ráðamenn í Rússlandi séu ósáttir með það hve litlum árangri rússneski herinn hafi náð. Rússneskir herbloggarar, sem fjalla um her Rússa af tiltölulega miklu frelsi, hafa lýst yfir mikilli reiði vegna árása landgönguliðanna við Vuhledar og hafa jafnvel kallað eftir því að yfirmenn stórfylkisins verði dregnir til ábyrgðar fyrir að senda mennina í þessar árásir og endurtaka gömul mistök. Þeir segja einnig að Rússar eigi í basli með að gera umfangsmikla sókn í Úkraínu. #Ukraine: Two Russian T-80BV tanks were taken out of action by Ukrainian AT mines in quick succession in the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/wppGOPLOoQ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 12, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Annarsstaðar á víglínunum í Dónetsk og Lúhansk eru Rússar sagðir hafa náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Politico hefur eftir einum talsmanna úkraínska hersins að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli við Vuhledar og Mariinka. Margir af yfirmönnum stórfylkisins hafi verið felldir og minnst 36 skriðdrekum hafi verið grandað. Það sama eigi við tugi bryndreka. Allt frá 150 til þrjú hundruð rússneskir landgönguliðar eru sagðir hafa fallið á degi hverjum við Vuhledar. Um fimm þúsund landgönguliðar í stórfylkingu hefðu fallið, særst eða verið handsamaðir. Áðurnefndur talsmaður sagði þó að Úkraínumenn vantaði frekari hergögn og skotfæri til að verjast árásum Rússa. Þeir héldu áfram að gera árásir nærri Vuhledar. Hér að neðan má sjá kort af stöðunni í Dónetsk héraði. Kortið er unnið af starfsmönnum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Eastern #Ukraine - #Donetsk Oblast:Russian forces continued ground attacks around #Bakhmut, #Avdiivka, and #Vuhledar on February 12.#Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin claimed that Wagner Group forces seized Krasna Hora just north of Bakhmut. https://t.co/fK4qbyJKlx pic.twitter.com/jMsmItUEAl— ISW (@TheStudyofWar) February 13, 2023 Rússar sagðir í basli með stóru sóknina Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Úkraínu varað við því að Rússar hafi ætlað í stórsókn í febrúar og að næstu vikur myndu reynast Úkraínumönnum erfiðar. Sérfræðingar sem fylgjast með átökunum sögðu þó í síðustu viku að þessi sókn væri líklegast þegar byrjuð. Sjá einnig: Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu Nú segja Úkraínumenn að Rússar eigi í basli með að hefja þessa sókn. AP fréttaveitan hefur eftir ráðamanni úr þjóðaröryggisráði Úkraínu að sóknin sé hafin en Rússar vilji ekki segja það. Úkraínumenn séu að verjast vel og að ráðamenn í Rússlandi séu ósáttir með það hve litlum árangri rússneski herinn hafi náð. Rússneskir herbloggarar, sem fjalla um her Rússa af tiltölulega miklu frelsi, hafa lýst yfir mikilli reiði vegna árása landgönguliðanna við Vuhledar og hafa jafnvel kallað eftir því að yfirmenn stórfylkisins verði dregnir til ábyrgðar fyrir að senda mennina í þessar árásir og endurtaka gömul mistök. Þeir segja einnig að Rússar eigi í basli með að gera umfangsmikla sókn í Úkraínu. #Ukraine: Two Russian T-80BV tanks were taken out of action by Ukrainian AT mines in quick succession in the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/wppGOPLOoQ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 12, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34
Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34
Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06