Coman tryggði Bayern sigur gegn uppeldisfélaginu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 22:00 Kingsley Coman reyndist hetja Bayern í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Kingsley Coman skoarði eina mark leiksins er Bayern München vann 1-0 útisigur gegn Paris Saint-Germain í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þýsku gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum, en tókst ekki að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og því var enn markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Bayern tók svo forystuna snemma í síðari hálfleik þegar Kingsley Coman kom boltanum í netið gegn uppeldisfélagi sínu eftir stoðsendingu frá Kanadamanninum Alphonso Davies. Kylian Mbappé, sem hafði komið inn á sem varamaður eftir tæplega klukkutíma leik, hélt svo að hann hefði jafnað metin þegar um átta mínútur voru til leiksloka, en markið dæmt af vegna rangstöðu. Gestirnir þurftu svo að leika seinustu andartök leiksins manni færri eftir að Benjamin Pavard fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 92. mínútu, en það kom ekki að sök og niðurstaðan því 1-0 sigur Bayern München. Þýsku meistararnir eru því með forystu fyrir seinni leik liðanna sem fer fram í München þann 8. mars. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Kingsley Coman skoarði eina mark leiksins er Bayern München vann 1-0 útisigur gegn Paris Saint-Germain í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þýsku gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum, en tókst ekki að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og því var enn markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Bayern tók svo forystuna snemma í síðari hálfleik þegar Kingsley Coman kom boltanum í netið gegn uppeldisfélagi sínu eftir stoðsendingu frá Kanadamanninum Alphonso Davies. Kylian Mbappé, sem hafði komið inn á sem varamaður eftir tæplega klukkutíma leik, hélt svo að hann hefði jafnað metin þegar um átta mínútur voru til leiksloka, en markið dæmt af vegna rangstöðu. Gestirnir þurftu svo að leika seinustu andartök leiksins manni færri eftir að Benjamin Pavard fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 92. mínútu, en það kom ekki að sök og niðurstaðan því 1-0 sigur Bayern München. Þýsku meistararnir eru því með forystu fyrir seinni leik liðanna sem fer fram í München þann 8. mars.