Ítölsku meistararnir fara með forystu til Lundúna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 22:04 Brahim Diaz skoraði eina mark leiksins í kvöld. Mattia Ozbot/Getty Images Ítalíumeistarar AC Milan unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Tottenham í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það var Brahim Diaz sem kom heimamönnum í forystu strax á sjöundu mínútu leiksins. Markið var þó ekki auðsótt því Fraser Forster hafði verið vel í tvígang í marki Tottenham áður en Diaz kom boltanum loksins í netið í þriðju tilraun. Gestirnir í Tottenham náðu að skapa sér nokkur hálffæri áður en fyrri hálfleik lauk, en inn vildi boltinn ekki og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lundúnaliðið færði sig framar á völlinn í síðari hálfleik og reyndi hvað það gat til að jafna metin. Það voru þó heimamenn í AC Milan sem fengu hættulegri færi í seinni hálfleiknum, en líkt og fyrir hlá tókst ekki að koma boltanum í netið og lokatölur urðu því 1-0, AC Milan í vil. Ítölsku meistararnir fara því með forystu í seinni leik liðanna sem fer fram á heimavelli Tottenham þann 8. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Ítalíumeistarar AC Milan unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Tottenham í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það var Brahim Diaz sem kom heimamönnum í forystu strax á sjöundu mínútu leiksins. Markið var þó ekki auðsótt því Fraser Forster hafði verið vel í tvígang í marki Tottenham áður en Diaz kom boltanum loksins í netið í þriðju tilraun. Gestirnir í Tottenham náðu að skapa sér nokkur hálffæri áður en fyrri hálfleik lauk, en inn vildi boltinn ekki og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lundúnaliðið færði sig framar á völlinn í síðari hálfleik og reyndi hvað það gat til að jafna metin. Það voru þó heimamenn í AC Milan sem fengu hættulegri færi í seinni hálfleiknum, en líkt og fyrir hlá tókst ekki að koma boltanum í netið og lokatölur urðu því 1-0, AC Milan í vil. Ítölsku meistararnir fara því með forystu í seinni leik liðanna sem fer fram á heimavelli Tottenham þann 8. mars næstkomandi.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti