Eitt stig er tekið af Genoa vegna þess að félagið greiddi ekki skattaskuld sína á réttum tíma.
Genoa greiddi ekki skuldir sínar í september og október á síðasta ári.
Félagið hefði getað fengið harðari refsingu en viðurkenndi sekt sína við ítalska knattspyrnusambandið og bankareikningar félagsins sýndu líka að 16. desember átti Genoa nægan pening til að greiða skuldina.
Andres Blazquez Ceballos, framkvæmdastjóri Genoa, fékk sex þúsund evra sekt vegna málsins.
Genoa fer því frá því að vera með 43 stig í að vera með 42 stig. Liðið heldur samt öðru sæti ítölsku B-deildarinnar en er tólf stigum á eftir toppliði Frosinone.
Genoa er nú með þremur stigum meira en næstu lið sem eru Bari, Reggina og Sudtirol.
Albert Guðmundsson hefur verið að gera flotta hluti að undanförnu og skoraði í 2-0 sigri á Palermo um helgina. Hann er þar með með þrjú mörk og eina stoðsendingu í síðustu sjö leikjum og alls með sjö mörk í öllum keppnum á leiktíðinni.