„Orðið annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2023 23:31 Styrmir Snær Þrastarson hefur átt frábært tímabil með uppeldisfélagi sínu eftir að hann snéri aftur frá Bandaríkjunum. Vísir / Hulda Margrét Þrátt fyrir ungan aldur eru bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fyrir löngu orðnir þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Þeir skiluðu báðir flottri frammistöðu er Þór Þ. vann öruggan sigur gegn Íslandsmeisturum Vals síðastliðinn föstudag og voru til umræðu í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi. „Þessi ungi leikmaður, Styrmir Snær Þrastarson, sem að varð stjarna á Íslandsmeistaraárinu fyrir framan augun á okkur er núna að taka eitthvað áður óséð skref í íslenskum körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um eldri bróðurinn. „Við erum búnir að vera að tala um að Kári [Jónsson] og Kristó [Kristófer Acox] séu bestu íslensku leikmenn deildarinnar. Ég er ekki sammála því. Mér finnst Styrmir vera besti leikmaðurinn í deildinni,“ bætti Teitur Örlygsson við. „Hann er enginn venjulegur íþróttamaður. Ég hugsa að hann hoppi bara með hausinn í hringinn eins og staðan er. Hann er orðinn það mikill íþróttamaður. Þetta er orðið svona annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft sem hann er að sýna okkur.“ Kjartan hafði einnig áhuga á að vita hvað Teitur sæi í Styrmi sem gerði það að verkum að hann gæti komist í hóp þeirra allra bestu. „Hann er enginn „ballwatcher“. Hann kann að blokka skotin og hjálpa í vörn. Hann kemur blindandi á menn og maður sér það í nánast hverjum einasta leik. Það er bara „posession“ sem hann er að vinna fyrir liðið sitt. Hann er að stela boltum og er svona „both way player“ eins og við segjum. Hann er með mikinn metnað í að vera góður varnarmaður. Hann frákastar og getur keyrt af stað hraðaupphlaupin. Hann er eins og „athletic bakvörður.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Styrmi Snæ og Tómas Val Þrastarsyni. Næst færðu strákarnir sig yfir í að ræða litla bróðir Styrmis, Tómas Val. Tómas er aðeins 17 ára gamall en hefur nú þegar vakið verðskuldaða athygli í Subway-deildinni og Darri Freyr Atlason fór ekki leynt með það hversu hrifinn hann er af Tómasi sem leikmanni. „Mér fannst þetta svo frábær punktur hjá Teiti með að vera ekki „ballwatcher“ hvorugum megin á vellinum. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað jafnvel þó þú sért ekki með boltann í höndunum og búa til svona „winning play“ eins og þetta óumbeðinn. Ekki þegar það er verið að hlaupa eitthvað fyrir þig eða þegar þú ert settur á besta manninn í hinu liðinu.“ „Tómas er bara einn af okkar allra efnilegustu mönnum núna og það er bara vonandi fyrir Þór að þeir missi þá ekki báða núna á næsta ári.“ Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
„Þessi ungi leikmaður, Styrmir Snær Þrastarson, sem að varð stjarna á Íslandsmeistaraárinu fyrir framan augun á okkur er núna að taka eitthvað áður óséð skref í íslenskum körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um eldri bróðurinn. „Við erum búnir að vera að tala um að Kári [Jónsson] og Kristó [Kristófer Acox] séu bestu íslensku leikmenn deildarinnar. Ég er ekki sammála því. Mér finnst Styrmir vera besti leikmaðurinn í deildinni,“ bætti Teitur Örlygsson við. „Hann er enginn venjulegur íþróttamaður. Ég hugsa að hann hoppi bara með hausinn í hringinn eins og staðan er. Hann er orðinn það mikill íþróttamaður. Þetta er orðið svona annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft sem hann er að sýna okkur.“ Kjartan hafði einnig áhuga á að vita hvað Teitur sæi í Styrmi sem gerði það að verkum að hann gæti komist í hóp þeirra allra bestu. „Hann er enginn „ballwatcher“. Hann kann að blokka skotin og hjálpa í vörn. Hann kemur blindandi á menn og maður sér það í nánast hverjum einasta leik. Það er bara „posession“ sem hann er að vinna fyrir liðið sitt. Hann er að stela boltum og er svona „both way player“ eins og við segjum. Hann er með mikinn metnað í að vera góður varnarmaður. Hann frákastar og getur keyrt af stað hraðaupphlaupin. Hann er eins og „athletic bakvörður.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Styrmi Snæ og Tómas Val Þrastarsyni. Næst færðu strákarnir sig yfir í að ræða litla bróðir Styrmis, Tómas Val. Tómas er aðeins 17 ára gamall en hefur nú þegar vakið verðskuldaða athygli í Subway-deildinni og Darri Freyr Atlason fór ekki leynt með það hversu hrifinn hann er af Tómasi sem leikmanni. „Mér fannst þetta svo frábær punktur hjá Teiti með að vera ekki „ballwatcher“ hvorugum megin á vellinum. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað jafnvel þó þú sért ekki með boltann í höndunum og búa til svona „winning play“ eins og þetta óumbeðinn. Ekki þegar það er verið að hlaupa eitthvað fyrir þig eða þegar þú ert settur á besta manninn í hinu liðinu.“ „Tómas er bara einn af okkar allra efnilegustu mönnum núna og það er bara vonandi fyrir Þór að þeir missi þá ekki báða núna á næsta ári.“
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik